Þarf 5% hagvöxt næstu árin til að atvinnuleysi falli í 2% 22. febrúar 2010 14:25 Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun