Fleiri fréttir

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum.

Peningaskápurinn ...

Halveiðar eru þeim greinilega ofarlega í huga sem eru í viðskiptum og ljóst að þar telja margir hverjir meiri hagsmunum hafa verið fórnað fyrir minni þegar veiðarnar voru hafnar á ný á síðasta ári. Á þingi Viðskiptaráðs Íslands var í gær fjallað um ímynd landsins.

iPod-spilarar bannaðir á akbrautum New York

Íbúar New York borgar sem ganga um með iPod þurfa nú að passa sig að taka af sér heyrnartólin áður en þeir ganga yfir götu, annars eiga þeir yfir höfði sér 100 dollara sekt.

Hagnaður Össurar 293 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 293 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,1 milljóna bandaríkjadala, eða 213 milljóna króna, hagnað á sama tíma árið 2005. Tap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006 nam 3,7 milljónum dala, jafnvirði 252,4 milljónum króna, sem er í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 210 til 310 milljóna króna tapi á fjórðungnum.

Forsætisráðherra boðar skattabreytingar

Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag.

Ísland í 19. sæti á ímyndarlista

Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag.

Gengi Nissan keyrir niður á við

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999.

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006.

Uppselt á Viðskiptaþing

Uppselt er á Viðskiptaþing sem Viðskiptaráð Íslands heldur á Hótel Nordica í dag. Salurinn tekur 500 manns og mun aðsókn aldrei hafa verið jafn mikil áður. Hvort yfirskrift þingsins er svona lokkandi, eða eitthvað annað, liggur ekki fyrir, en yfirskriftin er spurningin: Er Ísland besta land í heimi? Nokkrir af fremstu viðskiptajöfrum þjóðarinnar munu meðal annarra ávarpa þingið.

Seed Forum vekur athygli vestanhafs

Fjárfestaþing Seed Forum þar sem efnaðir einstaklingar og sprotafyrirtæki eru leidd saman hefur vakið heilmikla athygli í fagtímaritum fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Jón Helga Egilsson, framkvæmdastjóra Seed Forum.

Stýrivextir líklegast óbreyttir á morgun

Sérfræðingar spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á morgun. Hækkun væntingavísitölunnar og gengisflökt veldur þó áhyggjum.

Hagnaður Icebank fór yfir 5,6 milljarða

Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra, sem er besta afkoma í sögu bankans, og jókst hagnaður um 138 prósent á milli ára. Var arðsemi eigin fjár 63,8 prósent samanborið við 54,3 prósent árið áður.

Spennandi ár og arðvænleg verkefni

Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís, nýs opinbers hlutafélags sem til starfa tók um áramótin, leiðir Óla Kristján Ármannsson í allan sannleika um starfsemina. Hún segir verkefnin snúast um tvennt, nýsköpun og matvælaöryggi.

Economist ódýrt hérlendis

Á sama tíma og tímaritið Economist segir að íslenska krónan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt Big Mac-vísitölunni, er það nær hvergi ódýrara í lausasölu en einmitt hér á landi.

Fór úr nærfötunum fyrir Baug

Michael Ross, einn af stofnendum bresku netverslunarinnar FigLeaves.com, sem er leiðandi í sölu á undirfötum fyrir karla og konur á netinu, er kominn til starfa hjá Baugi í Bretlandi.

Viðvarandi hagvöxtur

Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt.

Virði CCP allt að sexfaldast á einu ári

Bandarískur sjóður leitar að fleiri bréfum í CCP. Markaðs-virðið tókst á flug þegar CCP fór að skila töluverðum hagnaði. Gengishagnaður Björgólfs Thors orðinn verulegur.

Umræðan sýndi að aðgerða væri þörf

Ákvörðun Viðskiptaráðs um að beita sér fyrir umræðu um ímynd Íslands og velta upp hugmyndum um hvort þar mætti halda betur á er tekin í kjölfar þeirrar orrahríðar sem íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki urðu fyrir í byrjun síðasta árs.

Viacom gegn YouTube

Bandaríski fjölmiðlarisinn Viacom fór fram á það í síðustu viku að netveitan YouTube eyði 100.000 myndskrám af netþjónum sínum. Viacom segir skrárnar brjóta í bága við höfundarréttarlög og til sönnunar um að netveitan hafi trassað að setja upp hugbúnað sem síar efni sem varið er með höfundarréttarlögum frá öðru efni á netveitunni.

Icelandair semur við Air Malta

Icelandair Group hefur gert samning við Air Malta upp á rúman milljarð króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að LatCharter Airlines, dótturfélag Loftleiða Icelandic, hafi gert samning við maltneska ríkisflugfélagið Air Malta um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára.

Zune-stjórinn farinn frá Microsoft

Bryan Lee, framkvæmdastjóri afþreyingardeildar bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hefur sagt upp störfum. Lee var í forsvari deildar sem hafði umsjón með þróun og sölu á Zune-spilaranum sem kom á markað um miðjan nóvember í fyrra.

Hagnaður SpKef fjórfaldast

Metafkoma varð á rekstri Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) á síðasta ári. Hagnaður nam 4.687 milljónum króna og jókst um 308 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 124,5 prósent.

Uppgjörssveiflur á gengi íslenskra hlutabréfa

Ávöxtun hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands bera ákveðin sérkenni um hver mánaðamót, ársfjórðungamót og um áramót. Bréfin hækka að jafnaði umtalsvert í verði síðasta viðskiptadag hvers mánaðar en lækka svo aftur á fyrsta viðskiptadegi næsta mánaðar á eftir.

Fasteignir og ferðamennska

Wojciech Bachorski starfar hjá íslenska fyrirtækinu Betware sem er sérhæft í leikjalausnum af ýmsu tagi fyrir netið. Betware vinnur með fyrirtækjum víðs vegar um heim sem hafa leyfi til að reka ríkislottó. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins er til að mynda Íslensk getspá með vefsíðu sína.

Stórgróði hjá Google

Bandaríska netleitarfyrirtækið Google skilaði næstum þrefalt meiri hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs en á sama tíma árið 2005. Hagnaður Google nam 1,03 milljörðum Bandaríkjadala, tæplega 71 milljarði íslenskra króna, samanborið við 372,2 milljónir dala, jafnvirði 25,5 milljarða íslenskra króna ári fyrr.

Jyske nær ekki Straumi

Jyske Bank skilaði methagnaði í fyrra. Hagnaðurinn nam 33 milljörðum íslenskra króna og eru menn þar á bæ nokkuð ánægðir með árangurinn.

Kaupa sex nýjar Airbus-breiðþotur

Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki kaupir nýjar vélar frá Airbus. AAT er fjórða fyrirtækið í heiminum sem semur um kaup á þessari tegund véla. Er áætlað að þær komi á markað í ársbyrjun 2010 og verði afhentar AAT á árunum 2010 og 2011.

Meiri hagnaður en öll fyrri ár 21. aldar

Hagnaður Sparisjóðs Mýrar-sýslu (SPM) nam tæpum 1.458 milljónum króna í fyrra og jókst um 137 prósent á milli ára. Þetta er meiri hagnaður en sem nam öllum samanlögðum hagnaði áranna 2001-2005. Arðsemi eigin fjár var um 70 prósent á árinu 2006.

Finnskan meiri ögrun

Það vakti athygli á sínum tíma þegar Glitnir sem þá hét Íslandsbanki keypti norska BN bankann, að forstjórinn, Bjarni Ármannsson, mætti þar flugmælskur á norsku.

Tímamótadagur í lífi Chaplins

Fimmti febrúar var merkisdagur á margan hátt í lífi breska grínleikarans Charlies Chaplin. Það er hins vegar fjarri að þessi tímamót, sem voru af tvennum toga, hafi gerst á sama árinu því sautján ár liðu frá fyrsta merkisdeginum fram að þeim næsta.

Fremstir í Frakklandi

Landsbanki hefur verið valinn fremsta greiningarfyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnun rannsóknarfyrirtækisins StarMine. Í könnuninni, sem náði til fjögurra flokka, voru borin saman meðmæli og hagnaðarspár fyrir félög í CAC 40 vísitölunni og á markaði meðalstórra fyrirtækja. Kepler var eina fyrirtækið sem komst í hóp fimm efstu fyrirtækjanna í öllum flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.

Vefur FME endurnýjaður

Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is.

Endurnýjanleg orka í hávegum höfð

Á viðamikilli ráðstefnu dótturfélags Landsbankans, Kepler-Landsbankans, á dögunum kynnti Halldór J. Kristjánsson bankastjóri sýn Landsbankans á þróun nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Tchenguiz horfir á fasteignir M&B

Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group.

Hagnast á orðrómi

Unity Investments, breskt fjárfestingarfélag í eigu FL Group, Baugs og Kevins Stanford, fyrrverandi eiganda fatakeðjunnar Karen Millen, hagnaðist um 2,7 milljarða króna með sölu á 1,26 prósenta hlut sínum í bresku verslanakeðjunni Sainsbury á föstudag í síðustu viku.

Blóðheitir Norðurlandabúar án ímyndar

Simon Anholt, sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða, kynnir rannsókn sína á Íslandi á Viðskiptaþingi 2007 sem Viðskiptaráð Íslands heldur í dag. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni er „Ísland – best í heimi?“ Óli Kristján Ármannsson ræddi við sérfræðinginn.

Afritunarvörn háskerpudiska rofin

Afritunarvörn á nýju HD DVD-háskerpudiskunum hefur verið rofin. Þetta segir staðlanefnd stuðla að því að tryggja varnir sem þessar svo ekki verði hægt að afrita mynddiska að vild.

Ágæt afkoma á Bolungarvík

Sparisjóður Bolungarvíkur skilaði 185 milljóna króna hagnaði árið 2006 og jókst um 68 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 20,2 prósentum samanborið við 12,7 prósent árið 2005.

Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Greinendum þar í landi reiknast til að þetta jafngildi því að 110.000 manns hafi fengið atvinnu í mánuðinum, sem reyndar er 40.000 störfum minna en vonir stóðu til.

Stýrivaxtahækkun á Indlandi

Seðlabanki Indlands, einn elsti banki landsins, hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku og standa vextir í landinu nú í 7,5 prósentum. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í marsmánuði árið 2003.

Afkoma Ryanair tekur flugið

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði talsvert betri afkomu í fyrra en greinendur höfðu spáð.

Jafnvel í Sovét …

„Jafnvel í Sovétríkjunum, þar sem ríkið sá um fjárfestingar, datt fáum í hug að kjósa um þær,“ skrifar Sigurður Jóhannesson hagfræðingur í nýjasta hefti Vísbendingar í grein um fyrirhugaðar kosningar í Hafnarfirði um stækkun álversins.

Össuri spáð tapi

Greiningardeildir bankanna spá allar að Össur skili tapi á fjórða ársfjórðungi reikningsársins. Össur skilar uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Liggja afkomuspár bankanna á bilinu 210 til 310 milljóna króna taps á fjórðungnum.

Sjá næstu 50 fréttir