Fleiri fréttir

Belgía til sölu á eBay

Uppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið óvenjulegan hlut úr sölu á vefsíðu sinni en það var ríkið Belgía í heild sinni. Það var blaðamaðurinn Gerrit Six sem setti land sitt til sölu á eBay en með því vildi hann mótmæla því að enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu þótt að um 100 dagar séu liðnir frá síðustu kosningum.

Peningaskápurinn …

Eins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal.

Hlutabréf hækka í Evrópu

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Hafa hækkanirnar ekki verið meiri í sex vikur. Alls hækkaði samevrópska FTSEurofirst 300 vísitalan um 2,61 prósent.

Miklar hækkanir í kauphöllinni

Miklar hækkanir urðu á hlutbréfum í kauphöllinni í dag. Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 3,88 prósent. Mest var verslað með bréf í Glitni banka.

Viðskipti með hlutabréf í OMX stöðvuð

Öll viðskipti með hlutabréf í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni hafa verið stöðvuð samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni. Frekari upplýsingar hafa verið boðaðar á morgun.

Industria hlýtur verðlaun fyrir bestu nýju lausnina fyrir sjónvarp um internetið

Industria hlaut í gær verðlaun frá tímaritinu Global Telecoms, fyrir bestu nýjungina á sviði sjónvarps yfir internet (IPTV) ásamt breskum samstarfsaðila sínum, Inuk Networks. Verðlaunin hlutu fyrirtækin fyrir ,,Freewire" en það er þjónusta sem er ætlað að veita öllum breskum háskólanemum aðgang að stafrænu sjónvarpi um internetið. Þjónustan hefur hlotið góðar viðtökur og er búist við að hún verði innan árs stærsta IPTV dreifingarnet Bretlands með allt að sex milljónir notenda. Jafnframt stefnir Inuk á að bjóða sömu þjónustu til háskólastúdenta í Kanada fyrir lok þessa árs.

Fríblöðin dönsku plumma sig

Samkvæmt tölum frá TNS Gallup í Danmörku plumma fríblöðin, þar með talið Nyhedsavisen, sig mun betur en reiknað hafði verið með. Þessum blöðum var annars spáð snemmbærri gröf í fyrra. Greint er frá því í blaðinu Journalisten að á fyrri helming ársins hafi tekjur Nyhedsavisen náð rúmlega 300 milljónum kr.

Stofnfjáraðilar í SPK samþykkja samruna

Á stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Kópavogs í gær var samruni sjóðsins við Byr einróma samþykktur. Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður í SPK segir að stjórninni þyki mjög vænt um að fá svo einlægan og skýran stuðning við samrunatillöguna.

Spáir 2,6% hagvexti

Hagvöxtur í ár verður 2,6% að mati greiningar Glitnis. Það er nokkru minni vöxtur en verið hefur á undanförnum árum og nægjanlega hægur til að ná hagkerfinu að hluta niður úr því þensluástandi sem það er í.

Hækkanahrina í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent.

Velta Eimskips tvöfaldast

Rekstrartekjur Eimskips meira en tvöfölduðust milli ára á þriðja ársfjórðungi en þær námu 387 milljónum evra eða 35 milljörðum króna samanborið við 180 milljónir evra eða 16 milljarða á sama tíma árið 2006. Rekstrargjöld námu 377 milljónum evra eða 34 milljörðum samanborið við 179 milljónir evra eða 16 milljarða árið áður.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000.

Baugur að taka yfir Debenhams?

Breskir fjármálasérfræðingar telja töluverðar líkur á því að Baugur Group muni gera yfirtökutilboð í Debenhams eftir áramótin. Baugur jók hlut sinn í verslunarkeðjunni um 1,5% í síðustu viku og á nú 12,5% af hlutaféinu. Timesonline greinir frá þessu í dag.

Vísitölur taka stökkið á Evrópumörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á fjármálamörkuðum í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær meira en vongóðust fjármálasérfræðingar þorðu að vona. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um heil 3,67 prósent við lokun markaðar í Tókýó í morgun. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa í dag hækkað um og yfir tvö prósent í dag.

Óvænt lækkun stýrivaxta

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína í gær um 50 púnkta eða úr 5,25% og niður í 4,75%. Þetta er mun meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir og markaðir í Bandaríkjunum og víðar tóku töluverðann kipp upp á við þegar ákvörðnin lá fyrir. Hækkaði vísitala þeirra um allt að 4%

Flókin staða á fjármálamörkuðum heimsins

Aðstæður á fjármálamörkuðum eru jafnvel enn erfiðari og flóknari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, að því er fram kom í opnunarávarpi Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, þegar hagspá bankans fyrir árin 2008 til 2010 var kynnt. Yfirskrift hagspárinnar er „Í skugga lausafjárkreppu“.

Straumur frestar evruskráningu

Straumur-Burðarás mun ekki skrá hlutafé sitt í evrum frá og með 20. september næstkomandi eins og til stóð. Seðlabanki Íslands gerði athugasemdir við fyrirhugaða tilhögun á verðbréfauppgjöri og því verður skráningunni frestað um sinn.

Miklar hækkanir á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréf á bandarískum mörkuðum hækkuðu verulega í dag eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósenta stýrivaxtalækkun. Alls hækkaði Dow Jones vísitalan um 2,51 prósent í dag.

Bandaríkjamenn lækka stýrivexti

Bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti í dag 50 punkta stýrivaxtalækkun. Lækkunin er meiri en flestir sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Eftir lækkunina eru stýrivextir 4,75 prósent í Bandaríkjunum.

Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi

Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen.

Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum

Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs.

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lokun Kauphallarinnar í dag. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en fjárfestar þykja stíga varlega til jarðar áður en greint verður frá því hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum um fimmleytið. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um rúm fjögur prósent. Gengi landa Færeyinganna í Föroya banka lækkaði á móti mest, eða um 3,23 prósent.

Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands

Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley.

Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.

Microsoft verðlaunar Maritech

Microsoft hefur veitt Maritech verðlaun sem samstarfsaðila ársins í viðskiptalausnum fjárhagsárið 2007. Þessi verðlaun eru veitt þeim samstarfsaðila sem nær mestri sölu í viðskiptalausnum Microsoft á hverjum tíma.

Fasteignahruni spáð í Bretlandi

Royal Institution of Chartered Surveyors í Bretlandi spáir því nú að Bretar horfi fram á svipað hrun á fasteignamarkaðinum þar í landi og gerðist í upphafi síðasta áratugar. Þetta kemur í framhaldi af þeim orðun Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna um að Bretar standi frammi fyrir meiri vanda en gerðist á bandaríska fasteignamarkaðinum nýlega. Greenspan lét þau orð falla í samtali við The Daily Telegraph í gærdag.

Bankarnir rétta úr kútnum

Bankar og fjármálafyrirtæki hafa rétt aðeins úr kútnum í kauphöllinni er viðskipti hófust í morgun. Eins og kunnugt er af fréttum lækkaði hlutafé í þessum félögum umtalsvert í gærdag. Bæði Landsbankinn og Straumur-Burðarás hafa hækkað um rúm 2% eftir opnun kauphallarinnar.

Bankakrísan nær hingað

Kim Bergö greinir hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að viðvarandi vandræði á breska bankamarkaðinum muni hafa áhrif á markaðinn á Norðurlöndunum þar á meðal á íslandi. Ingólfur Bender hjá greiningu Glitnis segir í samtali við Vísi að bankar og fjármálafyrirtæki hér hafi orðið fyrir barðinu á þessu ástandi eins og sást á tölum í kauphöllinni í gær.

Evran í stað dollars

Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að svo geti farið að evran komi í staðinn fyrir dollarann í gjaldeyrisvarasjóðum ríkja. Við árslok 2006 voru 66% gjaldeyrisvarasjóða heimsins í dollurum á móti 25% í evrum.

Olíuverð aldrei hærra

Verð á olíutunnu fór upp í 81 dollar í Bandaríkjunum í gær, sem er hæsta verð á olíutunni í dollurum talið til þessa. Raunviðri olíunnar komst hinsvegar í rúma hundrað dollara í olíukreppunni fyrir 25 árum, ef raungildi dollars þá, er reiknað til raungildis dollarsins núna

Gjaldmiðillinn er stærsta málið

Stærsta einstaka ákvörð­un sem stjórnvöld standa frammi fyrir varðar framtíð krón­unnar, að því er fram kom í máli Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskipta­ráðs, í níutíu ára afmæli samtak­anna.

Ákvörðun bandaríska seðlabankans beðið með óþreyju

Nokkur lækkun varð á bandarískum mörkuðum við lokun á Wall street í kvöld. Fjárfestar bíða með óþreyju eftir ákvörðun stjórnar bandaríska seðlabankans en á morgun verður tekin ákvörðun um hvort breyta eigi stýrivöxtum.

Úrvalsvísitalan lækkar um 2,42 prósent

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,42 prósent í dag en mest lækkuðu hlutabréf í bönkum og fjárfestingarfélögum. Hlutabréf í Exista hf. lækkuðu mest eða um 3,84 prósent og þá lækkuðu hlutabréf í Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka um 3,41 prósent.

Hússtjórnarkerfi vinsæl

Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð.

iTunes með kaffibollanum

Tölvurisinn Apple og kaffihúsakeðjan Starbucks hafa náð samningi sem gerir viðskiptavinum með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes kleift að tengjast þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks.

Fall hjá erlendum fagfjárfestum

Hinir margrómuðu en ónefndu erlendu fjárfestar sem keyptu bréf í Straumi-Burðarás hafa tapað á viðskiptum með bréfin eins og staðan er í dag. Gengi bréfanna er nú 18,5 en kaupgengið var 18,6, sem nemur lækkun um hálft prósent.

Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag.

Bankar í rauðu í kauphöllinni

Frá opnun kauphallarinnar í morgun hafa bankar og fjármálafyrirtæki fallið nokkuð í verði. Exista hefur fallið mest eða um 3,67%, Kaupþing banki um tæp 3% og Straumur-Burðarás um 2,89%.

FL Group á nú 83,7% í TM

FL Group hf. hefur náð samningum við Glitni banka hf., Hnotskurn ehf. og Samherja hf. um kaup á öllum hlutum þeirra í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) en um er að ræða 46,2% eignarhlut. Seljendur fá í sinn hlut 973.673.140 hluti í FL Group á genginu 24,3. FL Group átti fyrir kaupin 37,6% hlutafjár í TM og á því eftir kaupin 83,7%.

Candover dregur tilboð í Stork til baka

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram.

Microsoft tapar áfrýjunarmáli sínu

Microsoft hefur tapað áfrýjun sinni fyrir Evrópudómstólnum en fyrirtækið var dæmt fyrir að hafa misnotað ráðandi markaðsstöðu sína í Evrópu árið 2004.

Sjá næstu 50 fréttir