Viðskipti innlent

Hollendingar setja skilyrði fyrir framhaldi Icesaveviðræðna

Hollensk stjórnvöld vilja að Íslendingar samþykki grundvallaratriði síðasta tilboðs Þeirra í Icesave-deilunni. Þetta er skilyrði þess að Hollendingar samþykki frekari viðræður við Íslendinga um Icesave.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters sem höfð er eftir nafnlausum heimildarmanni innan hollensku stjórnarinnar. Heimildarmaðurinn segir að Hollendingar viti vel af áhuga Íslendinga á nýjum samningaviðræðum um Icesave á grundvelli tilboðsins sem lagt var fram af hálfu Breta og Hollendinga s.l. föstudag.

„Íslendingar verða að samþykkja grundvallaratriðin í tilboðinu áður en af nokkrum viðræðum verður að nýju," hefur Reuters eftir þessum heimildarmanni. Eftir það mætti ganga frá „tæknilegum atriðum" í nýju samkomulagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×