Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum nær breytingu á lánakjörum

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur samið við lánadrottna sína um lánakjör á brúarláni upp á 258 milljónir danskra kr. Af þessari upphæð skuldar félagið Eik Banka 211 milljónir danskra kr. og Færeyjabanka 47 milljónir danskra kr.

Í tilkynningu segir að láninu frá Eik Banka verði breytt þannig að 194 milljónir danskra kr. verður breytt í lán til fimm ára en 17 milljónir danskra kr. verður skammtímalán til greiðslu 31. desember n.k.

Lán hjá Færeyjabanka upp á 50 milljónir danskra kr. verður skipt yfir í lánalínu upp að 35 milljónir danskra kr. Þessu fylgir það skilyrði að ádráttur á lánalínuna greiðst upp innan þriggja mánaða.

Sifurð í Jákupsstovu forstjóri Atlantic Petroleum segir það vera jákvætt að félaginu hafi tekist að breyta skammtímaskuldum sínum yfir í langtímaskuldir. „Þetta gefur félaginu sveigjanleika til að leggja fram áætlanir um vöxt í framtíðinni og auknar tekjur," segir Sigurð í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×