Viðskipti innlent

Kröfuhöfum boðið að breyta kröfum í hlutafé

Seðlabankinn hefur gefið Sparisjóðabankanum viðbótarfrest til 10. desember til að bregðast við veðkalli upp á rúma 60 milljarða. Fresturinn hefur þá verið veittur í þrígang. Þá hafa erlendir lánardrottnar einnig fallist á sama frest á kröfum sínum.

Agnar Hansson, bankastjóri Sparisjóðabankans, er bjartsýnn á framhaldið. „Nú er verið að bjóða kröfuhöfum, bæði erlendum lánardrottnum og opinberum aðilum, að koma að borðinu með þá það fyrir augum að skuldbreyta hluta af kröfum yfir í hlutafé í bankanum þannig að hann geti þá orðið vonandi áfram að hluta til í eigu sparisjóða, hluta til í opinberri eigu og hluta til í eigu erlendra banka," segir Agnar.

Hann segist hafa verið bjartsýnn í gegnum þetta ferli bankans og „ég sé enga ástæðu til að hverfa frá því eins og staðan er akkúrat núna."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×