Viðskipti innlent

Norðmenn ákveða olíuleit og rannsóknir við Jan Mayen

Norsk stjórnvöld hafa sett í gang vinnu við að undirbúa Jan Mayen svæðið fyrir olíuvinnslu. Fyrstu skrefin eru að kortleggja grundvöllinn fyrir vinnslunni og hefja umhverfisrannsóknir.

 

Þetta kemur fram á vefsíðunni offshore.no sem hefur eftir Olíustofnun Noregs að þar sé hafin vinna að því að undirbúa útboð á leitar- og vinnsluleyfum. Auk þess á að reikna út afleiðingarnar af olíuvinnslunni á umhverfið á Jan Mayen og í hafinu í kring.

 

Sissel Eirksen yfirmaður í Olíustofnun Noregs segir í samtali við offshore.no að núverandi gögn eru ófullnægjandi til að meta möguleikana á vinnanlegri olíu og gasi á landgrunninu kringum Jan Mayen.

 

„Við höfum jarðlagarannsóknir en þær eru of dreifðar. Auk þess hafa nokkrar grunnar holur verið boraðar en þær holur eru ekki á vænlegustu svæðunum þar sem jarðlagarannsóknirnar voru of lélegar," segir Erikson en hún var í hópi norskra ráðamanna sem heimsóttu Jan Mayen nýlega. „Við þurfum því frekari jarðlagarannsóknir og fleiri grunnar borholur."

 

Fram kemur í máli Eriksen að sökum þess hve djúpt er á hafsbotninn á líklegustu svæðunum, miklar vegalengdir til að koma olíunni á land og fjarlægð frá mörkuðum þurfi að finnast verulegt magn af olíu til þess að það borgi sig að hefja vinnslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×