Fleiri fréttir

Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu

Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs.

Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll

Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði.

Rússalán myndi torvelda Íslendingum inngöngu í ESB

Litið yrði á lánið frá Rússlandi sem fjandsamlega aðgerð til að hafa áhrif á utanríkismál Íslands segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank sem telur að lánið yrði til þess að torvelda Íslendingum inngöngu í Evrópusambandið.

Eigandi Legolands kaupir SeaWorld

Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída.

Var boðið að verða bankastjóri Landsbankans og Glitnis

Ármanni Þorvaldssyni fyrrum forstjóra Singer & Friedlander var bæði boðið að vera bankastjóri Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í bók Ármanns um íslenska viðskiptalífið sem kemur út í þessari viku. Ármann segir að þetta hefði auðvitað þýtt meir peninga og meiri vegsemd fyrir sig.

Krafa þrotabús Baugs í óvissu

Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima.

VBS áfýjar málinu gegn Kevin Stanford

VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski viðskiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarða króna kröfu VBS. Fjárfestingarbankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldarábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum eða um einn milljarð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið.

Lesblindur tollvörður klúðraði kaupunum á Newcastle

Kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á breska fótboltaliðinu Newcastle United fóru út um þúfur þegar fréttir af kaupunum láku. Samningnum fylgdi loforð um þagmælsku en sagan komst á kreik þegar lesblindur tollvörður á Reykjavíkurflugvelli las Owner í stað Owen af Newcastle treyju sem Jón Ásgeir klæddist.

Sala á hlut GGE í HS Orku: Vilja forðast erlent eignarhald

Eyjólfur Árni Rafnsson stjórnarformaður Geyis Green Energy segir að fyrirtækið eigi ekki frumkvæði að því að selja hlut sinn í HS Orku heldur sé verið að tryggja að merihlutaeign orkufyrirtækja lendi ekki í höndum erlendra aðila. Fyrirtækið á nú í viðræðum við hóp um kaup á eignarhlut sínum í HS Orku, en GGE á 55% hlut í fyrirtækinu í dag.

Bréf í peningamarkaðssjóðum of hátt metin

Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Price WaterhouseCooper mátu virði þeirra bréfa sem voru í peningamarkaðssjóðum Kaupþings, Landsbanka og Glitnis mun hærra en það reyndist síðan vera. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Viðskiptaráð og SA vara við skattastefnu stjórnvalda

Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja nýjar tegundir gjalda á atvinnureksturinn og hvetja til þess að megináherslan verði lögð á uppbyggingu og sköpun starfa. Þetta kemur fram í sameiginlegri áyktun Samtaka atvinnulífsins, aðildarfélaga þess og Viðskiptaráðs Íslands.

RÚV fær ekki auknar tekjur - skorið niður um 10%

Fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins hækka ekki á næsta ári. Þess í stað verður skorið niður um 10% eða rúmlega 360 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra RÚV.

Fjórar hópuppsagnir tilkynntar í september

Vinnumálastofnun bárust 4 hópuppsagnir í septembermánuði þar sem sagt var upp 87 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, upplýsinga og útgáfustarfsemi og flutningum og er ástæðan rekstrarerfiðleikar og endurskipulagning.

VBS tapar máli gegn Kevin Stanford og Kcaj

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag athafnamanninn Kevin Stanford og fjárfestingasjóðinn Kcaj LLP af kröfu VBS fjárfestingabanka sem hljóðaði samtals upp á fimm milljónir punda og aldrei hefur verið greitt til baka.

Samorka mótmælir úrskurði umhverfisráðherra

Stjórn Samorku mótmælir harðlega úrskurði umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík.

Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora

Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions.

Ríki og sveitarfélög undirrita vegvísi að hagstjórn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings. Tilgangur hans er að tryggja samráð ríkis og sveitarfélaga á sviði opinberra fjármála.

Nær helmingur fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir að ná tæpum helmingi eigna bankans upp í kröfur. Þetta má lesa út úr efnahagsreikningi skilanefndarinnar fyrir mitt þetta ár, en hann var birtur í gær.

Forsendur efnahagsspáa brostnar á fyrsta degi

Greining Íslandsbanka bendir á að efnahagsspár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir verulegum fjárfestingum tengdum orkufrekum iðnaði á næstu árum. Viðvarandi gjaldeyrishöft, breyttar áherslur í umhverfisráðuneyti og áform um aukna skattheimtu af orkunotkun er væntanlega ekki til þess fallið að auka líkur á að framangreind forsenda standist.

Viðskipti í kauphöllinni margfaldast milli mánaða

Heildarviðskipti með hlutabréf í septembermánuði námu rúmum 13 milljörðum kr. eða rúmum 595 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í ágúst mánuði rúmir 2,2 milljarðar kr.

Actavis í viðskiptastríð við lyfjarisan Pfizer

Actavis hefur sett í gang einhverja mest áberandi viðskiptaáskorun í Vestur-Evrópu á hendur lyfjarisanum Pfizer. Viðskiptastríðinu er beint gegn best selda einkaleyfisvarða lyfi Pfizer.

Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook

Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr.

Gistinóttum í ágúst fjölgaði um tæp 8% milli ára

Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða.

Endurskipulagi á eignasafni Kaupþings í Svíþjóð lokið

Endurskipulagningu eignasafns Kaupþings í Svíþjóð að verðmæti 1,1 milljarða sænskra kr., eða tæplega 20 milljarða kr. er lokið. Um var að ræða 12 eignir og voru 11 þeirra endurfjármagnaðar í samvinnu við fyrri eigendur, P.M.S. Group í Ísrael en einn var endurfjármögnuð eftir gjaldþrotaferli.

Faxaflóahafnir: Gámaflutningar minnka um 35% í ár

Útlit er fyrir að gámaflutningar hjá Faxaflóahöfnum muni dragast saman um 35% í ár miðað við árið í fyrra. Er þessi samdráttur töluvert meiri en í flestum öðrum höfnum í Evrópu. Raunar er aðeins höfnin í Barcelóna með álíka mikinn samdrátt.

Íslenskir bankamenn fá „Nóbel“

Fyrrverandi stjórnendur íslensku bankanna og Seðlabankans fengu í gær Ig Nóbelinn í hagfræði en verðlaunin voru veitt við Harvard háskólann í Bandaríkunum.

Telur óábyrgt að breiða út vantraust

Það er afar óábyrgt af lögmanni erlendra lánastofnana að breiða það út til sinna umbjóðenda að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að takast á við flókin álitaefni tengd hruninu, segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson héraðsdómslögmaður.

Ríkið tilbúið fyrir harðan vetur

„Halli á fjárlögum er meiri en áætlað var í sumar. Því sýnist manni sem ríkissjóður sjái fram á meiri fjárþörf en áður var ráðgert,“ segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.

1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%.

Skuldabréfaveltan hrapar

Veltan á skuldabréfamarkaðinum í kauphöllinni nam 3,2 milljörðum kr. sem er aðeins brot af því sem hún hefur verið undanfarnar vikur og mánuði.

Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða

Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr.

Seðlabankinn fluttur undir nýtt ráðuneyti

Í dag, 1. október, tekur efnahags- og viðskiptaráðuneyti til starfa á grunni viðskiptaráðuneytisins, þegar lög um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands taka gildi.

Verkamannaflokkurinn slátrar hugmyndum um Íslandslán

Marianne Aasen þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi segir að Miðflokkurinn muni hvorki komast lönd né strönd með hugmynd sína um 2.000 milljarða kr. lán til Íslands. Í samtali við ABC Nyheter slær Aasen þessa hugmynd alveg út af borðinu.

Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr.

SPM fékk heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Norski Miðjuflokkurinn spilar sóló með Íslandslán

Norski Miðjuflokkurinn, Senterpartiet, virðist einn á báti í komandi ríkisstjórn Noregs hvað varðar viljan til að lána Íslandi allt að 100 milljörðum norskra kr. eða yfir 2.000 milljarða kr. Þetta kemur fram í viðtali ABC Nyheter við Per Olaf Lundteigen talsmann flokksins í fjármálum á norska Stórþinginu.

Actavis með risasendingu til Spánar

Fragtvél á vegum Actavis flaug til Barcelona á Spáni fyrir skömmu með verðmætasta farm sem félagið hefur flutt út í einni sendingu í meira en fimm ár.

SA: Íhuga að stefna ráðherra fyrir dómstóla

Samtök atvinnulífsins (SA) íhuga nú að stefna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir dómstóla vegna ákvörðunar hennar um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um suðvesturlínu.

Sjá næstu 50 fréttir