Viðskipti erlent

Verkfall lamar GM

Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina.

Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið sem boðað er í bandaríska bílaiðnaðinum síðan 1976. Ron Gettelfinger forseti UAW segir að atvinnuöryggi félagsmanna hafi verið lykilatriði í samningaviðræðunum af þeirra hálfu en stjórn GM hafði engan áhuga á að ræða þau mál.

Dan Flores talsmaður GM segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að verkfallið skyldi boðað. Ekki hefur enn verið boðað til næsta samingafundar milli aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×