Viðskipti innlent

Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða

Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr.

Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld næsta árs verði 555,6 milljarðar samanborið við 589 milljarða í ár. Tekjurnar aftur á móti eru áformaðar 468,2 milljarðar kr. Samkvæmt því er hallinn á næsta ári 87,3 milljarðar kr

Niðurskurður á milli ára á að nema 43 milljörðum kr. Nokkur hluti aðhaldsaðgerðanna er þegar kominn fram en nýjar ráðstafnir nema rúmlega 35 milljörðum kr. Aðhaldsaðgerðir í rekstri eiga að spara 13,9 milljarða kr. og aðhaldsaðgerðir í tilfærsluframlögum eiga að nema 15 milljörðum kr.

Útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar og lífeyristrygginga lækka um 4,4 milljarða kr. Þá er fyrirhugað að lækka greiðslur vegna fæðingarorlofs um 1,5 milljarða kr. og lækka greiðslur barnabóta til hinna efnameiri um 1 milljarð kr.

Hvað skattana varðar er reiknað með að skattar á einstaklinga hækki um 36,8 milljarða kr. Fari úr 106,7 milljörðum eins og þeir voru áætlaðir fyrir árið í ár og í 143,5 milljarða á næsta ári. Hinsvegar er gert ráð fyrir að skattar á lögaðila lækki um tæpan milljarð, eða úr 14,3 milljörðum og niður í 13,5 milljarða kr.

Skattar á vörur og þjónustu eiga að hækka um tæplega 31 milljarð kr. Þar af hækkar virðisaukaskattur um tæpa 10 milljarða kr. Nýr liður er í skattahlið fjárlaga sem ber beitið Orku-, umhverfis- og auðlindagjöld en þeim er ætlað að skila inn 16 milljörðum kr. á næsta ári.

Forsendurnar fyrir frumvarpinu eru að hagvöxtur verði neikvæður um 1,9%, verðbólgan mælist 5%, kaupmáttur minnki um 11,4% og að atvinnuleysið nemi 10,6%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×