Viðskipti innlent

Gengisvísitalan komin í 236 stig, dollarinn kostar 140 kr.

Gengisvístalan er komin í 236 stig og kostar dollarinn því 140 krónur. Vísitalan hefur verið að fikra sig upp á við á síðustu dögum og vikum þrátt fyrir að daglegt útboð Seðlabankans á gjaldeyri eigi að halda henni í skefjum.

Pundið kostar nú 215 kr., danska krónan er í 23,50 kr. og evran er komin í 175 kr.. Gengið á evrunni hér heima nálagst því skráninguna á henni hjá Seðlabanka Evrópu en þar er evran skráð á 205 kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×