Viðskipti innlent

Fjarðarkaup með hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni

Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Samtaka iðnaðarins en í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar. Þetta er ellefta árið sem ánægja viðskipta­vina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 5 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Spari­sjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.

Samtök iðnaðarins standa að Íslensku ánægjuvoginni ásamt Stjórnvísi og Capacent Gallup og taka þátt í Evrópsku ánægjuvoginni. Markmiðið er að veita fyrirtækjum upplýsingar um samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina og öðrum þáttum eins og ímynd, gæðum og tryggð viðskiptavinanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×