Viðskipti innlent

Háskólanemar á Framadögum

Um 30 fyrirtæki taka þátt í Framadögum í Háskólabíói í dag, en markmiðið með deginum er að skapa vettvang fyrir fyrirtæki til þess að komast í persónuleg kynni við ungt og metnaðarfullt háskólafólk og tilvonandi starfskrafta sína. Fyrstu Framadagarnir voru haldnir árið 1995 og þetta er því í 16 sinn sem slík dagskrá er haldin.

Í tilkynningu frá Nýherja segir að markmið þeirra fyrirtækja sem taka þátt í Framadögum séu fjölbreytt, sum vilja kynna starfsemi sína, önnur leita eftir sumarstarfsfólki og enn önnur eftir nemendum til þess að vinna verkefni fyrir sig. Á myndinni má sjá bás Nýherja og dótturfélaga þar sem áhersla var lögð á þau svið upplýsingatækni sem fyrirtækin endurspegla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×