Viðskipti erlent

Stórgróði hjá Google

Hagnaður netleitarfyrirtækisins Google þrefaldaðist á milli ára á síðasta ársfjórðungi.
Hagnaður netleitarfyrirtækisins Google þrefaldaðist á milli ára á síðasta ársfjórðungi. MYND/Getty

Bandaríska netleitarfyrirtækið Google skilaði næstum þrefalt meiri hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs en á sama tíma árið 2005. Hagnaður Google nam 1,03 milljörðum Bandaríkjadala, tæplega 71 milljarði íslenskra króna, samanborið við 372,2 milljónir dala, jafnvirði 25,5 milljarða íslenskra króna ári fyrr.

Tekjur Google námu 3,2 milljörðum dala, tæpum 220 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum ársins, sem að mestum hluta liggur í betri sölu á netauglýsingum á netinu fyrir síðustu jól en á fyrri árum.

Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eiga kaupin á bandarísku netveitunni YouTube í október í fyrra stóran þátt í bættri afkomu fyrirtækisins en auglýsingar Google birtast sömuleiðis á vef YouTube. Virðist fátt benda til að samdráttur verði hjá fyrirtækinu á næstunni, að sögn forsvarsmanna Google.

Gengi Google hefur margfaldast frá stofnun fyrirtækisins fyrir níu árum en einungis vantar 10 Bandaríkjadali, tæpar 70 íslenskra króna, upp á að gengið farið í 500 dali á hlut. Það yrði nýtt met í sögu netleitarfyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×