Óttast holskeflu fyrirtækja á vanskilaskrá 13. nóvember 2008 05:00 Finnur Oddsson, sem er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hvetur stjórnvöld til að bæta upplýsingagjöf sína. Fréttablaðið/GVA „Mestar áhyggjur höfum við nú af hastarlegri holskeflu vandræða sem fyrirséð er hjá fyrirtækjum landsins,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Að óbreyttu segir hann fyrirséð að um og yfir þúsund íslensk félög bætist á vanskilaskrá. „Staðan sem upp er komin er verulega vond og fyrirtæki lenda æ fleiri í vanskilum,“ segir hann, en þar vega þungt auknar álögur á innflutningsfyrirtæki og önnur sem þurft hafa svokallaðar greiðslufreststryggingar. Fyrirtæki sem þær annast hafa fellt niður tryggingar vegna örðugleika í gjaldeyrismiðlun hér og þar með hafa fyrirtæki misst greiðslufrest og bæði þurft að borga hann upp og staðgreiða nýjar pantanir. „Þetta setur gríðarlegt álag á lausafjárstöðuna hjá þessum fyritækjum,“ segir Finnur. Komist greiðslumiðlun í lag, áréttar Finnur að fyrirtæki landsins þurfi einnig að standa betur að upplýsingagjöf, svo sem skilum ársreikninga. „Greiðslutryggingafyrirtækin koma ekki inn aftur án þess að fyrir liggi upplýsingar um efnahagsreikning fyrirtækja og greiðslugetu.“ Þá segir Finnur áhyggjuefni að um miðjan þennan mánuð sé skiladagur á innskatti fyrirtækja. „Þar gætu komið upp vandamál vegna þess að fyrirtækin eru mörg hver búin að éta upp allt laust fé. Þarna þarf hið opinbera að sýna forsjálni og aðstoða við að lina það högg sem komið hefur á atvinnulífið, jafnvel með því að deila niður greiðslum og sjá til þess að ekki komi strax full viðurlög, svo sem fullir dráttarvextir.“ Finnur segist vita til þess að þessi mál séu þegar í einhverri skoðun í fjármálaráðuneytinu. „En jafnljóst er að hér mun ekkert leysast fyrr en gjaldeyrismálin eru komin í lag, þá léttir ákveðinni óvissu,“ segir Finnur og hvetur til þess að stjórnvöld stórbæti upplýsingagjöf sína. „Segja má að þögnin vegna mála sem tengd eru Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi verið ærandi og upplýsingaþurrð ríkjandi. Sama gildir um Icesave-deiluna,“ segir hann og telur að athugandi væri fyrir stjórnvöld að halda „spilunum ekki alveg svona nærri sér“ í þessum málum. „Ég held það myndi hjálpa ef fólk fengi betur áttað sig á hverju steytir, svo sem í Icesave-deilunni, því það er líka ljóst að það er ekki valkostur að enda þessa vegferð í mikilli ósátt við alþjóðasamfélagið,“ segir Finnur. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Mestar áhyggjur höfum við nú af hastarlegri holskeflu vandræða sem fyrirséð er hjá fyrirtækjum landsins,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Að óbreyttu segir hann fyrirséð að um og yfir þúsund íslensk félög bætist á vanskilaskrá. „Staðan sem upp er komin er verulega vond og fyrirtæki lenda æ fleiri í vanskilum,“ segir hann, en þar vega þungt auknar álögur á innflutningsfyrirtæki og önnur sem þurft hafa svokallaðar greiðslufreststryggingar. Fyrirtæki sem þær annast hafa fellt niður tryggingar vegna örðugleika í gjaldeyrismiðlun hér og þar með hafa fyrirtæki misst greiðslufrest og bæði þurft að borga hann upp og staðgreiða nýjar pantanir. „Þetta setur gríðarlegt álag á lausafjárstöðuna hjá þessum fyritækjum,“ segir Finnur. Komist greiðslumiðlun í lag, áréttar Finnur að fyrirtæki landsins þurfi einnig að standa betur að upplýsingagjöf, svo sem skilum ársreikninga. „Greiðslutryggingafyrirtækin koma ekki inn aftur án þess að fyrir liggi upplýsingar um efnahagsreikning fyrirtækja og greiðslugetu.“ Þá segir Finnur áhyggjuefni að um miðjan þennan mánuð sé skiladagur á innskatti fyrirtækja. „Þar gætu komið upp vandamál vegna þess að fyrirtækin eru mörg hver búin að éta upp allt laust fé. Þarna þarf hið opinbera að sýna forsjálni og aðstoða við að lina það högg sem komið hefur á atvinnulífið, jafnvel með því að deila niður greiðslum og sjá til þess að ekki komi strax full viðurlög, svo sem fullir dráttarvextir.“ Finnur segist vita til þess að þessi mál séu þegar í einhverri skoðun í fjármálaráðuneytinu. „En jafnljóst er að hér mun ekkert leysast fyrr en gjaldeyrismálin eru komin í lag, þá léttir ákveðinni óvissu,“ segir Finnur og hvetur til þess að stjórnvöld stórbæti upplýsingagjöf sína. „Segja má að þögnin vegna mála sem tengd eru Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi verið ærandi og upplýsingaþurrð ríkjandi. Sama gildir um Icesave-deiluna,“ segir hann og telur að athugandi væri fyrir stjórnvöld að halda „spilunum ekki alveg svona nærri sér“ í þessum málum. „Ég held það myndi hjálpa ef fólk fengi betur áttað sig á hverju steytir, svo sem í Icesave-deilunni, því það er líka ljóst að það er ekki valkostur að enda þessa vegferð í mikilli ósátt við alþjóðasamfélagið,“ segir Finnur.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira