Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn fær frest til 10. desember

Seðlabanki Íslands hefur framlengt til 10. desember nk. áður gefinn frest til Sparisjóðabanka Íslands hf. til að leggja fram auknar tryggingar vegna óvarinna verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka.

Í tilkynningu um málið segir að krafan um auknar tryggingar nemur um 60 milljörðum króna. Sparisjóðabankinn leitar nú samninga við Seðlabankann og/eða ríkissjóð vegna kröfunnar auk þess sem viðræður standa einnig yfir við erlenda lánadrottna bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×