Þarf 5% hagvöxt næstu árin til að atvinnuleysi falli í 2% 22. febrúar 2010 14:25 Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira