Viðskipti erlent

Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar

Airbus verksmiðjurnar eiga í smá erfiðleikum vegna óhagstæðrar gengisþróunar.
Airbus verksmiðjurnar eiga í smá erfiðleikum vegna óhagstæðrar gengisþróunar.

Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu.

Þá segir Fabrice Bregier, yfirmaðurhjá Airbus, að fyrirtækið þurfi hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42.

Iðnrekendur í Evrópu óttast að hækkun evrunnar skaði útflutning á evrópskum vörum. Þeir telja að fjöldi fólks geti misst vinnuna ef gengisþróun heldur áfram eins og hún hefur verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×