Fleiri fréttir Fleiri leiðir kunna að vera til „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir. 12.11.2008 00:01 Fjalla um fallið áður en yfir fennir „Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bankanna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni. 12.11.2008 00:01 Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. 12.11.2008 00:01 Í daglegri skoðun Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær. 12.11.2008 00:01 Afleit staða Giftar Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum. Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum. 12.11.2008 00:01 Einfaldur meirihluti dugir Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld. 12.11.2008 00:01 Fær 1,9 milljónir kr. á mánuði fyrir stjórnarsetu Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Alfesca mun fá ágæt laun fyrir setu sína sem stjórnarformaður næsta árið eða sem nemur 1,9 milljón kr. á mánuði. Er þá miðað við opinbert gengi Seðlabankans á evrunni. 11.11.2008 16:48 Sumitomo Mitsui í mál við bæði Kaupþing og Glitni Sumitomo Mitsui, þriðji stærsti banki Japans, hefur höfðað mál gegn bæði Kaupþingi og Glitni fyrir dómstól í London. Málshöfðunin er vegna lánaveitinga sem Sumitomo stóð að til Kaupþings og Glitnis ásamt öðrum bönkum í Japan, Ástralíu og á Nýja Sjálandi. 11.11.2008 16:27 LSR tapar 30 milljörðum kr. beint vegna fjármálakreppunnar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni fremur en aðrir lífeyrissjóðir landsins. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri telur að beint tap LSR vegna hruns bankanna sé rúmlega 30 milljarðar kr. eða um 10% af eignum sjóðsins. 11.11.2008 17:04 Össur einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi bréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össur hækkaði um 0,91 prósent í dag. Þetta er eina hækkunin dagsins. 11.11.2008 16:42 SPRON borgar út úr Peningamarkaðssjóði SPRON hefur lokið við yfirferð og útreikninga á eignum Peningamarkaðssjóðsins. Útgreiðsluhlutfall sjóðsins er 85,52% og miðast við lokagengi þann þriðja október að því er segir í tilkynningu frá sparisjóðnum. Um heildargreiðslu er að ræða og verður greitt úr sjóðnum þann 17. nóvember 2008. 11.11.2008 16:39 Iceland Express semur við stúdenta Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Iceland Express og Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, um að Stúdentafélagið fái hér eftir hluta af þeim tekjum, sem verða til vegna sölu á farmiðum til námsmanna við skólann. 11.11.2008 15:52 Tölvupóstur um Icesave-útborgun endar sem ruslpóstur Síur fyrir ruslpóst (spam) á netinu valda því að tölvupóstar frá breskum fjármálayfirvöldum um útborganir á Icesave-reikningum í Bretlandi berast ekki til viðtakenda. 11.11.2008 15:32 Vodafone á Íslandi hlýtur alþjóðleg verðlaun Íslenska símafyrirtækið Vodafone er meðal tólf evrópskra fyrirtækja sem hljóta verðlaun á Convergence-ráðstefnu Microsoft sem haldin verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. 11.11.2008 15:27 Heimsmarkaðsverð á olíu fellur í 60 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu á mörkuðum í Bandaríkjunum fór niður í 60 dollara á tunnuna í dag. Ástæðan er að vonir manna hafa dvínað um að risavaxin innspýting Kínverja í efnahagslíf sitt muni draga úr kreppunni. 11.11.2008 14:20 Danske Bank nefndur sem kaupandi að Carnegie Danske Bank hefur verið nefndur sem hugsanlegur kaupandi Carnegie fjárfestingabankans. Sænska ríkið vill losa sig við Carnegie hið fyrsta en bankinn var þjóðnýttur í gær, mánudag. 11.11.2008 14:06 Segja að salan á Sterling sé að komast í höfn Skiptastjórar þrotabús Sterling flugfélagsins segja að salan á félaginu sé að komast í höfn. Samhliða kemur fram að um 400 af 1.100 starfsmönnum Sterling muni líklega halda vinnu sinni. 11.11.2008 13:53 Skortur á fiskkörum ógnar útgerð dagróðrabáta Á Bolungarvík hafa menn nú af því miklar áhyggjur að verða uppiskroppa með fiskikör. Raunar er ástandið svo alvarlegt að menn óttast að komast ekki á sjó á morgun. 11.11.2008 12:24 Lífeyrissjóðirnir standa sterkt þrátt fyrir áföll að undanförnu Þrátt fyrir að tap flestra lífeyrissjóðanna af verðbréfum banka og fjárfestingarfélaga verði verulegt mun íslenska kerfið væntanlega enn verða eitt þeirra öflugustu á heimsvísu. 11.11.2008 11:57 Porsche-stjórinn með 12 milljarða kr. í árslaun Wendelin Wiedeking forstjóri Porsche bílaverksmiðjanna mun þéna árslaun upp á 12 milljarða kr. í ár. Þessi laun koma í kjölfar velheppnaðrar hlutafjáraukingar Porsche í VW sem setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn. 11.11.2008 11:13 Ísland verður aðili að kolefnismarkaði ESB Íslandi verður aðili að kolefnismarkaði Evrópusambandsins í "náinni framtíð" að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni. Þetta hefur Bloomberg eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. 11.11.2008 10:41 Bakkavör lækkar um tæpt prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 11.11.2008 10:27 Tap Milestone á falli Carnegie rúmlega 2 milljarðar kr. Móðurfélagið á bakvið Carnegie bankann verður leyst upp í framhaldi af því að sænska ríkið hefur yfirtekið bankann. Líklegt tap Milestone á falli Carnegie er rúmlega 2 milljarðar kr. þar sem hlutabréfin í bankanum eru nú talin verðlaus. 11.11.2008 10:20 Vændiskonur í Frankfurt fitna í kreppunni Þótt fjármálakreppan hafi leikið Frankfurt, helstu fjármálamiðstöð Þýskalands, grátt er mikil uppsveifla þar í gangi meðal vændiskvenna borgarinnar. Þær hafa aldrei haft meir að gera en þessa dagana við að "hugga" stressaða verðbréfamiðlara. 11.11.2008 09:45 Risavaxinn afgangur á vöruskiptum Kínverja Risavaxinn afgangur er á vöruskiptum Kínverja og það veldur áhyggjum um að kínverska efnahagsvélin sé að hægja verulega á sér. 11.11.2008 09:36 Evrópskir markaðir opna í mínus Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna mest lækka hlutabréf á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 3,2% á fyrsta klukkutímanum. 11.11.2008 09:25 Norðurlönd skortir upplýsingar fyrir láni sínu til Íslands Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins segir að Norðurlöndin skorti upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum fyrir láni sínu til Íslands. Fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir mun lánið ekki verða afgreitt. 11.11.2008 08:53 Lækkun í Asíu - ótíðindi á Wall Street Hlutabréf á Asíumörkuðum tóku snarpa dýfu við opnun markaða í morgun en náðu að rétta sig nokkuð af yfir daginn. 11.11.2008 07:21 Breskir ellilífeyrisþegar gætu misst fasteignir vegna Landsbankans Hátt í sex hundruð breskir ellilífeyrisþegar eiga á hættu að missa fasteignir sínar á Spáni í hendur þrotabús Landsbankans í Luxemborg. 11.11.2008 07:13 Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. 10.11.2008 21:20 Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent. 10.11.2008 17:54 Segja yfirtöku á Carnegie ekki hafa áhrif á sjóði bankans VBS fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að yfirtaka sænskra stjórnvalda á Carnegie-fjárfestingarbankanum í dag hafi hvorki áhrif á dagleg viðskipti með hlutdeildarskírteini Carnegie sjóðanna né verðmæti þeirra. 10.11.2008 16:56 McDonalds þrífst vel í kreppunni Hamborgarastaðir McDonalds um allan heim þrífast vel í kreppunni. Samkvæmt upplýsingum frá McDonalds Corp. jókst salan hjá þeim um 8,2% á heimsvísu. 10.11.2008 15:43 Sænski seðlabankinn hafnaði beiðni SÍ um gjaldmiðlaskipti Sænski seðlabankinn hafnaði nýlega beiðni Seðlabanka Íslands (SÍ) um að draga á gjaldmiðlaskiptalínu þá sem norrænu seðlabankarnir samþykktu í vor. SÍ hefur þegar dregið 200 milljónir evra frá norska seðlabankanum og sömu upphæð hjá danska seðlabankanum. 10.11.2008 15:03 Soffía Lárusdóttir segir sig úr varastjórn Teymis Stjórn Teymis hf. hefur borist tilkynning frá Soffíu Lárusdóttur, varamanni í stjórn félagsins, þess efnis að hún segi sig úr varastjórn félagsins. 10.11.2008 14:36 Carnegie missir bankaleyfið Fjármálaeftirlit Svíþjóðar hefur ákveðið að afturkalla bankaleyfi Carnegie fjárfestingarbankans. Þetta var kynnt á blaðamannafundi fyrir stundu. Sem kunnugt er af fréttum á Milestone, félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, 10 prósent í Carnegie í gegnum Moderna Finance. 10.11.2008 14:12 Um 4.000 fá endurgreidda farmiða hjá Sterling Um 4.000 manns, þarf af um 1.000 Danir, munu fá endurgreidda farmiða sína hjá Sterling flugfélaginu. Fólk þetta hafði greitt farmiða sína með alþjóðlegum greiðslukortum áður en Sterling varð gjaldþrota. 10.11.2008 13:43 Búðaþjófnaður eykst í Bretlandi - mest stolið af lærum hjá Iceland Búðaþjónfaður hefur færst mjög í aukanna í Bretlandi á undanförnum mánuðum. Tilvikum hefur fjölgað um þriðjung það sem af er árinu. Vinsælast er að stela lambalærum í verslunarkeðjunni Iceland sem er að hluta til í eigu Baugs. 10.11.2008 13:30 Lífeyrissjóðirnir tapa tugum milljarða króna á bankabréfum Allt útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni tapa tugum milljarða króna á eign sinni í skuldabréfum banka og sparisjóða hér á landi. Áður en bankakerfið hrundi lágu lífeyrissjóðirnir með 80-90 milljarða króna í þessum skuldabréfum í eignasöfnum sínum. 10.11.2008 13:00 Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum stóreykst Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur stóraukist undanfarna mánuði samkvæmt gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. 10.11.2008 11:57 Samþykktu að selja allt stofnfé SPM til Nýja Kaupþings Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudaginn var að taka tilboði frá Nýja Kaupþingi í allt stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings. 10.11.2008 11:02 Ísland er ekki á dagkrá IMF þessa vikuna Samkvæmt heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er Ísland ekki á dagkrá þar á bæ þessa vikuna. Hins vegar mun stjórn IMF ræða málefni Al Salvador, Líbanons, Seychelles-eyja og Armeníu í vikunni. 10.11.2008 10:39 Viðskiptablaðið segir öllum upp og óskar eftir greiðslustöðvun Vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika hafa eigendur Viðskiptablaðsins afráðið að draga saman útgáfu blaðsins og einskorða hana hér eftir við eitt tölublað í viku. Jafnframt hefur útgáfufélag blaðsins, Framtíðarsýn hf. óskað eftir greiðslustöðvun og öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp. 10.11.2008 10:23 Össur hækkar einn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum. 10.11.2008 10:19 Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim. 10.11.2008 09:46 Sjá næstu 50 fréttir
Fleiri leiðir kunna að vera til „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir. 12.11.2008 00:01
Fjalla um fallið áður en yfir fennir „Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bankanna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni. 12.11.2008 00:01
Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. 12.11.2008 00:01
Í daglegri skoðun Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær. 12.11.2008 00:01
Afleit staða Giftar Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum. Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum. 12.11.2008 00:01
Einfaldur meirihluti dugir Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld. 12.11.2008 00:01
Fær 1,9 milljónir kr. á mánuði fyrir stjórnarsetu Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Alfesca mun fá ágæt laun fyrir setu sína sem stjórnarformaður næsta árið eða sem nemur 1,9 milljón kr. á mánuði. Er þá miðað við opinbert gengi Seðlabankans á evrunni. 11.11.2008 16:48
Sumitomo Mitsui í mál við bæði Kaupþing og Glitni Sumitomo Mitsui, þriðji stærsti banki Japans, hefur höfðað mál gegn bæði Kaupþingi og Glitni fyrir dómstól í London. Málshöfðunin er vegna lánaveitinga sem Sumitomo stóð að til Kaupþings og Glitnis ásamt öðrum bönkum í Japan, Ástralíu og á Nýja Sjálandi. 11.11.2008 16:27
LSR tapar 30 milljörðum kr. beint vegna fjármálakreppunnar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni fremur en aðrir lífeyrissjóðir landsins. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri telur að beint tap LSR vegna hruns bankanna sé rúmlega 30 milljarðar kr. eða um 10% af eignum sjóðsins. 11.11.2008 17:04
Össur einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi bréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össur hækkaði um 0,91 prósent í dag. Þetta er eina hækkunin dagsins. 11.11.2008 16:42
SPRON borgar út úr Peningamarkaðssjóði SPRON hefur lokið við yfirferð og útreikninga á eignum Peningamarkaðssjóðsins. Útgreiðsluhlutfall sjóðsins er 85,52% og miðast við lokagengi þann þriðja október að því er segir í tilkynningu frá sparisjóðnum. Um heildargreiðslu er að ræða og verður greitt úr sjóðnum þann 17. nóvember 2008. 11.11.2008 16:39
Iceland Express semur við stúdenta Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Iceland Express og Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, um að Stúdentafélagið fái hér eftir hluta af þeim tekjum, sem verða til vegna sölu á farmiðum til námsmanna við skólann. 11.11.2008 15:52
Tölvupóstur um Icesave-útborgun endar sem ruslpóstur Síur fyrir ruslpóst (spam) á netinu valda því að tölvupóstar frá breskum fjármálayfirvöldum um útborganir á Icesave-reikningum í Bretlandi berast ekki til viðtakenda. 11.11.2008 15:32
Vodafone á Íslandi hlýtur alþjóðleg verðlaun Íslenska símafyrirtækið Vodafone er meðal tólf evrópskra fyrirtækja sem hljóta verðlaun á Convergence-ráðstefnu Microsoft sem haldin verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. 11.11.2008 15:27
Heimsmarkaðsverð á olíu fellur í 60 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu á mörkuðum í Bandaríkjunum fór niður í 60 dollara á tunnuna í dag. Ástæðan er að vonir manna hafa dvínað um að risavaxin innspýting Kínverja í efnahagslíf sitt muni draga úr kreppunni. 11.11.2008 14:20
Danske Bank nefndur sem kaupandi að Carnegie Danske Bank hefur verið nefndur sem hugsanlegur kaupandi Carnegie fjárfestingabankans. Sænska ríkið vill losa sig við Carnegie hið fyrsta en bankinn var þjóðnýttur í gær, mánudag. 11.11.2008 14:06
Segja að salan á Sterling sé að komast í höfn Skiptastjórar þrotabús Sterling flugfélagsins segja að salan á félaginu sé að komast í höfn. Samhliða kemur fram að um 400 af 1.100 starfsmönnum Sterling muni líklega halda vinnu sinni. 11.11.2008 13:53
Skortur á fiskkörum ógnar útgerð dagróðrabáta Á Bolungarvík hafa menn nú af því miklar áhyggjur að verða uppiskroppa með fiskikör. Raunar er ástandið svo alvarlegt að menn óttast að komast ekki á sjó á morgun. 11.11.2008 12:24
Lífeyrissjóðirnir standa sterkt þrátt fyrir áföll að undanförnu Þrátt fyrir að tap flestra lífeyrissjóðanna af verðbréfum banka og fjárfestingarfélaga verði verulegt mun íslenska kerfið væntanlega enn verða eitt þeirra öflugustu á heimsvísu. 11.11.2008 11:57
Porsche-stjórinn með 12 milljarða kr. í árslaun Wendelin Wiedeking forstjóri Porsche bílaverksmiðjanna mun þéna árslaun upp á 12 milljarða kr. í ár. Þessi laun koma í kjölfar velheppnaðrar hlutafjáraukingar Porsche í VW sem setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn. 11.11.2008 11:13
Ísland verður aðili að kolefnismarkaði ESB Íslandi verður aðili að kolefnismarkaði Evrópusambandsins í "náinni framtíð" að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni. Þetta hefur Bloomberg eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. 11.11.2008 10:41
Bakkavör lækkar um tæpt prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 11.11.2008 10:27
Tap Milestone á falli Carnegie rúmlega 2 milljarðar kr. Móðurfélagið á bakvið Carnegie bankann verður leyst upp í framhaldi af því að sænska ríkið hefur yfirtekið bankann. Líklegt tap Milestone á falli Carnegie er rúmlega 2 milljarðar kr. þar sem hlutabréfin í bankanum eru nú talin verðlaus. 11.11.2008 10:20
Vændiskonur í Frankfurt fitna í kreppunni Þótt fjármálakreppan hafi leikið Frankfurt, helstu fjármálamiðstöð Þýskalands, grátt er mikil uppsveifla þar í gangi meðal vændiskvenna borgarinnar. Þær hafa aldrei haft meir að gera en þessa dagana við að "hugga" stressaða verðbréfamiðlara. 11.11.2008 09:45
Risavaxinn afgangur á vöruskiptum Kínverja Risavaxinn afgangur er á vöruskiptum Kínverja og það veldur áhyggjum um að kínverska efnahagsvélin sé að hægja verulega á sér. 11.11.2008 09:36
Evrópskir markaðir opna í mínus Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna mest lækka hlutabréf á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 3,2% á fyrsta klukkutímanum. 11.11.2008 09:25
Norðurlönd skortir upplýsingar fyrir láni sínu til Íslands Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins segir að Norðurlöndin skorti upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum fyrir láni sínu til Íslands. Fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir mun lánið ekki verða afgreitt. 11.11.2008 08:53
Lækkun í Asíu - ótíðindi á Wall Street Hlutabréf á Asíumörkuðum tóku snarpa dýfu við opnun markaða í morgun en náðu að rétta sig nokkuð af yfir daginn. 11.11.2008 07:21
Breskir ellilífeyrisþegar gætu misst fasteignir vegna Landsbankans Hátt í sex hundruð breskir ellilífeyrisþegar eiga á hættu að missa fasteignir sínar á Spáni í hendur þrotabús Landsbankans í Luxemborg. 11.11.2008 07:13
Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. 10.11.2008 21:20
Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent. 10.11.2008 17:54
Segja yfirtöku á Carnegie ekki hafa áhrif á sjóði bankans VBS fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að yfirtaka sænskra stjórnvalda á Carnegie-fjárfestingarbankanum í dag hafi hvorki áhrif á dagleg viðskipti með hlutdeildarskírteini Carnegie sjóðanna né verðmæti þeirra. 10.11.2008 16:56
McDonalds þrífst vel í kreppunni Hamborgarastaðir McDonalds um allan heim þrífast vel í kreppunni. Samkvæmt upplýsingum frá McDonalds Corp. jókst salan hjá þeim um 8,2% á heimsvísu. 10.11.2008 15:43
Sænski seðlabankinn hafnaði beiðni SÍ um gjaldmiðlaskipti Sænski seðlabankinn hafnaði nýlega beiðni Seðlabanka Íslands (SÍ) um að draga á gjaldmiðlaskiptalínu þá sem norrænu seðlabankarnir samþykktu í vor. SÍ hefur þegar dregið 200 milljónir evra frá norska seðlabankanum og sömu upphæð hjá danska seðlabankanum. 10.11.2008 15:03
Soffía Lárusdóttir segir sig úr varastjórn Teymis Stjórn Teymis hf. hefur borist tilkynning frá Soffíu Lárusdóttur, varamanni í stjórn félagsins, þess efnis að hún segi sig úr varastjórn félagsins. 10.11.2008 14:36
Carnegie missir bankaleyfið Fjármálaeftirlit Svíþjóðar hefur ákveðið að afturkalla bankaleyfi Carnegie fjárfestingarbankans. Þetta var kynnt á blaðamannafundi fyrir stundu. Sem kunnugt er af fréttum á Milestone, félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, 10 prósent í Carnegie í gegnum Moderna Finance. 10.11.2008 14:12
Um 4.000 fá endurgreidda farmiða hjá Sterling Um 4.000 manns, þarf af um 1.000 Danir, munu fá endurgreidda farmiða sína hjá Sterling flugfélaginu. Fólk þetta hafði greitt farmiða sína með alþjóðlegum greiðslukortum áður en Sterling varð gjaldþrota. 10.11.2008 13:43
Búðaþjófnaður eykst í Bretlandi - mest stolið af lærum hjá Iceland Búðaþjónfaður hefur færst mjög í aukanna í Bretlandi á undanförnum mánuðum. Tilvikum hefur fjölgað um þriðjung það sem af er árinu. Vinsælast er að stela lambalærum í verslunarkeðjunni Iceland sem er að hluta til í eigu Baugs. 10.11.2008 13:30
Lífeyrissjóðirnir tapa tugum milljarða króna á bankabréfum Allt útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni tapa tugum milljarða króna á eign sinni í skuldabréfum banka og sparisjóða hér á landi. Áður en bankakerfið hrundi lágu lífeyrissjóðirnir með 80-90 milljarða króna í þessum skuldabréfum í eignasöfnum sínum. 10.11.2008 13:00
Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum stóreykst Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur stóraukist undanfarna mánuði samkvæmt gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. 10.11.2008 11:57
Samþykktu að selja allt stofnfé SPM til Nýja Kaupþings Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudaginn var að taka tilboði frá Nýja Kaupþingi í allt stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings. 10.11.2008 11:02
Ísland er ekki á dagkrá IMF þessa vikuna Samkvæmt heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er Ísland ekki á dagkrá þar á bæ þessa vikuna. Hins vegar mun stjórn IMF ræða málefni Al Salvador, Líbanons, Seychelles-eyja og Armeníu í vikunni. 10.11.2008 10:39
Viðskiptablaðið segir öllum upp og óskar eftir greiðslustöðvun Vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika hafa eigendur Viðskiptablaðsins afráðið að draga saman útgáfu blaðsins og einskorða hana hér eftir við eitt tölublað í viku. Jafnframt hefur útgáfufélag blaðsins, Framtíðarsýn hf. óskað eftir greiðslustöðvun og öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp. 10.11.2008 10:23
Össur hækkar einn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum. 10.11.2008 10:19
Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim. 10.11.2008 09:46