Fleiri fréttir

FME gerði athugasemd við auglýsingar Elísabetar

Tryggingamiðstöðin (TM) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins um athugasemdir við viðskipti tveggja tryggingafélaga. TM segir að gerð hafi verið athugasemd við framsetningu á auglýsingum hjá Elísabetu sem er skráð vörumerki í eigu TM.

Krónan er í styrkingarfasa

Frá áramótum hefur gengisvísitalan lækkað um 1,14% og krónan því styrkts sem því nemur. Frá því hún var hvað veikust, um miðjan nóvember er styrkingin nálægt 4%. Sé litið til tæknigreiningar þá er krónan í styrkingarfasa. Það sem vekur sérstaka athygli er að 100 daga hlaupandi meðaltal er orðið niðurhallandi. Slíkt staða hefur ekki verið uppi síðan um mitt ár 2007 eða töluvert fyrir hrun.

Ísland dottið niður í 8. sæti þjóða í gjaldþrotahættu

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka. Er Ísland nú dottið niður í 8. sæti á lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Ísland hefur lengst af vermt 5. sætið á þessum lista frá hruninu haustið 2008.

Atlantic Petroleum nær breytingu á lánakjörum

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur samið við lánadrottna sína um lánakjör á brúarláni upp á 258 milljónir danskra kr. Af þessari upphæð skuldar félagið Eik Banka 211 milljónir danskra kr. og Færeyjabanka 47 milljónir danskra kr.

Ekki eins svart yfir landsmönnum og undanfarið

Ekki var jafn svart yfir landanum nú í febrúar og hefur að jafnaði verið síðustu misseri ef marka má niðurstöður könnunnar Capacent Gallup á væntingum íslenskra neytenda sem birt var nú í morgun. Þannig hækkaði Væntingavísitala Gallup um 9 stig í febrúar frá fyrri mánuði, eða úr 37,1 stig í 46,2 stig, og er gildi vísitölunnar nú það næsthæsta sem það hefur verið síðan í október 2008.

Greining: Stýrivextir lækka um 0,5-1,0 prósentustig

Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki vexti bankans um 0,5-1,0 prósentustig á næsta fundi sínum. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 17. mars næstkomandi.

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins lækki um 0,05% og verði sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 23. febrúar 2010.

Acta óttast gjaldþrot, 300 Svíar ætla í mál við félagið

Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.

Útgjöld hins opinbera hafa aukist gífurlega á síðustu 30 árum

Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera vaxið um nálægt 11 prósentustig af landsframleiðslu eða úr 34,1% af landsframleiðslu í 44,8% árið 2008. Á sama tíma jukust útgjöld ríkissjóðs úr 27,5% af landsframleiðslu árið 1980 í 32,2% árið 2008 og útgjöld sveitarfélaga úr 7,1% af landsframleiðslu 1980 í 14,0% 2008.

Eik Banki gefur út afkomuviðvörun

Eik Banki hefur gefið út afkomuviðvörun og reiknar nú með að tapið á rekstri bankans á síðasta ári hafi verið mun meira en væntingar voru um. Munar þar 150 milljónum danskra kr. eða rúmlega 3,5 milljörðum kr.

Nýr stór hluthafi í Færeyjabanka

Bandaríski eignastýringarsjóðurinn Wellington Management Company hefur eignast 6,39% hlut í Færeyjabanka. Er Wellington þar með kominn í hóp stærstu eigenda bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Alþjóðahvalveiðiráðið íhugar að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni

Alþjóða hvalveiðiráðið (IWC) íhugar nú að aflétta banni á hvalveiðar í atvinnuskyni. Samkvæmt tillögu sem verður til umræðu á næsta fundi ráðsins í byrjun mars er ætlunin að leyfa takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni. Yrði það í fyrsta sinn í 24 ár sem slíkar veiðar yrðu leyfðar.

Ekki viðeigandi að skulda í skilanefnd

„Ef þetta er staðan er hún áhyggjuefni og ekki viðeigandi,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) um skuldir fjögurra félaga Heimis V. Haraldssonar endurskoðanda. Þau skulduðu samtals 1,2 milljarða króna í lok árs 2008, að mestu við Landsbankann. Heimir hefur setið í skilanefnd Glitnis frá því Fjármálaeftirlitið tók lyklavöldin í bankanum fyrir um sautján mánuðum.

Formaður Landsvaka kærður til saksóknara

Fjármálaeftirlitið hefur kært Stefán H. Stefánsson, fyrrverandi stjórnarformann Landsvaka peningamarkaðssjóða Landsbankans, til sérstaks saksóknara fyrir alvarlegt brot á bankaleynd en Stefán sendi bankastjórum Landsbankans trúnaðarupplýsingar um einstaka viðskiptavini sjóðanna þvert gegn fyrirmælum laga.

Niðurfelling starfsmanna Kaupþings skattlögð

Starfsmenn Kaupþings sem fengu skuldir sínar við bankann felldar niður gætu þurft að greiða allt að sautján og hálfan milljarð króna í skatt. Þetta má ráða af áliti sem Ríkisskattstjóri hefur sent frá sér.

Allar vísitölur skuldabréfa lækkuðu í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 8,7 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,4 milljarðkr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 7,3 milljarð kr. viðskiptum.

Athugasemdir FME við viðskipti tveggja tryggingarfélaga

Fjármálaeftirlitið (FME) sá ástæðu til að gera athugasemdir við viðskipti tveggja tryggingarfélaga þegar eftirlitið athugaði iðgjöld og viðskiptahætti vátryggingafélaga á síðari hluta ársins 2009.

Heimilt verði að kyrrsetja eignir í skattrannsóknum

Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að kyrrsetja eignir aðila sem eru í skattrannsókn. Um er að ræða breytingar sem á að gera á lögum um tekjuskatt.

Þarf 5% hagvöxt næstu árin til að atvinnuleysi falli í 2%

Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.

Fimm greiningaraðilar nú með Össur hf. í greiningu

Fimm virtir erlendir greiningaraðilar greina nú Össur hf. Greiningaraðilar hafa verið að bætast við jafnt og þétt og þeir aðilar sem greina Össur hf. nú eru ABG Sundal Collier, Nordea og SEB Enskilda Equities í Kaupmannahöfn og Piper Jaffray og Jefferies í London.

SA fagna áformum um byggingu einkasjúkrahúss

Samtök atvinnulífsins (SA) fagna áformum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Iceland Healthcare um að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú, í Reykjanesbæ. Á sjúkrahúsinu verða þrjár skurðstofur og 35 legurými, þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga.

Skuldabréfamarkaður bíður tíðinda af Icesavemálinu

Þróun á skuldabréfamarkaði í aðdraganda útboðs á ríkisbréfum s.l. föstudag var ríkissjóði býsna hagfelld. Ávöxtunarkrafa beggja ríkisbréfaflokkanna sem í boði voru á föstudag lækkaði verulega í síðustu viku, ekki síst vegna betri horfa á farsælli lausn Icesave-deilunnar. Leysist deilan fljótlega eykur það líkur á áframhaldandi lækkun stýrivaxta næsta kastið.

Kaupmáttur launa svipaður og í árslok 2002

Frá því að kaupmáttur launa var hér mestur í janúar 2008 hefur hann rýrnað um 12,2% og er svipaður og í árslok 2002. Gera má ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi rýrnað enn frekar, þá m.a. sökum þess að atvinnuleysi hefur aukist mikið undanfarið og skattar hafa hækkað.

Grísk björgun að baki hækkun olíuverðs og sterkari evru

Áætlanir ESB um að koma Grikklandi til bjargar með myndarlegum fjárstyrk hafa leitt til þess að olíuverð hefur hækkað í morgun og er komið yfir 80 dollara á tunnuna. Jafnframt hefur evran verið að styrkjast gagnvart dollaranum það sem af er degi.

Tiltekt í stjórn Illum, nýr forstjóri frá Magasin du Nord

Illum hefur verið á höttunum eftir nýjum forstjóra og nú er afráðið að það verður Sören Vadmand en hann kemur úr stöðu sem fjármálastjóri Magasin du Nord. Samvkæmt frétt um málið á börsen.dk hefur jafnframt verið tekið til í stjórn Illum og skipt þar út tveimur mönnum.

al Kaída í fjárhagserfiðleikum

Hryðjuverkasamtökin al Kaída upplifa nú sína eigin fjármálakreppu vegna aðgerða Bandaríkjanna og annarra þjóða gegn samtökunum.

Stjórnarformaður Nýherja með rúmar 2,5 milljónir í laun

Á aðalfundi Nýherja sem haldinn var fyrir helgina var samþykkt tillaga um stjórnarlaun fyrir starfsárið 2009. Þar af yrðu laun stjórnarformanns 2.550.000 kr., laun stjórnarmanna 850.000 kr. og laun varamanns 63.000 kr. fyrir hvern fund.

Gullboð koma í staðinn fyrir Tupperwareboð

Þetta hófst með húsmæðrum sem voru lokkaðar í heimboð til að skoða Tupperwareskálar. Síðan komu heimboð með BodyShop vörum og Botox meðferðum. Það nýjasta eru gullboð en þar fara viðskiptin í hina áttina.

Erindi um rannsókn bankahrunsins á Lögfræðitorgi

Í erindi á Lögfræðitorgi mun Inga Þöll Þórgnýsdóttir fjalla um stefnu stjórnvalda við rannsókn bankahrunsins og gerir grein fyrir því hvaða stofnanir fara með rannsókn hrunsins og hvaða heimildir þær hafa.

Launavísitalan hækkar lítillega

Launavísitala í janúar 2010 er 366,9 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,1%.

Hagnaður hjá Strandabyggð

Gert er ráð fyrir hagnaði á árinu 2010 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar, en hún var samþykkt fyrir skemmstu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Þegar aðalsjóður og B-hluta sjóðir eru teknir saman er gert ráð fyrir tveggja milljóna króna hagnaði.

Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings

Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is.

Íhuga að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur

Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur sem geta numið allt að 15 milljörðum króna vegna vanrækslu í starfi. Stjórnin keypti hlutabréf fyrir þá upphæð af þremur stærstu hluthöfum Baugs þegar markaðurinn fyrir bréfin var lítill sem enginn. Sex af sjö stjórnarmönnum Baugs tengdust hluthöfunum þremur.

Dráttarvextir lækka í 16,5%

Dráttarvextir lækka úr 17% í 16,5% 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu um dráttarvexti sem hefur verið birt á vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun

Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar.

Fjárhagsleg örlög Grikklands ráðast í næstu viku

Eftir nokkra daga mun ríkisstjórn Grikklands hrinda af stað gífurlegri ríkisskuldabéfaútgáfu. Breska blaðið Financial Times segir að með útgáfunni séu Grikkir að sannreyna lánstraust þjóðar sinnar.

Sjá næstu 50 fréttir