Viðskipti innlent

Þjóðargjaldþrot ef Ísland er neytt til samninga um Icesave

Dr. Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics segir að ef Ísland verður neytt til samninga um Icesave-reikningana á forsendum Breta og Hollendinga þýði það einfaldlega þjóðargjaldþrot Íslands.

Þetta kemur fram í grein sem Jón skrifar í blaðið The Financial Times. Þar kemur fram að kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave nemi hærri upphæð en landsframleiðslu Íslands og því sé erfitt að sjá hvernig Íslendingar geti greitt kröfurnar.

Jón segir að eins og staðan líti út í dag sé alþjóðlega aðstoð við Ísland háð því að samið verði um Icesave á forsendum Breta og Hollendinga. "Því miður myndi samkomulag á þeim forsendum líklega leiða til þjóðargjaldþrots," segir Jón.

Lögfræðileg atriði spila inn í samkomulag um Icesave en Jón segir að fyrir utan lögfræðileg atriði sé geta íslenskra stjórnvalda til að mæta kröfunum mjög takmörkuð. Skaðinn sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir er umfangsmikill. Reiknað er með að hagvöxtur verði neikvæður um 15% og að gengi krónunnar lækki verulega.

Því muni kröfurnar nema meir en 100% af landsframleiðslu. Til samanburðar nefnir Jón að kröfurnar sem Þjóðverjar voru neyddir til að samþykkja eftir fyrri heimsstryjöldina námu 85% af landsframleiðslu þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×