Afkoma Goldman Sachs umfram spár 20. september 2007 14:09 Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sem skilaði þriðja mesta hagnaði í sögu bankans á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,59 milljörðum dala. Hagnaður á hlut nemur samkvæmt þessu 6,13 dölum á hlut samanborið við 3,26 dali á hlut í fyrra. Bloomberg hafði hins vegar spáð því að hagnaðurinn myndi nema 4,35 dölum á hlut og afkoman því talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Þetta er jafnframt sjöundi fjórðungurinn í röð sem afkoman er yfir væntingum. Fjármálaskýrendur eru einu máli um að staða Goldmans Sachs sé afar sterk. Fyrirtækið hafi fingur í hverju máli og geti stjórnendur bankans því áttað sig á stöðu mála með stuttum fyrirvara. Þannig hafi bankinn verið fljótur að átta sig á því að samdráttur væri yfirvofandi á fasteignalánamarkaði og færði fé sitt til með þessum árangri. Í ofanálag tvöfölduðust tekjur bankans af veltu með hlutabréf og hafa þær aldrei verið hærri, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira