Fleiri fréttir

Lúxussnekkja Saddam Hussein er til sölu

Fyrir um tvo milljarða króna er nú hægt að festa kaup á lúxussnekkju Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks. Snekkjan sem ber nafnið Ocean Breeze er til sölu hjá snekkjufélaginu Burgess í London.

Betri ávöxtun í eðalvínum en gulli og hlutabréfum

Eðalvín hafa reynst mun betri fjárfesting í ár en bæði gull og hlutabréf. Í grein um málið í breska blaðinu The Independent segir að ávöxtunin á eðalvínum frá Bordeaux hafi numið 39% en til samanburðar hækkaði úrvalsvístalan í kauphöllinni í London (FTSE) aðeins um 3,4% og gull hækkaði í verði um 23% á árinu.

Toyota framleiðir bíla í Rússlandi

Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram.

Ákvörðun Seðlabankans lækkar markaðsvexti

Frá því að Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti á fimmtudag hefur ávöxtunarkrafa á markaði lækkað töluvert. Ávöxtunarkrafa allra markflokka skuldabréfa hækkaði hinsvegar verulega eftir hækkun stýrivaxta í byrjun nóvember.

SAS dæmt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi

SAS flugfélagið á ekki góðar stundir þessa dagana. SAS varð fyrir enn einu áfallinu fyrir helgina þegar dómur gekk gegn því fyrir hæstarétti Noregs. Þar var SAS sakfellt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi.

Jákvætt fyrir reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr

Dönsk rannsókn sýnir fram á að fráfall náins fjölskyldumeðlims forstjóra í fyrirtæki hefur skaðleg áhrif á framleiðni í fyrirtækinu. Hins vegar hefur það jákvæð áhrif á reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr.

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni.

Græn jól í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr.

Exista og SPRON á uppleið fyrir jólin

Exista og SPRON eru á mikilli uppleið í Kauphöllinni þennan síðasta viðskiptadag fyrir jól og þá er úrvalsvísitalan einnig á uppleið.

Markaðir í Evrópu taka kipp

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku kipp í morgun við opnun markaða og hækkuðu um tæpt prósent. Í dag er síðasti viðskiptadagur fyrir jólafrí víðast hvar og virðast fjárfestar í jólaskapi.

Magnús Þorsteinsson úr stjórn Eimskips

Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins.

Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni.

Kjarasamningar kyndi ekki undir verðbólgu

Bankastjórn Seðlabankans sendi í dag skilaboð um fara yrði varlega í kjarasamningum og sagði aukna verðbólgu ekki auðvelda það verk sem snúið væri fyrir.

Græn jól í Kauphöllinni?

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.

Héraðsdómur ógildir ákvörðun Kauphallar

Héraðsdómur hefur fellt úr gildi ákvörðun Kauphallarinnar frá því í fyrrahaust um að áminna Atorku Group og sekta um 2,5 milljónir króna. Kauphöllin á að birta dóminn í fréttaveitu sinni, eða sæta dagsektum ella. Kauphöllin birti dóminn þegar í gær, en hefur, að sögn forstjóra hennar, ekki ákveðið hvort dómnum verður áfrýjað.

Eyrir Invest eykur hlut sinn í Marel

Eyrir Invest ehf, félag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, keypti í dag 2.731.350 hluti í Marel Food Systems ehf á genginu 98,2 eða fyrir tæpar 270 milljónir króna að markaðsvirði.

Exista lækkaði um 6,83%

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 1,46% í dag. Exista lækkaði mest eða um 6,83%, SPRON lækkaði um 6,37% og Teymi um 3,13%.

Mikið tap hjá Morgan Stanley

Morgan Stanley, næststærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, skilaði 5,8 milljarða dala, jafnvirði 356 milljarða króna, tapi á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri afkoma en búist var við. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 2,28 milljarða dala á sama tíma í fyrra.

FL Group gerir ekki yfirtökutilboð í Inspired

FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyrirtækið Inspired Gaming Group um yfirtöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lítið lát á fallinu

Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.

FL Group selur fyrir ellefu milljarða í Finnair

FL Group hefur selt 11,7 prósenta eignarhlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir það 12,7 prósent í félaginu. FL Group fékk rétta tæpa ellefu milljarða fyrir hlutinn miðað við lokagengi Finnair í gær.

Formlegt boð komið fram

Lagt hefur verið fram formlegt yfirtökutilboð London Aquisition í allt hlutafé Stork N.V. í Hollandi. Að félaginu standa breski fjárfestingasjóðurinn Candover, auk Eyris Invest með 15 prósent og Landsbankans með 10 prósenta hlut.

Engin aðstaða fyrir börnin

Fyrirtæki eru almennt mjög sveigjanleg þegar kemur að barnafólki. Afar og ömmur eru mikilvægir bakhjarlar starfsfólks.

Banakahólfið: Hvað á barnið að heita?

Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lög­birtingar­blaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun.

Viðskiptatryggð margborgar sig

Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð.

Milljarðar úr landi og framhjá skattinum

Skattrannsóknarstjóri segir að skattsvikamálum með erlendum tengingum hafi fjölgað. Ingimar Karl Helgason rýndi í erlendar tengingar og komst að því að undanfarin þrjú ár hefði um fimmtán milljörðum króna verið skotið undan skatti með slíkum hætti. Til st

Helmingur heimila í mínus

„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar.

Skrúfan herðist við óbreytta vexti

Ekki eru allir á einu máli um hvaða niðurstöðu Seðlabanki Íslands muni kynna á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morgun. Hann er ýmist talinn munu halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25 prósentustig.

Útgáfa 24timer heldur áfram hvað sem tautar og raular

Þrátt fyrir gríðarlegt tap mun útgáfu fríblaðsins 24timer verða haldið áfram hvað sem tautar og raular. Þetta segir Lars Munch aðalforstjóri JP/Politikens Hus í samtali við business.dk. 24timer er einn af aðalkeppinautum hins íslenskættaða Nyhedsavisen á fríblaðamarkaðinum í Danmörku.

Útgjöldin hærri en tekjurnar hjá stórum hópum

Ef meðalútgjöld áranna 2004-2006 eru borin saman við ráðstöfunartekjur kemur í ljós að hjá nokkrum hópum eru útgjöldin hærri en tekjurnar. T.d. eru útgjöld einstæðra foreldra 6% hærri en tekjurnar og hjá einhleypum 5% hærri. Útgjöld eru að meðaltali um 94% af ráðstöfunartekjum.

Enn lækkar úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í dag og endaði í mínus 0,16% eftir daginn. Er vísitalan nú í 6306 stigum.

Norræni fjárfestingabankinn leggur fé í kolefnissjóð

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) leggur 15 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarða kr. í evrópskan kolefnissjóð. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem stuðla að bættu umhverfi með því að kaupa losunarréttindi sem verða til frá og með árinu 2013 þegar Kyótó-sáttmálinn rennur sitt skeið á enda.

Stefnir í slagsmál um Debenhams

Hlutir í verslunarkeðjunni Debenhams hafa hækkað um tæp 11% í morgun eftir að fjárfestingarfélagið Milestone Resources keypti 7,3% hlut. Þar með fór í gang orðrómur um áhuga Milestone Resources um yfirtöku á keðjunni. Baugur Group hefur einnig haft áhuga á að yfirtaka Debenhams og á nú 13,5% í keðjunni.

Sjá næstu 50 fréttir