Viðskipti erlent

Philip Green keypti hlutinn í Moss Bros

Sir Philip Green keypti 28% hlutinn í Moss Bros sem seldur var í morgun. Timesonline segir að hluturinn hafi verið í eigu Baugs Group en Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn hafi verið í eigu Kaupþings.

Samkvæmt fréttinni í Timesonline er talið að Green ætli sér að bjóða í Moss Bros í heild og að fyrrgreind kaup séu fyrsta skrefið í þá átt. Jafnframt er sagt að þetta gæti einnig verið fyrsta skrefið á Green í að kaupa allar skuldir Baugs í Bretlandi.

Hlutabréf hækkuðu mikið í Moss Bros í morgun þegar fréttist af kaupunum. Jafnframt hækkuðu hlutabréf í Laura Ashley sem á 10% í Moss Bros þar sem fjárfestar telja að Green muni næst reyna að kaupa þann hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×