Viðskipti innlent

Uppselt á Viðskiptaþing

Uppselt er á Viðskiptaþing sem Viðskiptaráð Íslands heldur á Hótel Nordica í dag. Salurinn tekur 500 manns og mun aðsókn aldrei hafa verið jafn mikil áður. Hvort yfirskrift þingsins er svona lokkandi, eða eitthvað annað, liggur ekki fyrir, en yfirskriftin er spurningin: Er Ísland besta land í heimi? Nokkrir af fremstu viðskiptajöfrum þjóðarinnar munu meðal annarra ávarpa þingið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×