Economist ódýrt hérlendis 7. febrúar 2007 06:00 Á sama tíma og tímaritið Economist segir að íslenska krónan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt Big Mac-vísitölunni, er það nær hvergi ódýrara í lausasölu en einmitt hér á landi. Þetta víðlesna tímarit um efnahags- og þjóðfélagsmál kostar 400 krónur út úr búð á Íslandi, en af þeim fjörutíu löndum sem gefin eru upp á forsíðu tímaritsins er tímaritið aðeins ódýrara í Nígeríu (253 kr.), Tyrklandi (322 kr.) og Suður-Afríku (340 kr.), miðað við gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum á mánudaginn. „Þeir stýra verðinu sjálfir, borga undir blaðið og leggja mikið upp úr því að blaðið sé fáanlegt alls staðar í heiminum,“ segir Trausti Júlíusson, dreifingarstjóri tímarita og blaða hjá Dreifingamiðstöðinni. Hann bætir við að verðbreytingar eru þó jafnan gerðar í samráði við dreifingaraðila. Trausti hefur tekið eftir því að lausasöluverðið á Íslandi er lægra en víðast annars staðar en hefur ekki svör á reiðum höndum af hverju svo sé. Stundum er jafnvel meiri munur á aukablöðum Economist. Trausti segir að tímaritið hafi alltaf selst vel á Íslandi. Í Slóveníu, þar sem lausasöluverð Economist er lægst í Evrópu á eftir Tyrklandi og Íslandi, kostaði tímaritið 441 krónu miðað við gengi íslensku krónunnar og evrunnar á mánudaginn. Þarna munar rúmum tíu prósentum. Í Evrulandi kostaði Economist 5,2 evrur í lausasölu (nema í Slóveníu), um 468 krónur, tæpar fimm hundruð krónur í Svíþjóð og 543 krónur í Danmörku. Dýrast er Economist í Mið-Austurlöndum. Í Kúveit kostaði stykkið 603 krónur út úr búð á mánudaginn. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Á sama tíma og tímaritið Economist segir að íslenska krónan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt Big Mac-vísitölunni, er það nær hvergi ódýrara í lausasölu en einmitt hér á landi. Þetta víðlesna tímarit um efnahags- og þjóðfélagsmál kostar 400 krónur út úr búð á Íslandi, en af þeim fjörutíu löndum sem gefin eru upp á forsíðu tímaritsins er tímaritið aðeins ódýrara í Nígeríu (253 kr.), Tyrklandi (322 kr.) og Suður-Afríku (340 kr.), miðað við gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum á mánudaginn. „Þeir stýra verðinu sjálfir, borga undir blaðið og leggja mikið upp úr því að blaðið sé fáanlegt alls staðar í heiminum,“ segir Trausti Júlíusson, dreifingarstjóri tímarita og blaða hjá Dreifingamiðstöðinni. Hann bætir við að verðbreytingar eru þó jafnan gerðar í samráði við dreifingaraðila. Trausti hefur tekið eftir því að lausasöluverðið á Íslandi er lægra en víðast annars staðar en hefur ekki svör á reiðum höndum af hverju svo sé. Stundum er jafnvel meiri munur á aukablöðum Economist. Trausti segir að tímaritið hafi alltaf selst vel á Íslandi. Í Slóveníu, þar sem lausasöluverð Economist er lægst í Evrópu á eftir Tyrklandi og Íslandi, kostaði tímaritið 441 krónu miðað við gengi íslensku krónunnar og evrunnar á mánudaginn. Þarna munar rúmum tíu prósentum. Í Evrulandi kostaði Economist 5,2 evrur í lausasölu (nema í Slóveníu), um 468 krónur, tæpar fimm hundruð krónur í Svíþjóð og 543 krónur í Danmörku. Dýrast er Economist í Mið-Austurlöndum. Í Kúveit kostaði stykkið 603 krónur út úr búð á mánudaginn.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira