Viðskipti innlent

Segir að 28% hlutur Kaupþings í Moss Bros hafi verið seldur

Hlutir í bresku verslunarkeðjunni Moss Bros hækkuðu um 40 prósent í morgun í kjölfar fregna um sölu á 28 prósenta hlut í keðjunni. Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn sé jafnstór og nam eign Kaupþings í Moss Bros og gerir að því skóna að sá hlutur hafi verið seldur í morgun.

Salan sem tilkynnt var í morgun nam 27 milljón hlutum, nær öllum í einni blokk, og var verðið töluvert yfir markaðsverðinu eða 24,95 pens á hlut. Við þetta hækkaði verð hlutabréfa í Moss Bros um 6,5 pens og fóru þau í 22 pens. Síðan hefur dregið aðeins úr hækkuninni á nú eru bréfin seld á 20 pens.

Hækkunin í morgun er stærsta einstaka hækkunin hjá Moss Bros í prósentum talið síðan árið 1988.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×