Viðskipti innlent

Fimm greiningaraðilar nú með Össur hf. í greiningu

Fimm virtir erlendir greiningaraðilar greina nú Össur hf. Greiningaraðilar hafa verið að bætast við jafnt og þétt og þeir aðilar sem greina Össur hf. nú eru ABG Sundal Collier, Nordea og SEB Enskilda Equities í Kaupmannahöfn og Piper Jaffray og Jefferies í London.

Í tilkynningu segir að erlendar greiningar auka sýnileika fyrirtækisins og sýna að það er talið álitlegur fjárfestingarkostur. Skráning félagsins í Kaupmannahöfn hefur vakið aukin áhuga erlendra fjárfesta á félaginu, en í nóvember á síðasta ári var hlutaféð aukið um 29,5 milljónir hluta sem allt var selt til erlendra aðila.

Össur kynnti á dögunum ársuppgjör sitt fyrir árið 2009 og nam hagnaður ársins 22,8 milljónum dollara. Þá var eiginfjárhlutfall fyrirtækisins 50% samanborið við 41% í árslok 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×