Viðskipti innlent

Alþjóðahvalveiðiráðið íhugar að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni

mynd: Skessuhorn
mynd: Skessuhorn
Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) íhugar nú að aflétta banni á hvalveiðar í atvinnuskyni. Samkvæmt tillögu sem verður til umræðu á næsta fundi ráðsins í byrjun mars er ætlunin að leyfa takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni. Yrði það í fyrsta sinn í 24 ár sem slíkar veiðar yrðu leyfðar.

Í frétt á Reuters um málið segir að tillögunni sé ætlað að miðla málum milli hvalveiðiþjóða og annarra þjóða í hvalveiðiráðinu. Ísland tilheyrir hópi veiðiþjóða ásamt Japan og Noregi. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að hvalveiðar í vísindaskyni verði háðar reglum sem hvalveiðiráðið setur.

Í uppkasti að tillögunni segir að IWC muni ákveða kvóta á hvalategundum til tíu ára í senn sem taki mið af stofnstærðum. Ennfremur er gert ráð fyrir að vísindaveiðar nemi að hámarki 1.000 hvölum á hverju ári.

Í frétt Reuters segir að með tillögunni vonist stjórn IWC til þess að komist verði hjá því að hvalveiðiráðið liðist í sundur vegna þeirra innbyrðis deilna sem verið hafa meðal 88 þjóða þess.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×