Viðskipti innlent

FME með álagspróf á Byr áður en ríkisframlag er veitt

Fjármálaeftirlitið (FME) framkvæmir nú áslagspróf á Byr sem miðar við þær tilögur um endurskipulagningu sparisjóðsins. Fjármálaráðuneytið afgreiðir á næstunni ósk Byrs um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag.

Beðið er umsagnar FME á tillögum að fjárhagslegri endurskipulagningu, en allir erlendir kröfuhafar Byrs hafa samþykkt að fella niður verulegan hluta krafna sinna á hendur sjóðnum. Samkvæmt upplýsingum frá FME er verið að framkvæma álagspróf á sparisjóðnum miðað við þær tillögur sem liggja fyrir.

Að því loknu sendir eftirlitið fjármálaráðuneytinu umsögn sína og síðan tekur ráðuneytið ákvörðun um hvort veita eigi Byr ríkisframlag, en það er forsenda þess að sparisjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×