Viðskipti erlent

Lækkanir í London

MYND/AFP

Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig.

Vaxandi skortur á lánsfé sem miklar lækkanir á hlutabréfum í olíu- og kolanámufyrirtækjum skýrir lækkunina í morgun. Hlutabréf í breska olíufyrirtækinu British Petrolium féllu um 1,9 prósent við opnun markaðar og þá féllu hlutabréf í Royal Dutch Shell um 1,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×