Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli 30. október 2009 15:16 Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Í frásögn um auglýsinguna á börsen.dk segir að hún sé hugarsmíð Peter Wibroe sem hafði þann starfa fyrir aldarfjórðungi að teikna jólakort fyrir Tuborg. Árið 1981 var síðan jólaölið sett á markaðinn, oft kallað Sneöl eða Snæöl sökum þess að hálsinn á flöskunum er pakkaður í hvítan pappír. Átti Wibroe heiðurinn af umbúðunum á flöskunum sem og auglýsingunni sem fylgdi Snæölinu úr hlaði. Það var svo Thomas Tingstrup sem átti hugmyndina að J-deginum en hann vann sem framleiðslustjóri hjá Tuborg á þessum tíma. Honum hafði verið boðið í smökkun á Beaujolais Nouveau rauðvínsárganginum sem haldin er árlega í Danmörku 2. nóvember hvert ár. Tingstrup hugsaði með sér, afhverju að bjóða ekki upp á jólaölssmökkun. Árið 1990 var svo fyrsti J-dagurinn haldinn og Snæölið keyrt út á 100 krár í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember það ár. Þetta var upphafið að einhverri best heppnuðu auglýsingaherferð í sögu Danmerkur. Þegar fyrsti J-dagurinn var haldinn var markaðshlutdeild Snæölsins frá Tuborg fremur lítil, m.a. langt undir X-mas ölinu en Snæölið er nú það langvinsælasta á danska jólaölsmarkaðinum. Fyrsta J-daginn tókst að fá ökumennina á ölbílum Tuborg til þess að keyra ölið út skömmu fyrir miðnættið og var það keyrt á 100 krár í Kaupmannahöfn. Næsta J-dag árið eftir voru krárnar orðnar 1.000 talsins og nú eru allar krár landsins með í leiknum en venjan er að fastakúnnar þeirra fái fyrstu Snæölin frítt að drekka. J-dagurinn varð svo vinsæll meðal Dana að færa varð hann til síðasta föstudagsins fyrir 1. nóvember. Ástæðan var sú að svo margir urðu forfallaðir í vinnu og skólum landsins ef J-daginn bar upp á virkan dag í miðri viku. Sum sé í kvöld renna ölbílarnir frá Tuborg í hlað hjá öllum krám Danmerkur og kúnnar þeirra fá að smakka á Snæölsárganginum í ár. Skál. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum. Í frásögn um auglýsinguna á börsen.dk segir að hún sé hugarsmíð Peter Wibroe sem hafði þann starfa fyrir aldarfjórðungi að teikna jólakort fyrir Tuborg. Árið 1981 var síðan jólaölið sett á markaðinn, oft kallað Sneöl eða Snæöl sökum þess að hálsinn á flöskunum er pakkaður í hvítan pappír. Átti Wibroe heiðurinn af umbúðunum á flöskunum sem og auglýsingunni sem fylgdi Snæölinu úr hlaði. Það var svo Thomas Tingstrup sem átti hugmyndina að J-deginum en hann vann sem framleiðslustjóri hjá Tuborg á þessum tíma. Honum hafði verið boðið í smökkun á Beaujolais Nouveau rauðvínsárganginum sem haldin er árlega í Danmörku 2. nóvember hvert ár. Tingstrup hugsaði með sér, afhverju að bjóða ekki upp á jólaölssmökkun. Árið 1990 var svo fyrsti J-dagurinn haldinn og Snæölið keyrt út á 100 krár í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember það ár. Þetta var upphafið að einhverri best heppnuðu auglýsingaherferð í sögu Danmerkur. Þegar fyrsti J-dagurinn var haldinn var markaðshlutdeild Snæölsins frá Tuborg fremur lítil, m.a. langt undir X-mas ölinu en Snæölið er nú það langvinsælasta á danska jólaölsmarkaðinum. Fyrsta J-daginn tókst að fá ökumennina á ölbílum Tuborg til þess að keyra ölið út skömmu fyrir miðnættið og var það keyrt á 100 krár í Kaupmannahöfn. Næsta J-dag árið eftir voru krárnar orðnar 1.000 talsins og nú eru allar krár landsins með í leiknum en venjan er að fastakúnnar þeirra fái fyrstu Snæölin frítt að drekka. J-dagurinn varð svo vinsæll meðal Dana að færa varð hann til síðasta föstudagsins fyrir 1. nóvember. Ástæðan var sú að svo margir urðu forfallaðir í vinnu og skólum landsins ef J-daginn bar upp á virkan dag í miðri viku. Sum sé í kvöld renna ölbílarnir frá Tuborg í hlað hjá öllum krám Danmerkur og kúnnar þeirra fá að smakka á Snæölsárganginum í ár. Skál.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira