Viðskipti innlent

Nýr stór hluthafi í Færeyjabanka

Bandaríski eignastýringarsjóðurinn Wellington Management Company hefur eignast 6,39% hlut í Færeyjabanka. Er Wellington þar með kominn í hóp stærstu eigenda bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samkvæmt heimasíðu Wellington er sjóðurinn sem stendur með 537 milljarða dollara í eignastýringu fyrir viðskiptavini sína. Þar að auki veitir hann fjárfestingaráðgjöf til þeirra. Um er að ræða yfir 1.600 fjármálastofnanir í yfir 40 löndum víða um heiminn.

„Við erum ekki miðlarar, lánveitendur eða ábyrgðarmenn. Okkar sérþekking eru fjárfestingar, frá alþjóðlegum hlutafélögum og föstum tekjum til gjaldmiðla og hrávara," segir á heimasíðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×