Fleiri fréttir Virgin vill kaupa í bresku bönkunum sem eru til sölu Milljarðamæringurinn sir Richard Branson er klár í að kaupa hluta af bresku stórbönkunum Royal Bank of Scotland, Northern Rock og Lloyds Banking Group. 2.11.2009 14:47 Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili. 2.11.2009 14:27 Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast frá því í hádeginu en engin viðskipti voru á gjaldeyrismarkaðinum fyrir hádegið. 2.11.2009 14:07 Krefjast lögbanns á Bónus Fasteignafélagið Sýsla og Rekstrarfélag Kauptúns hafa krafist lögbanns á verslun Bónuss við Kauptún 1 í Garðabæ. 2.11.2009 14:03 Innköllun á kröfum á hendur Atorku Hér með er skorað á alla þá, sem telja sig eiga samningskröfur samkvæmt á hendur Atorku, að lýsa þeim fyrir undirrituðum umsjónarmanni með nauðasamningsumleitunum innan fjögurra vikna frá fyrri birtingu þessarar innköllunar. 2.11.2009 13:58 NunaMinerals finnur meira af gulli á Grænlandi Námufyrirtækið NunaMinerals hafa fundið gull í tveimur af fimm borholum sínum á tvemur nýju leitarsvæðum á Grænlandi. Gullið hefur fundist á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands. 2.11.2009 13:48 FME með álagspróf á Byr áður en ríkisframlag er veitt Fjármálaeftirlitið (FME) framkvæmir nú áslagspróf á Byr sem miðar við þær tilögur um endurskipulagningu sparisjóðsins. Fjármálaráðuneytið afgreiðir á næstunni ósk Byrs um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag. 2.11.2009 12:04 Engin ákvörðun verið tekin um afskriftir hjá 1998 Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri nýja Kaupþings, segir að ekkert hafi verið afskrifað af skuldum eigenda Haga við bankann. Bankinn sé að vinna í málinu, og farið sé yfir ýmisskonar valkosti í þeim efnum. Ótímabært sé að vera með vangaveltur um afskriftir. 2.11.2009 11:53 Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. 2.11.2009 11:19 Ný þjónusta: Dagleg skuldabréfavísitala Frá og með deginum í dag mun visir.is birta daglega skuldabréfavísitölu dagsins. Vísitalan er unnin af GAM Management hf. (GAMMA) sem er óháð og sérhæft ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME og heimild til fjárfestingarráðgjafar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 2.11.2009 11:00 Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Nokkrir mikilvægir hagvísar verða birtir nú í vikunni auk þess sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun taka ákvörðun um stýrivexti næstkomandi fimmtudag. 2.11.2009 10:52 Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. 2.11.2009 10:08 Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. 2.11.2009 08:58 Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. 2.11.2009 08:40 Fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög sektuð af FME Fjármálaeftirlitð (FME) hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. 2.11.2009 08:24 Exista stefnt vegna 19 milljarða lánasamnings Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.). 2.11.2009 07:51 Lífeyrissjóðir semja um nýbyggingar Landspítalans Fulltrúar lífeyrissjóða, Landspítalans og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta munu á miðvikudag skrifa undir samning um fjármögnun nýbygginga Landspítalans við Hringbraut. 2.11.2009 00:01 Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1.11.2009 18:30 Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. 1.11.2009 19:00 Íslensk fyrirtæki verðlaunuð í Karabíahafinu Viðburðafyrirtækið Practical og hótelið Hilton Reykjavik Nordica hlutu í gær, hin virtu CRYSTAL-verðlaun sameiginlega með bandaríska fyrirtækinu Harith Productions. Verðlaunin voru veitt á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica við þeim fyrir hönd sinna fyrirtækja. 1.11.2009 16:00 Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. 1.11.2009 14:16 Get ekki samþykkt frumvarp um Icesave Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar í icesavemálinu. Hún segist hinsvegar styðja ríkisstjórnina en frumvarpið sé einhliða. Lilja var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. 1.11.2009 13:04 Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. 1.11.2009 07:45 Reyna að semja um krónubréfin Seðlabanki Íslands á í samningaviðræðum við Seðlabankann í Lúxemborg, sem er óbeint stærsti erlendi eigandi krónubréfa, um lausn á krónubréfavandanum. Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin eins hratt og mögulegt sé, án þess að taka of mikla áhættu með gengi krónunnar. 31.10.2009 18:20 Þjóðin ber kostnaðinn af brotum á gjaldeyrislögum Seðlabankinn hefur sent yfir tuttugu mál er varða brot á gjaldeyrislögum til Fjármálaeftirlitsins og eru mun fleiri slík mál í rannsókn hjá bankanum. Um er að ræða gríðarlegan hagnað hjá þeim sem brotin fremja, og ber íslenska þjóðin kostnaðinn á móti, segir seðlabankastjóri. 31.10.2009 13:34 Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. 31.10.2009 12:04 Gagnrýnir stofnfjáraukningu Byrs Bankastjóri Íslandsbanka gagnrýnir hvernig stjórn Byrs setti stofnfjáreigendum afarkosti í stofnfjáraukningu sparisjóðsins fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hefðu tekið þátt í því áttu það á hættu að missa hlut sinn í sjóðnum. 31.10.2009 12:00 Næsta skref er aflétting á útstreymi gjaldeyris Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta, en innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga er nú heimilað. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Seðlabankanum í morgun. 31.10.2009 11:52 Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. 31.10.2009 10:46 Fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta Seðlabanki Íslands hefur stigið fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni. Þetta þýðir að fjárfestar fá heimild án takmarkana til þess að skipta aftur í erlendan gjaldeyri söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í eftir 1. nóvember 2009. Fyrir höfðu erlendir aðilar fulla heimild til gjaldeyrisyfirfærslna vegna vaxtatekna og arðs af fjárfestingum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands nú í morgun. 31.10.2009 10:06 Ekki lengur hægt að lýsa kröfum í þrotabúið Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans rann út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 31.10.2009 09:18 Tími afskrifta fram undan Eik Banki tapaði hundrað milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tapið 33 milljónum danskra króna. 31.10.2009 04:00 Fresta ákvörðun um Nýja Kaupþing Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember. 30.10.2009 18:54 Hæstu skattgreiðendur af ólíklegasta tagi Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. 30.10.2009 19:09 Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. 30.10.2009 15:16 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30.10.2009 15:09 Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx 30.10.2009 13:47 Stjórnvöld sögð pissa í skó lántakenda Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. 30.10.2009 13:38 Eik Banki tapar 2,5 milljörðum á 3. ársfjórðungi Eik Banki skilaði tapi upp á 100 milljónir danskra kr. eða tæpum 2,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að samhliða þessu tapi hafi bankinn endurmetið væntingar sínar til ársins í heild og reiknar mú með tapi upp á 150 milljónir danskra kr. 30.10.2009 12:28 Kröfur í þrotabú Landsbankans streyma inn í sendibílavís Kröfur í þrotabú Gamla Landsbankans berast nú slitastjórn bankans í sendibílavís. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið rennur út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 30.10.2009 12:05 Leita hluthafa að Högum erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis. 30.10.2009 12:00 Afleiður eru þriðjungur af eignum Kaupþings Heildareignir Kaupþings banka, að teknu tilliti til veðsettra eigna og forgangskrafna, voru metnar á 775 milljarða kr. þann 30/6 2009. Af þeim eignum voru afleiðusamningar metnir á 246 milljarða kr. eða um þriðjungur en á móti þeim hafa mótaðilar lagt að veði reiðufé og aðrar tryggingar að fjárhæð 143 milljarðar kr. 30.10.2009 11:52 Almenningur væntir 10% verðbólgu eftir ár Almenningur væntir þess að verðbólgan verði í 10% eftir tólf mánuði samkvæmt könnun sem Seðlabankinn lét gera í síðasta mánuði en niðurstöðurnar birti bankinn í gær. Þegar könnunin var gerð var verðbólgan 10,8% en nú er hún 9,7%. 30.10.2009 11:22 Bandarískir verðbréfsalar meðal hæstu skattgreiðenda í Reykjavík Nafn Fluke Finance Co ehf. vekur athygli á lista Skattstjórans í Reykjavík yfir 10 stærstu greiðendur opinberra gjalda lögaðila í borginni. Fluke er verðbréfamiðlun í eigu bandarískra manna og er dótturfélag Fluke International Corp. Opinber gjöld Fluke nema tæpum 530 milljónum kr. og er þar um fjármagnstekjuskatt að ræða. 30.10.2009 11:11 640 milljóna króna launakrafa þingfest Mál Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka, gegn bankanum var þingfest í morgun. Málið snýst um 640 milljóna króna launakröfu sem Fall telur sig eiga á hendur bankanum. 30.10.2009 10:28 Sjá næstu 50 fréttir
Virgin vill kaupa í bresku bönkunum sem eru til sölu Milljarðamæringurinn sir Richard Branson er klár í að kaupa hluta af bresku stórbönkunum Royal Bank of Scotland, Northern Rock og Lloyds Banking Group. 2.11.2009 14:47
Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili. 2.11.2009 14:27
Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast frá því í hádeginu en engin viðskipti voru á gjaldeyrismarkaðinum fyrir hádegið. 2.11.2009 14:07
Krefjast lögbanns á Bónus Fasteignafélagið Sýsla og Rekstrarfélag Kauptúns hafa krafist lögbanns á verslun Bónuss við Kauptún 1 í Garðabæ. 2.11.2009 14:03
Innköllun á kröfum á hendur Atorku Hér með er skorað á alla þá, sem telja sig eiga samningskröfur samkvæmt á hendur Atorku, að lýsa þeim fyrir undirrituðum umsjónarmanni með nauðasamningsumleitunum innan fjögurra vikna frá fyrri birtingu þessarar innköllunar. 2.11.2009 13:58
NunaMinerals finnur meira af gulli á Grænlandi Námufyrirtækið NunaMinerals hafa fundið gull í tveimur af fimm borholum sínum á tvemur nýju leitarsvæðum á Grænlandi. Gullið hefur fundist á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands. 2.11.2009 13:48
FME með álagspróf á Byr áður en ríkisframlag er veitt Fjármálaeftirlitið (FME) framkvæmir nú áslagspróf á Byr sem miðar við þær tilögur um endurskipulagningu sparisjóðsins. Fjármálaráðuneytið afgreiðir á næstunni ósk Byrs um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag. 2.11.2009 12:04
Engin ákvörðun verið tekin um afskriftir hjá 1998 Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri nýja Kaupþings, segir að ekkert hafi verið afskrifað af skuldum eigenda Haga við bankann. Bankinn sé að vinna í málinu, og farið sé yfir ýmisskonar valkosti í þeim efnum. Ótímabært sé að vera með vangaveltur um afskriftir. 2.11.2009 11:53
Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. 2.11.2009 11:19
Ný þjónusta: Dagleg skuldabréfavísitala Frá og með deginum í dag mun visir.is birta daglega skuldabréfavísitölu dagsins. Vísitalan er unnin af GAM Management hf. (GAMMA) sem er óháð og sérhæft ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME og heimild til fjárfestingarráðgjafar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 2.11.2009 11:00
Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Nokkrir mikilvægir hagvísar verða birtir nú í vikunni auk þess sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun taka ákvörðun um stýrivexti næstkomandi fimmtudag. 2.11.2009 10:52
Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja. 2.11.2009 10:08
Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. 2.11.2009 08:58
Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. 2.11.2009 08:40
Fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög sektuð af FME Fjármálaeftirlitð (FME) hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. 2.11.2009 08:24
Exista stefnt vegna 19 milljarða lánasamnings Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.). 2.11.2009 07:51
Lífeyrissjóðir semja um nýbyggingar Landspítalans Fulltrúar lífeyrissjóða, Landspítalans og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta munu á miðvikudag skrifa undir samning um fjármögnun nýbygginga Landspítalans við Hringbraut. 2.11.2009 00:01
Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1.11.2009 18:30
Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. 1.11.2009 19:00
Íslensk fyrirtæki verðlaunuð í Karabíahafinu Viðburðafyrirtækið Practical og hótelið Hilton Reykjavik Nordica hlutu í gær, hin virtu CRYSTAL-verðlaun sameiginlega með bandaríska fyrirtækinu Harith Productions. Verðlaunin voru veitt á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica við þeim fyrir hönd sinna fyrirtækja. 1.11.2009 16:00
Tesco vildi Tony sem andlit sitt Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki. 1.11.2009 14:16
Get ekki samþykkt frumvarp um Icesave Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar í icesavemálinu. Hún segist hinsvegar styðja ríkisstjórnina en frumvarpið sé einhliða. Lilja var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. 1.11.2009 13:04
Keypti Möltufálkann á átta milljarða Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni. 1.11.2009 07:45
Reyna að semja um krónubréfin Seðlabanki Íslands á í samningaviðræðum við Seðlabankann í Lúxemborg, sem er óbeint stærsti erlendi eigandi krónubréfa, um lausn á krónubréfavandanum. Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin eins hratt og mögulegt sé, án þess að taka of mikla áhættu með gengi krónunnar. 31.10.2009 18:20
Þjóðin ber kostnaðinn af brotum á gjaldeyrislögum Seðlabankinn hefur sent yfir tuttugu mál er varða brot á gjaldeyrislögum til Fjármálaeftirlitsins og eru mun fleiri slík mál í rannsókn hjá bankanum. Um er að ræða gríðarlegan hagnað hjá þeim sem brotin fremja, og ber íslenska þjóðin kostnaðinn á móti, segir seðlabankastjóri. 31.10.2009 13:34
Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. 31.10.2009 12:04
Gagnrýnir stofnfjáraukningu Byrs Bankastjóri Íslandsbanka gagnrýnir hvernig stjórn Byrs setti stofnfjáreigendum afarkosti í stofnfjáraukningu sparisjóðsins fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hefðu tekið þátt í því áttu það á hættu að missa hlut sinn í sjóðnum. 31.10.2009 12:00
Næsta skref er aflétting á útstreymi gjaldeyris Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta, en innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga er nú heimilað. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Seðlabankanum í morgun. 31.10.2009 11:52
Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum. 31.10.2009 10:46
Fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta Seðlabanki Íslands hefur stigið fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni. Þetta þýðir að fjárfestar fá heimild án takmarkana til þess að skipta aftur í erlendan gjaldeyri söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í eftir 1. nóvember 2009. Fyrir höfðu erlendir aðilar fulla heimild til gjaldeyrisyfirfærslna vegna vaxtatekna og arðs af fjárfestingum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands nú í morgun. 31.10.2009 10:06
Ekki lengur hægt að lýsa kröfum í þrotabúið Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans rann út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 31.10.2009 09:18
Tími afskrifta fram undan Eik Banki tapaði hundrað milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tapið 33 milljónum danskra króna. 31.10.2009 04:00
Fresta ákvörðun um Nýja Kaupþing Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember. 30.10.2009 18:54
Hæstu skattgreiðendur af ólíklegasta tagi Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. 30.10.2009 19:09
Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. 30.10.2009 15:16
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30.10.2009 15:09
Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx 30.10.2009 13:47
Stjórnvöld sögð pissa í skó lántakenda Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. 30.10.2009 13:38
Eik Banki tapar 2,5 milljörðum á 3. ársfjórðungi Eik Banki skilaði tapi upp á 100 milljónir danskra kr. eða tæpum 2,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að samhliða þessu tapi hafi bankinn endurmetið væntingar sínar til ársins í heild og reiknar mú með tapi upp á 150 milljónir danskra kr. 30.10.2009 12:28
Kröfur í þrotabú Landsbankans streyma inn í sendibílavís Kröfur í þrotabú Gamla Landsbankans berast nú slitastjórn bankans í sendibílavís. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið rennur út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 30.10.2009 12:05
Leita hluthafa að Högum erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis. 30.10.2009 12:00
Afleiður eru þriðjungur af eignum Kaupþings Heildareignir Kaupþings banka, að teknu tilliti til veðsettra eigna og forgangskrafna, voru metnar á 775 milljarða kr. þann 30/6 2009. Af þeim eignum voru afleiðusamningar metnir á 246 milljarða kr. eða um þriðjungur en á móti þeim hafa mótaðilar lagt að veði reiðufé og aðrar tryggingar að fjárhæð 143 milljarðar kr. 30.10.2009 11:52
Almenningur væntir 10% verðbólgu eftir ár Almenningur væntir þess að verðbólgan verði í 10% eftir tólf mánuði samkvæmt könnun sem Seðlabankinn lét gera í síðasta mánuði en niðurstöðurnar birti bankinn í gær. Þegar könnunin var gerð var verðbólgan 10,8% en nú er hún 9,7%. 30.10.2009 11:22
Bandarískir verðbréfsalar meðal hæstu skattgreiðenda í Reykjavík Nafn Fluke Finance Co ehf. vekur athygli á lista Skattstjórans í Reykjavík yfir 10 stærstu greiðendur opinberra gjalda lögaðila í borginni. Fluke er verðbréfamiðlun í eigu bandarískra manna og er dótturfélag Fluke International Corp. Opinber gjöld Fluke nema tæpum 530 milljónum kr. og er þar um fjármagnstekjuskatt að ræða. 30.10.2009 11:11
640 milljóna króna launakrafa þingfest Mál Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka, gegn bankanum var þingfest í morgun. Málið snýst um 640 milljóna króna launakröfu sem Fall telur sig eiga á hendur bankanum. 30.10.2009 10:28