Viðskipti innlent

Krefjast lögbanns á Bónus

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Sýsla og Rekstrarfélag Kauptún telja að heimild Haga til að reka verslun við Kauptún sé fallin niður. Mynd/ Anton.
Sýsla og Rekstrarfélag Kauptún telja að heimild Haga til að reka verslun við Kauptún sé fallin niður. Mynd/ Anton.
Fasteignafélagið Sýsla og Rekstrarfélag Kauptúns hafa krafist lögbanns á verslun Bónuss við Kauptún 1 í Garðabæ.

Að sögn Einars Þórs Sverrissonar, lögmanns Haga, var verslun Bónuss á staðnum upphaflega rekin á grundvelli bráðabirgðasamkomulags sem Hagar gerðu í tengslum við gerð leigusamnings við fasteignafélagið Sýslu um pláss í verslunarmiðstöð sem risið hefur við hliðina á versluninni. Þeim samningi hafa Hagar rift og telja því að rekstur Bónusverslunarinnar eigi að vera óátalinn við Kauptún 1. Fasteignafélagið Sýsla og Rekstrarfélag Kauptún telja hins vegar að heimild Haga til að reka verslun á staðnum sé fallin niður.

Fyrirtækin tvö óskuðu því eftir lögbanni á rekstur verslunar Bónuss á staðnum. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hafnaði kröfu fyrirtækjanna og hafa fyrirtækin kært þá ákvörðun til héraðsdóms, en fyrirtaka í málinu var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×