Stýrivextir líklegast óbreyttir á morgun 7. febrúar 2007 06:15 Seðlabankinn í desember. Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson seðlabankastjórar, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. MYND/GVA Óli Kristján Ármannsson skrifar Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á fyrsta vaxtaákvörðunardegi ársins sem er á morgun. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn og standa í 14,25 prósentum. „Í raun hefur ekki mikið gerst frá síðasta vaxtaákvörðunardegi,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. „Við búumst við óbreyttum vöxtum.“ Hann segir þó valda nokkrum áhyggjum að væntingavísitalan hafi hækkað töluvert í desember. „Sýnt hefur sig að nokkur fylgni er á milli væntingavísitölunnar og einkaneyslu. Við teljum samt að Seðlabankinn hækki stýrivexti ekki meira enda verður að hafa í huga að verðbólga er á leiðinni niður og stýrivextir háir. Raunvextir eru því háir,“ bendir Ásgeir á og bætir við að segja mætti að núna sé aðhald Seðlabankans að koma fram. „Fólk er farið að kveinka sér yfir þessu og aðhaldið endurspeglast í allri þessari umræðu um að skipta mögulega um mynt og um vaxtaokur bankanna. Fólk finnur fyrir því að stýrivextir Seðlabankans bíta og það er jú það sem Seðlabankinn vill.“ Björn Rúnar Guðmundsson sérfræðingur greiningardeildar Landsbanka Íslands tekur í sama streng. „Mér kæmi mjög á óvart ef við fengjum hækkun, en það er heldur engin lækkun í spilunum.“ Hann segir vexti nokkuð háa á peningamarkaði, yfir vöxtum Seðlabankans og það sé vísbending um að enn sé töluverð eftirspurn eftir peningum í hagkerfinu. „Það hjálpar Seðlabankanum að rökstyðja að enn sé þörf á aðhaldi. Ef sú eftirspurn væri dottin niður og vextirnir sömu og stýrivextir væri það vísbending um að það væri að draga úr eftirspurn eftir fjármagni. En í og með að þeir eru töluvert mikið hærri, þá er það vísbending um að ekki sé búið að kæla kerfið nægilega mikið niður. Við þessar aðstæður á auðvitað ekki að slaka á og yrði erfitt fyrir Seðlabankann að rökstyðja lækkun.“ Björn bendir einnig á nýlega spá hóps sérfræðinga á Bloomberg sem allir voru sammála um að Seðlabankinn héldi stýrivöxtum líklega óbreyttum. „Verðbólga er enn langt yfir markmiði bankans og þótt úr henni dragi talsvert á komandi mánuðum eru enn horfur á að hún verði yfir markmiði næstu tvö árin, ekki síst ef horft er framhjá beinum áhrifum fyrirhugaðrar lækkunar neysluskatta á fyrri hluta næsta árs,“ segir í rökstuðningi Seðlabankans á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Á ákvörðunarfundi bankans þar áður í nóvemberbyrjun þegar einnig voru gefin út Peningamál, efnahagsrit Seðlabankas, var ákveðið að fresta vaxtahækkun að sinni í ljósi þess að stýrivextir væru orðnir töluvert háir og að verðbólguhorfur hefðu batnað frá því um miðbik ársins. Vaxtaákvörðunardagurinn í desemberlok var svo viðbótarákvörðunardagur þar sem ákvörðunin yrði endurskoðuð í ljósi aðstæðna. Núna telja sérfræðingar að Seðlabankinn haldi í horfinu um sínn en í sumar kunni jafnvel að taka við lækkunarferli stýrivaxta hjá bankanum. Helsti óvissuþáttur í þeirri spá er gengisþróun krónunnar. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á fyrsta vaxtaákvörðunardegi ársins sem er á morgun. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn og standa í 14,25 prósentum. „Í raun hefur ekki mikið gerst frá síðasta vaxtaákvörðunardegi,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. „Við búumst við óbreyttum vöxtum.“ Hann segir þó valda nokkrum áhyggjum að væntingavísitalan hafi hækkað töluvert í desember. „Sýnt hefur sig að nokkur fylgni er á milli væntingavísitölunnar og einkaneyslu. Við teljum samt að Seðlabankinn hækki stýrivexti ekki meira enda verður að hafa í huga að verðbólga er á leiðinni niður og stýrivextir háir. Raunvextir eru því háir,“ bendir Ásgeir á og bætir við að segja mætti að núna sé aðhald Seðlabankans að koma fram. „Fólk er farið að kveinka sér yfir þessu og aðhaldið endurspeglast í allri þessari umræðu um að skipta mögulega um mynt og um vaxtaokur bankanna. Fólk finnur fyrir því að stýrivextir Seðlabankans bíta og það er jú það sem Seðlabankinn vill.“ Björn Rúnar Guðmundsson sérfræðingur greiningardeildar Landsbanka Íslands tekur í sama streng. „Mér kæmi mjög á óvart ef við fengjum hækkun, en það er heldur engin lækkun í spilunum.“ Hann segir vexti nokkuð háa á peningamarkaði, yfir vöxtum Seðlabankans og það sé vísbending um að enn sé töluverð eftirspurn eftir peningum í hagkerfinu. „Það hjálpar Seðlabankanum að rökstyðja að enn sé þörf á aðhaldi. Ef sú eftirspurn væri dottin niður og vextirnir sömu og stýrivextir væri það vísbending um að það væri að draga úr eftirspurn eftir fjármagni. En í og með að þeir eru töluvert mikið hærri, þá er það vísbending um að ekki sé búið að kæla kerfið nægilega mikið niður. Við þessar aðstæður á auðvitað ekki að slaka á og yrði erfitt fyrir Seðlabankann að rökstyðja lækkun.“ Björn bendir einnig á nýlega spá hóps sérfræðinga á Bloomberg sem allir voru sammála um að Seðlabankinn héldi stýrivöxtum líklega óbreyttum. „Verðbólga er enn langt yfir markmiði bankans og þótt úr henni dragi talsvert á komandi mánuðum eru enn horfur á að hún verði yfir markmiði næstu tvö árin, ekki síst ef horft er framhjá beinum áhrifum fyrirhugaðrar lækkunar neysluskatta á fyrri hluta næsta árs,“ segir í rökstuðningi Seðlabankans á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Á ákvörðunarfundi bankans þar áður í nóvemberbyrjun þegar einnig voru gefin út Peningamál, efnahagsrit Seðlabankas, var ákveðið að fresta vaxtahækkun að sinni í ljósi þess að stýrivextir væru orðnir töluvert háir og að verðbólguhorfur hefðu batnað frá því um miðbik ársins. Vaxtaákvörðunardagurinn í desemberlok var svo viðbótarákvörðunardagur þar sem ákvörðunin yrði endurskoðuð í ljósi aðstæðna. Núna telja sérfræðingar að Seðlabankinn haldi í horfinu um sínn en í sumar kunni jafnvel að taka við lækkunarferli stýrivaxta hjá bankanum. Helsti óvissuþáttur í þeirri spá er gengisþróun krónunnar.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun