Viðskipti innlent

FME gerði ekki athugsemd við viðskiptahætti Varðar

Tryggingafélagið Vörður hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gert athugsemd við viðskiptahætti Varðar.

Tilkynningin hljóðar svo: „Fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær að það hefði framkvæmt athugun á iðgjöldum og viðskiptaháttum íslensku vátryggingafélaganna á síðari hluta árs 2009. Í kjölfarið hefði það gert sérstakar athugasemdir við viðskiptahætti tveggja vátryggingafélaga.

Viðkomandi félög eru ekki nefnd í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins og því er nauðsynlegt að taka fram að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við viðskiptahætti Varðar trygginga."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×