Viðskipti innlent

Össuri spáð tapi

Greiningardeildir bankanna spá allar að Össur skili tapi á fjórða ársfjórðungi reikningsársins. Össur skilar uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Liggja afkomuspár bankanna á bilinu 210 til 310 milljóna króna taps á fjórðungnum.

Árið 2005 skilaði Össur hagnaði upp á 3,1 milljónir bandaríkjadali á fjórða ársfjórðungi. Það jafngildir 213 milljóna króna hagnaði miðað við núverandi gengi. Skýringuna slöku uppgjöri er að finna í gjaldfærslu vegna endurskipulagningar á stuðningstækjafyrirtækinu Gibaud sem keypt var í lok árs 2006.

Í Morgunkorni Glitnis segir að gera megi ráð fyrir verulegum rekstrarbata í ár sé miðað við árið 2006. Össur hafi verið að endurskipuleggja og samþætta rekstur keyptra eininga sem nú fari að skila sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×