Fleiri fréttir Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. 1.10.2009 10:11 Telja boðaðar skattahækkanir í dag nema 55 milljörðum Greiningardeild Nýja Kaupþings hefur gróflega tekið saman hvað hugsanlegar skattahækkanir gætu skila miklu í ríkiskassann. Niðurstöðutalan úr þeirri samantekt nemur ríflega 55 milljörðum kr. í auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. 1.10.2009 08:56 Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið „Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“ 1.10.2009 08:37 Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan. 1.10.2009 08:22 Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. 1.10.2009 08:15 Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. 1.10.2009 06:30 Metanól á bíla að ári „Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International. 1.10.2009 06:00 Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. 1.10.2009 05:00 Stjórn Stoða riftir fjórum viðskiptasamningum Stjórn Stoða hafa í kjölfar úttektar á starfsemi fyrirtækisins á árunum 2006 til 2008 gert ráðstafanir til riftunar fjögurra viðskiptagjörninga. Um er að ræða riftun greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda í janúar 2009 sem félagið er ekki talið hafa verið skyldugt að greiða, að fram kemur í tilkynningu. Annað riftunarmál snýr að sölu Stoða á hlutabréfum í Alfesca til Teymis í júlí 2008 þar sem endurgjald er ekki talið viðunandi. 30.9.2009 18:03 Niðurstaða héraðsdóms gífurleg vonbrigði Bankarnir 25 sem kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á SPRON eru gífurlega vonsviknir yfir niðurstöðu héraðsdóms frá því í dag sem vísaði málinu frá. Kröfuhafarnir eru víðsvegar að úr heiminum, frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu. Krafan var á heundur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON og í niðurstöðum dómsins segir að kröfur bankanna 25 hafi ekki verið nægilega vel reifaðar og því var málinu vísað frá dómi. 30.9.2009 17:45 Fjármálaráðuneytið fellst á beiðni um frest Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt beiðni skilanefndar Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, um frest til 15. október nk. til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Glitnis að Íslandsbanka. 30.9.2009 16:31 Skuldabréfaveltan með mesta móti Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag var með mesta móti en hún nam tæpum 17,7 milljörðum kr. 30.9.2009 15:55 Laun sérfræðinga hækka en laun ófaglærðra lækka Meðallaun sérfræðinga hækkuðu um 3,4% frá september 2008 fram í febrúar 2009. Á sama tímabili lækkuðu meðallaun ófaglærðs starfsfólks um 4,7%, að því er fram kemur í Launagreiningu ParX sem er dótturfélag Nýherja. 30.9.2009 15:42 Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki til átta íslenskra hönnuða og verkefna á morgun, fimmtudaginn 1.október kl 17 í Vonarstræti 4b við hátíðlega athöfn. 30.9.2009 15:28 Atvinnuleysi ungs fólks er tikkandi tímasprengja Stöðva verður ört vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Norðurlöndunum. Atvinnuleysið er sem tikkandi tímasprengja. 30.9.2009 15:00 SPM sækir um heimild til nauðasamninga Tilskilinn fjöldi kröfuhafa Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) bæði að fjárhæð og fjölda hefur nú veitt meðmæli fyrir því að óskað verði heimildar til nauðasamninga á grundvelli þess frumvarps er kynnt hefur verið kröfuhöfum. 30.9.2009 14:35 Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. 30.9.2009 14:08 FÍS vill 10% launalækkun hjá ríkinu og niðurskurð útgjalda Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) telur mikilvægt að hagstjórn og ríkisfjármál taki mið af því að örva þarf fjárfestingu og koma atvinnulífi á skrið á nýjan leik. Þess vegna ber að forðast skattahækkanir. FÍS leggur þess í stað til að launakostnaður hins opinbera lækki um 10%. Með því gætu sparast um 20-25 milljarðar. Að auki verði hagrætt í rekstri fyrir um 50 milljarða króna. 30.9.2009 12:57 Vöruskiptin gætu orðið jákvæð um 85 milljarða í ár Miðað við þróunina það sem af er ári teljur greining Íslandsbanka ekki úr vegi að ætla að afgangur af vöruskiptum á yfirstandandi ári geti orðið á bilinu 80 - 85 milljarðar kr., sem jafngildir u.þ.b. 6% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. 30.9.2009 12:34 Kröfum 25 alþjóðalegra banka í SPRON málinu hafnað Kröfum 25 alþjóðlegra banka á hendur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON hefur verið hafnað. 30.9.2009 12:08 Vilja- og getuleysi ríkisstjórnar er óskiljanlegt “Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. “síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.” 30.9.2009 11:55 Gengi krónunnar styrkist um 10% á aflandsmarkaði Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda. 30.9.2009 11:48 Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. 30.9.2009 11:11 Alfesca biður um að vera tekið úr kauphallarviðskiptum Í kjölfar beiðni frá Lur Berri Iceland ehf. og samstarfsaðilum hefur stjórn Alfesca hf. í dag óskað eftir því að hlutir félagsins verði teknir úr viðskiptum af aðallista kauphallarinnar. 30.9.2009 10:39 Íslendingur formaður norræna endurskoðendasambandsins Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti. 30.9.2009 10:31 Margret formaður norrænna endurskoðenda Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti. 30.9.2009 10:27 Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. 30.9.2009 10:19 Viðskiptajöfnuðurinn 121 milljarði hagstæðari en í fyrra Fyrstu átta mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 297,6 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 76,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 120,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.9.2009 09:38 Meðalkostnaður við grunnskólanema er 1,2 milljónir Niðurstöður útreikninga Hagstofunnar eru að áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 1.239.096 krónur í september 2009. 30.9.2009 09:33 Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30.9.2009 09:18 SA: Úrskurður ráðherra stenst ekki lög „Ekkert er fjær lagi. Þvert á móti er úrskurður ráðherra ekki samkvæmt lögum og virðist vart geta haft neina þýðingu því Skipulagsstofnun hefur þegar gefið út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum suðvesturlínu." 30.9.2009 08:58 Kreppan mun verri í Danmörku en áður var talið Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. 30.9.2009 08:40 Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu. 30.9.2009 08:04 Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður. 29.9.2009 20:15 Vilja frest til að ákveða hvort kröfuhafar fái 95% hlut í bankanum Skilanefnd Glitnis hefur farið fram á tveggja vikna frest til að taka ákvörðun hvort erlendir kröfuhafar eignist 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafar vilja meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans. Allt opið ennþá segir formaður skilanefndarinnar. 29.9.2009 18:45 Rólegur dagur á markaðinum Dagurinn var með rólegra móti í kauphöllinni og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 0,1% í viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. 29.9.2009 15:41 Oxymap í samstarf við læknadeild Háskóla Íslands Háskóli Íslands og Oxymap ehf. gerðu nýverið með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnismælinga og mun Oxymap veita Háskólanum styrk vegna stöðu sérfræðings við læknadeild. 29.9.2009 15:20 Fiskiskipum á aflamarki fækkaði um 574 frá 2004 Íslenskum fiskiskipum í aflamarkskerfinu fækkaði um 574 á árunum 2004 - 2009 eða um 44,7% samkvæmt samantekt LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1283 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 en þeim hafði fækkað niður í 709 fiskveiðiárið 2008/2009. 29.9.2009 14:57 Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. 29.9.2009 14:49 Beat bjartsýnn á að gengi krónunnar styrkist Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securities í nýmarkaðsríkjum er bjartsýnn á að gengi krónunnar muni styrkjast á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Siegenthaler til viðskiptavina sinna. 29.9.2009 14:31 Keyptu af sjálfum sér fyrir sjálfa sig með kröfu á sjálfa sig Wernersbræður létu eigin kröfu á hendur Milestone, ganga upp í kaup á Lyfjum og heilsu út úr fyrirtækinu. Þetta staðfestir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. 29.9.2009 12:54 Ár er liðið frá upphafi bankahrunsins á Íslandi Í dag er ár frá því ljóst varð að Glitnir stóð á brauðfótum. Hann varð fyrstur hinna íslensku banka til að verða þjóðnýttur en fall hans markar endalok íslensku útrásarinnar og upphaf þeirra efnhagsþrenginga sem þjóðin finnur á eigin skinni. 29.9.2009 12:32 Íbúða- og bílakaup verða áfram í lágmarki Aðeins 2,8% Íslendinga telja það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kaupa hús eða íbúða á næstu 6 mánuðum. Hefur þetta hlutfall ekki áður mælst jafn lágt í núverandi kreppu. Um 7,5% telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni kaupa bíl á sama tímabili. 29.9.2009 12:13 Bresk hönnunarstofa velur Nordic eMarketing Íslenska ráðgjafafyrirtækið Nordic eMarketing í Bretlandi hefur verið ráðið til að markaðssetja bresku hönnunarstofuna Williams Murray Hamm (WMH) á Internetinu. 29.9.2009 12:04 SA og VÍ hrauna yfir skattastefnu ríkisstjórnarinnar „Samtök aðila í atvinnurekstri vara við skattastefnu stjórnvalda, enda vinnur hún gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis." 29.9.2009 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. 1.10.2009 10:11
Telja boðaðar skattahækkanir í dag nema 55 milljörðum Greiningardeild Nýja Kaupþings hefur gróflega tekið saman hvað hugsanlegar skattahækkanir gætu skila miklu í ríkiskassann. Niðurstöðutalan úr þeirri samantekt nemur ríflega 55 milljörðum kr. í auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. 1.10.2009 08:56
Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið „Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“ 1.10.2009 08:37
Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan. 1.10.2009 08:22
Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. 1.10.2009 08:15
Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. 1.10.2009 06:30
Metanól á bíla að ári „Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International. 1.10.2009 06:00
Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. 1.10.2009 05:00
Stjórn Stoða riftir fjórum viðskiptasamningum Stjórn Stoða hafa í kjölfar úttektar á starfsemi fyrirtækisins á árunum 2006 til 2008 gert ráðstafanir til riftunar fjögurra viðskiptagjörninga. Um er að ræða riftun greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda í janúar 2009 sem félagið er ekki talið hafa verið skyldugt að greiða, að fram kemur í tilkynningu. Annað riftunarmál snýr að sölu Stoða á hlutabréfum í Alfesca til Teymis í júlí 2008 þar sem endurgjald er ekki talið viðunandi. 30.9.2009 18:03
Niðurstaða héraðsdóms gífurleg vonbrigði Bankarnir 25 sem kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á SPRON eru gífurlega vonsviknir yfir niðurstöðu héraðsdóms frá því í dag sem vísaði málinu frá. Kröfuhafarnir eru víðsvegar að úr heiminum, frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu. Krafan var á heundur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON og í niðurstöðum dómsins segir að kröfur bankanna 25 hafi ekki verið nægilega vel reifaðar og því var málinu vísað frá dómi. 30.9.2009 17:45
Fjármálaráðuneytið fellst á beiðni um frest Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt beiðni skilanefndar Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, um frest til 15. október nk. til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Glitnis að Íslandsbanka. 30.9.2009 16:31
Skuldabréfaveltan með mesta móti Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag var með mesta móti en hún nam tæpum 17,7 milljörðum kr. 30.9.2009 15:55
Laun sérfræðinga hækka en laun ófaglærðra lækka Meðallaun sérfræðinga hækkuðu um 3,4% frá september 2008 fram í febrúar 2009. Á sama tímabili lækkuðu meðallaun ófaglærðs starfsfólks um 4,7%, að því er fram kemur í Launagreiningu ParX sem er dótturfélag Nýherja. 30.9.2009 15:42
Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki til átta íslenskra hönnuða og verkefna á morgun, fimmtudaginn 1.október kl 17 í Vonarstræti 4b við hátíðlega athöfn. 30.9.2009 15:28
Atvinnuleysi ungs fólks er tikkandi tímasprengja Stöðva verður ört vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Norðurlöndunum. Atvinnuleysið er sem tikkandi tímasprengja. 30.9.2009 15:00
SPM sækir um heimild til nauðasamninga Tilskilinn fjöldi kröfuhafa Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) bæði að fjárhæð og fjölda hefur nú veitt meðmæli fyrir því að óskað verði heimildar til nauðasamninga á grundvelli þess frumvarps er kynnt hefur verið kröfuhöfum. 30.9.2009 14:35
Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. 30.9.2009 14:08
FÍS vill 10% launalækkun hjá ríkinu og niðurskurð útgjalda Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) telur mikilvægt að hagstjórn og ríkisfjármál taki mið af því að örva þarf fjárfestingu og koma atvinnulífi á skrið á nýjan leik. Þess vegna ber að forðast skattahækkanir. FÍS leggur þess í stað til að launakostnaður hins opinbera lækki um 10%. Með því gætu sparast um 20-25 milljarðar. Að auki verði hagrætt í rekstri fyrir um 50 milljarða króna. 30.9.2009 12:57
Vöruskiptin gætu orðið jákvæð um 85 milljarða í ár Miðað við þróunina það sem af er ári teljur greining Íslandsbanka ekki úr vegi að ætla að afgangur af vöruskiptum á yfirstandandi ári geti orðið á bilinu 80 - 85 milljarðar kr., sem jafngildir u.þ.b. 6% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. 30.9.2009 12:34
Kröfum 25 alþjóðalegra banka í SPRON málinu hafnað Kröfum 25 alþjóðlegra banka á hendur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON hefur verið hafnað. 30.9.2009 12:08
Vilja- og getuleysi ríkisstjórnar er óskiljanlegt “Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. “síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.” 30.9.2009 11:55
Gengi krónunnar styrkist um 10% á aflandsmarkaði Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda. 30.9.2009 11:48
Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. 30.9.2009 11:11
Alfesca biður um að vera tekið úr kauphallarviðskiptum Í kjölfar beiðni frá Lur Berri Iceland ehf. og samstarfsaðilum hefur stjórn Alfesca hf. í dag óskað eftir því að hlutir félagsins verði teknir úr viðskiptum af aðallista kauphallarinnar. 30.9.2009 10:39
Íslendingur formaður norræna endurskoðendasambandsins Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti. 30.9.2009 10:31
Margret formaður norrænna endurskoðenda Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti. 30.9.2009 10:27
Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. 30.9.2009 10:19
Viðskiptajöfnuðurinn 121 milljarði hagstæðari en í fyrra Fyrstu átta mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 297,6 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 76,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 120,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.9.2009 09:38
Meðalkostnaður við grunnskólanema er 1,2 milljónir Niðurstöður útreikninga Hagstofunnar eru að áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 1.239.096 krónur í september 2009. 30.9.2009 09:33
Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30.9.2009 09:18
SA: Úrskurður ráðherra stenst ekki lög „Ekkert er fjær lagi. Þvert á móti er úrskurður ráðherra ekki samkvæmt lögum og virðist vart geta haft neina þýðingu því Skipulagsstofnun hefur þegar gefið út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum suðvesturlínu." 30.9.2009 08:58
Kreppan mun verri í Danmörku en áður var talið Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. 30.9.2009 08:40
Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu. 30.9.2009 08:04
Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður. 29.9.2009 20:15
Vilja frest til að ákveða hvort kröfuhafar fái 95% hlut í bankanum Skilanefnd Glitnis hefur farið fram á tveggja vikna frest til að taka ákvörðun hvort erlendir kröfuhafar eignist 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafar vilja meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans. Allt opið ennþá segir formaður skilanefndarinnar. 29.9.2009 18:45
Rólegur dagur á markaðinum Dagurinn var með rólegra móti í kauphöllinni og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 0,1% í viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. 29.9.2009 15:41
Oxymap í samstarf við læknadeild Háskóla Íslands Háskóli Íslands og Oxymap ehf. gerðu nýverið með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnismælinga og mun Oxymap veita Háskólanum styrk vegna stöðu sérfræðings við læknadeild. 29.9.2009 15:20
Fiskiskipum á aflamarki fækkaði um 574 frá 2004 Íslenskum fiskiskipum í aflamarkskerfinu fækkaði um 574 á árunum 2004 - 2009 eða um 44,7% samkvæmt samantekt LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1283 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 en þeim hafði fækkað niður í 709 fiskveiðiárið 2008/2009. 29.9.2009 14:57
Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. 29.9.2009 14:49
Beat bjartsýnn á að gengi krónunnar styrkist Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securities í nýmarkaðsríkjum er bjartsýnn á að gengi krónunnar muni styrkjast á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Siegenthaler til viðskiptavina sinna. 29.9.2009 14:31
Keyptu af sjálfum sér fyrir sjálfa sig með kröfu á sjálfa sig Wernersbræður létu eigin kröfu á hendur Milestone, ganga upp í kaup á Lyfjum og heilsu út úr fyrirtækinu. Þetta staðfestir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. 29.9.2009 12:54
Ár er liðið frá upphafi bankahrunsins á Íslandi Í dag er ár frá því ljóst varð að Glitnir stóð á brauðfótum. Hann varð fyrstur hinna íslensku banka til að verða þjóðnýttur en fall hans markar endalok íslensku útrásarinnar og upphaf þeirra efnhagsþrenginga sem þjóðin finnur á eigin skinni. 29.9.2009 12:32
Íbúða- og bílakaup verða áfram í lágmarki Aðeins 2,8% Íslendinga telja það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kaupa hús eða íbúða á næstu 6 mánuðum. Hefur þetta hlutfall ekki áður mælst jafn lágt í núverandi kreppu. Um 7,5% telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni kaupa bíl á sama tímabili. 29.9.2009 12:13
Bresk hönnunarstofa velur Nordic eMarketing Íslenska ráðgjafafyrirtækið Nordic eMarketing í Bretlandi hefur verið ráðið til að markaðssetja bresku hönnunarstofuna Williams Murray Hamm (WMH) á Internetinu. 29.9.2009 12:04
SA og VÍ hrauna yfir skattastefnu ríkisstjórnarinnar „Samtök aðila í atvinnurekstri vara við skattastefnu stjórnvalda, enda vinnur hún gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis." 29.9.2009 11:51