Viðskipti innlent

SPRON greiðir 85,5 prósent til sjóðsfélaga

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Útgreiðsluhlutfall til sjóðasfélaga úr Peningamarkaðssjóði SPRON er 85,52 prósent.

Í tilkynningu sem SPRON sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að greitt verði út 17. þessa mánaðar og þá í hlutfalli við eign sjóðsfélaga 3. október síðastliðinn.

„Útborgun úr sjóðnum verður lögð inn á innlánsreikning sem stofnaður hefur verið á nafni sjóðsfélaga,“ segir í tilkynningu SPRON.

Bankinn segist harma eignarýrnun sjóðsfélaga og óþægindi sem þeira hafi orðið fyrir um leið og sjóðsfélögum er þökkuð þolinmæðin sem þeir hafi sýnt starfsfólki SPRON undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×