Viðskipti innlent

Eik Banki gefur út afkomuviðvörun

Eik Banki hefur gefið út afkomuviðvörun og reiknar nú með að tapið á rekstri bankans á síðasta ári hafi verið mun meira en væntingar voru um. Munar þar 150 milljónum danskra kr. eða rúmlega 3,5 milljörðum kr.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir Eik Banki að nú reikni hann með að tap ársins í fyrra nemi 310-329 milljónum danskra. Þann 30. október s.l. gaf bankinn hinsvegar út að væntingar væru um tap upp á 160-170 milljónir danskra kr.

Marner Jacobsen forstjóri Eik Banki segir í tilkynningunni að stjórn bankans þyki það afarleitt að þurfa að greina frá þessari niðurstöðu enda sé hún langt í frá fullnægjandi. Ástæðan fyrir hinu aukna tapi er áhætta bankans á danska fasteignamarkaðinum.

Fram kemur í tilkynningunni að ástæða hins aukna taprekstrar sé einkum vegna aukinna afskrifa á útlánum bankans en þær muni nema 107,5 milljónum danskra kr. Er hér um að ræða tapa á lánum tengdum dönskum fasteignum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×