Viðvarandi hagvöxtur 7. febrúar 2007 06:00 Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira