Viðskipti innlent

Kaupa sex nýjar Airbus-breiðþotur

Airbus-breiðþota. Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum.
Airbus-breiðþota. Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum.

Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki kaupir nýjar vélar frá Airbus. AAT er fjórða fyrirtækið í heiminum sem semur um kaup á þessari tegund véla. Er áætlað að þær komi á markað í ársbyrjun 2010 og verði afhentar AAT á árunum 2010 og 2011.

Listaverð vélanna sex er um 6,7 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá AAT er kaupverðið þó umtalsvert lægra og trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda. Fjármögnun fyrir kaupunum hefur að fullu verið tryggð í gegnum erlenda fjárfestingarsjóði.

Búist er við miklum vexti í fraktflutningum í heiminum á næstu árum. Yfir sextíu flugfélög reka í dag farþegaútgáfur sömu véla sem auðveldar viðkomandi flugfélögum að taka fraktútgáfuna í notkun. Frá því að AAT var stofnað í apríl 2005 hefur 21 flugvél verið keypt í því miði að vera seld aftur á markaði. Í tilkynningunni kemur fram að Avion Aircraft Trading sé þegar í viðræðum við flugfélög um leigu á nýju vélunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×