Viðskipti innlent

Endurskipulagi á eignasafni Kaupþings í Svíþjóð lokið

Endurskipulagningu eignasafns Kaupþings í Svíþjóð að verðmæti 1,1 milljarða sænskra kr., eða tæplega 20 milljarða kr. er lokið. Um var að ræða 12 eignir og voru 11 þeirra endurfjármagnaðar í samvinnu við fyrri eigendur, P.M.S. Group í Ísrael en einn var endurfjármögnuð eftir gjaldþrotaferli.

Þessar upplýsingar kom fram í uppfærði skýrslu skilanefndar Kaupþings til köfuhafa bankans. Fram kemur að tekist hafi að afla nýs hlutafjár frá eigendunum og samkomulag sé um að aðilar deili með sér hagnaði í framtíðinni.

Þá segir einnig í skýrslunni að bankinn hafi náð samkomulagi við hluthafa í fasteignasafninu Celsius í Frakklandi um að framlengja 142 milljón evra, eða 26 milljarða kr., láni til næstu 24 mánaða. Fasteignirnar sem hér um ræðir eru allir í langtímaleigu hjá fyrirtækjum á borð við Carrefour og Arriva.

„Eignasafnið nýtur góðs af öflugum leigutekjum sem standa undir vöxtum og hagnaði í lok lánstímans," segir í skýrslunni. „Bankinn telur að framlengingin sé góð niðurstaða fyrir bæði sig og kröfuhafa þar sem verðmæti eignana mun aukast í náinni framtíð."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×