Fleiri fréttir Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. 4.1.2008 09:22 Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember. 3.1.2008 20:25 Stefanía til liðs við Keili Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarliðssvæðinu. 3.1.2008 17:01 Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. 3.1.2008 16:32 Alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á Capinordic Forstöðumaður upplýsingasviðs fasteignafélagsins Landic Property segir það alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á fjárfestingu í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Þvert á móti hafi félagið hagnast verulega á bréfunum í félaginu. 3.1.2008 14:43 Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins. 3.1.2008 14:02 Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. 3.1.2008 12:17 Lykilstarfsmenn Glitnis högnuðust um 270 milljónir á kaupréttindum Lykilstarfsmenn hjá Glitni hafa hagnast um rúmlega 270 milljónir kr. í gegnum kaupréttarsamninga sína við bankann á síðustu tveimur mánuðum ársins í fyrra. 3.1.2008 11:07 Sjór í heitum pottum í nýrri stöð Hreyfingar Sjó verður veitt í heita potta í heilsulind Hreyfingar og Bláa lónsins í Glæsibæ samkvæmt samkomulagi sem Hreyfing og Orkuveitan hafa gert. 3.1.2008 10:43 ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf. 3.1.2008 10:26 Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. 3.1.2008 10:22 OMX opnar markað með réttindi tengd hlutabréfum OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) opnar í dag 3. janúar, nýjan undirmarkað fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum. Með þessari nýju þjónustu verður mögulegt að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi. 3.1.2008 09:20 Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. 3.1.2008 09:02 Commerzbank rekur tvo stjórnendur sína í Bandaríkjunum Þýski bankinn Commerzbank hefur rekið tvo af forstjórum sínum í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna mikils taps bankans á fasteignamarkaðinum vestanhafs í kjölfar undirmálslánakrísunnar. 3.1.2008 08:31 Langtímaskuldir Straums nema 65,4 milljörðum Langtímaskuldir Straums sem gjaldfalla á árinu 2008 nema 65,4 milljörðum króna, eða 717 milljónum evra. 2.1.2008 19:54 Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. 2.1.2008 17:20 Icelandic USA selur verksmiðjuhúsnæði í Cambridge Icelandic USA, félag sem er í eigu Icelandic Group, hefur selt verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum. 2.1.2008 16:43 Bjarni Ármansson stjórnarformaður REI enn um sinn Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. 2.1.2008 15:44 Ekki ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ekki sé ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa nú eftir áramótin. Í þessum mánuði koma krónubréf að upphæð um 200 milljarða króna á gjalddaga. Um er að ræða stærsta gjalddaga þeirra frá upphafi. 2.1.2008 11:10 Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. 2.1.2008 10:56 Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum. 2.1.2008 10:22 Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. 2.1.2008 10:16 Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Borsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic properties, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Borsen segir að salan á síðustu hlutunum í Capinordic kostaði Landic um milljarð íslenskra króna. 1.1.2008 16:54 Smásalar í Bretlandi verða í vandræðum á árinu Ritstjóri viðskiptahluta breska dagblaðsins the Daily Telegraph sér fram á erfiða tíma fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði á Bretlandseyjum, en þar er Baugur Group á meðal þeirra fyrirferðamestu. Í blaðinu í gær fer Damian Reece yfir það sem hann telur að muni valda mestum titringi í viðskiptaheiminum á komandi ári. Efst á blaði eru vandræði húsnæðislánabankans Northern Rock sem hann segir að muni halda áfram langt fram á nýja árið. En næst nefnir hann smásöluna á Bretlandseyjum og að í þeim geira verði fyrstu þrír mánuðir ársins mönnum afar erfiðir. 1.1.2008 11:30 Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007. 31.12.2007 11:22 Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta. 31.12.2007 12:12 Finnur hættir hjá Icebank Samkomulag hefur orðið um að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Stjórn Icebank hefur ráðið Agnar Hansson sem nýjan bankastjóra. 31.12.2007 09:46 Byr býður fólki að kanna fjárhagslega heilsu Sparisjóðurinn Byr breytist í „fjárhagslega heilsuræktarstöð" á nýársnótt og setur um leið í loftið rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sinni og býður þannig öllum landsmönnum aðstoð við að finna út sína fjárhagslega heilsu og þol. 29.12.2007 15:14 Innhverjaviðskipti hjá FL Group Ný kaupréttaráætlun var samþykkt í gær hjá FL Group. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum. 28.12.2007 17:16 Eik banki hækkaði mest í dag Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu. 28.12.2007 16:50 Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi viðskiptaráðherra, formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar næstkomandi. Þá lætur Lárus Finnbogason endurskoðandi af því starfi, en hann hefur gegnt því frá 1. janúar 2007. Lárus hefur verið í aðalstjórn Fjármálaeftirlitsins frá því stofnunin tók til starfa á árinu 1999. 28.12.2007 14:54 Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. 28.12.2007 12:27 Rólegt í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan stóð því sem næst í stað í Kauphöllinni í morgun en lækkun hennar nam 0,01 prósenti. Þrettán félög hafa hækkað, Eik Banki mest allra, um 2,45 prósent og 365 hf um 2,44 prósent. 28.12.2007 10:36 Kaupþing selur starfsemi í Færeyjum Kaupþing hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki og mun færeyski bankinn taka yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007. 28.12.2007 09:34 Björgólfur Thor varð fyrir valinu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. 28.12.2007 05:00 Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig „Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu. 27.12.2007 20:45 Viðskiptaannáll ársins 2007 Árið 2007 var fjörugt í viðskiptalífinu. Blaðamenn Markaðarins fóru yfir árið og fundu það markverðasta sem gerðist í heimi viðskiptanna. 27.12.2007 14:30 Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaun og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins. Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. 27.12.2007 12:00 Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. 27.12.2007 11:48 Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 Álitsgjafar Markaðarins töldu að Sala Novators á búlgarska símanum, Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins. 27.12.2007 11:48 Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er. 27.12.2007 11:22 Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15% Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% við opnun markaða í morgun. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%. Exista um 4,71% og SPRON um 4,34. Mest lækkuðu bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,99% og Teymi hf lækkaði um 0,68%. 27.12.2007 10:45 Bjarni kaupir í Glitnir Property Holding Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fest kaup á 12% hlut í dótturfélagi Glitnis, Glitnir Property Holding (GPH), að verðmæti 970 milljónir. Glitnir mun áfram eiga 48,8% í GPH eftir viðskiptin. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar GPH og annarra eigenda, en þeir eru alls 21 talsins og eiga hlut á móti Glitni í GPH. 27.12.2007 10:27 Útsölur hafnar í Bandaríkjunum Smásöluverslanir í Bandaríkjunum lækkuðu verð á vörum sínum í gær í von um að útsölurnar geti bjargað þeim eftir arfaslaka sölu í desember. Janúarútsölur hafa gengið vel undanfarin ár og vonast kaupmenn til þess að engin undantekning verði á nú. 27.12.2007 07:56 Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. 27.12.2007 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. 4.1.2008 09:22
Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember. 3.1.2008 20:25
Stefanía til liðs við Keili Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarliðssvæðinu. 3.1.2008 17:01
Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. 3.1.2008 16:32
Alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á Capinordic Forstöðumaður upplýsingasviðs fasteignafélagsins Landic Property segir það alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á fjárfestingu í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Þvert á móti hafi félagið hagnast verulega á bréfunum í félaginu. 3.1.2008 14:43
Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins. 3.1.2008 14:02
Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. 3.1.2008 12:17
Lykilstarfsmenn Glitnis högnuðust um 270 milljónir á kaupréttindum Lykilstarfsmenn hjá Glitni hafa hagnast um rúmlega 270 milljónir kr. í gegnum kaupréttarsamninga sína við bankann á síðustu tveimur mánuðum ársins í fyrra. 3.1.2008 11:07
Sjór í heitum pottum í nýrri stöð Hreyfingar Sjó verður veitt í heita potta í heilsulind Hreyfingar og Bláa lónsins í Glæsibæ samkvæmt samkomulagi sem Hreyfing og Orkuveitan hafa gert. 3.1.2008 10:43
ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf. 3.1.2008 10:26
Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. 3.1.2008 10:22
OMX opnar markað með réttindi tengd hlutabréfum OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) opnar í dag 3. janúar, nýjan undirmarkað fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum. Með þessari nýju þjónustu verður mögulegt að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi. 3.1.2008 09:20
Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. 3.1.2008 09:02
Commerzbank rekur tvo stjórnendur sína í Bandaríkjunum Þýski bankinn Commerzbank hefur rekið tvo af forstjórum sínum í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna mikils taps bankans á fasteignamarkaðinum vestanhafs í kjölfar undirmálslánakrísunnar. 3.1.2008 08:31
Langtímaskuldir Straums nema 65,4 milljörðum Langtímaskuldir Straums sem gjaldfalla á árinu 2008 nema 65,4 milljörðum króna, eða 717 milljónum evra. 2.1.2008 19:54
Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. 2.1.2008 17:20
Icelandic USA selur verksmiðjuhúsnæði í Cambridge Icelandic USA, félag sem er í eigu Icelandic Group, hefur selt verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum. 2.1.2008 16:43
Bjarni Ármansson stjórnarformaður REI enn um sinn Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. 2.1.2008 15:44
Ekki ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ekki sé ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa nú eftir áramótin. Í þessum mánuði koma krónubréf að upphæð um 200 milljarða króna á gjalddaga. Um er að ræða stærsta gjalddaga þeirra frá upphafi. 2.1.2008 11:10
Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. 2.1.2008 10:56
Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum. 2.1.2008 10:22
Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. 2.1.2008 10:16
Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Borsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic properties, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Borsen segir að salan á síðustu hlutunum í Capinordic kostaði Landic um milljarð íslenskra króna. 1.1.2008 16:54
Smásalar í Bretlandi verða í vandræðum á árinu Ritstjóri viðskiptahluta breska dagblaðsins the Daily Telegraph sér fram á erfiða tíma fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði á Bretlandseyjum, en þar er Baugur Group á meðal þeirra fyrirferðamestu. Í blaðinu í gær fer Damian Reece yfir það sem hann telur að muni valda mestum titringi í viðskiptaheiminum á komandi ári. Efst á blaði eru vandræði húsnæðislánabankans Northern Rock sem hann segir að muni halda áfram langt fram á nýja árið. En næst nefnir hann smásöluna á Bretlandseyjum og að í þeim geira verði fyrstu þrír mánuðir ársins mönnum afar erfiðir. 1.1.2008 11:30
Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007. 31.12.2007 11:22
Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta. 31.12.2007 12:12
Finnur hættir hjá Icebank Samkomulag hefur orðið um að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Stjórn Icebank hefur ráðið Agnar Hansson sem nýjan bankastjóra. 31.12.2007 09:46
Byr býður fólki að kanna fjárhagslega heilsu Sparisjóðurinn Byr breytist í „fjárhagslega heilsuræktarstöð" á nýársnótt og setur um leið í loftið rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sinni og býður þannig öllum landsmönnum aðstoð við að finna út sína fjárhagslega heilsu og þol. 29.12.2007 15:14
Innhverjaviðskipti hjá FL Group Ný kaupréttaráætlun var samþykkt í gær hjá FL Group. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum. 28.12.2007 17:16
Eik banki hækkaði mest í dag Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu. 28.12.2007 16:50
Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi viðskiptaráðherra, formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar næstkomandi. Þá lætur Lárus Finnbogason endurskoðandi af því starfi, en hann hefur gegnt því frá 1. janúar 2007. Lárus hefur verið í aðalstjórn Fjármálaeftirlitsins frá því stofnunin tók til starfa á árinu 1999. 28.12.2007 14:54
Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. 28.12.2007 12:27
Rólegt í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan stóð því sem næst í stað í Kauphöllinni í morgun en lækkun hennar nam 0,01 prósenti. Þrettán félög hafa hækkað, Eik Banki mest allra, um 2,45 prósent og 365 hf um 2,44 prósent. 28.12.2007 10:36
Kaupþing selur starfsemi í Færeyjum Kaupþing hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki og mun færeyski bankinn taka yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007. 28.12.2007 09:34
Björgólfur Thor varð fyrir valinu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. 28.12.2007 05:00
Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig „Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu. 27.12.2007 20:45
Viðskiptaannáll ársins 2007 Árið 2007 var fjörugt í viðskiptalífinu. Blaðamenn Markaðarins fóru yfir árið og fundu það markverðasta sem gerðist í heimi viðskiptanna. 27.12.2007 14:30
Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaun og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins. Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. 27.12.2007 12:00
Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. 27.12.2007 11:48
Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 Álitsgjafar Markaðarins töldu að Sala Novators á búlgarska símanum, Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins. 27.12.2007 11:48
Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er. 27.12.2007 11:22
Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15% Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% við opnun markaða í morgun. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%. Exista um 4,71% og SPRON um 4,34. Mest lækkuðu bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,99% og Teymi hf lækkaði um 0,68%. 27.12.2007 10:45
Bjarni kaupir í Glitnir Property Holding Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fest kaup á 12% hlut í dótturfélagi Glitnis, Glitnir Property Holding (GPH), að verðmæti 970 milljónir. Glitnir mun áfram eiga 48,8% í GPH eftir viðskiptin. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar GPH og annarra eigenda, en þeir eru alls 21 talsins og eiga hlut á móti Glitni í GPH. 27.12.2007 10:27
Útsölur hafnar í Bandaríkjunum Smásöluverslanir í Bandaríkjunum lækkuðu verð á vörum sínum í gær í von um að útsölurnar geti bjargað þeim eftir arfaslaka sölu í desember. Janúarútsölur hafa gengið vel undanfarin ár og vonast kaupmenn til þess að engin undantekning verði á nú. 27.12.2007 07:56
Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. 27.12.2007 06:00