Viðskipti erlent

Endurnýjanleg orka í hávegum höfð

Á viðamikilli ráðstefnu dótturfélags Landsbankans, Kepler-Landsbankans, á dögunum kynnti Halldór J. Kristjánsson bankastjóri sýn Landsbankans á þróun nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Þá var ákvörðun bankaráðs þess efnis að leggja enn frekari áherslu á þetta svið fjármögnunar kynnt.

Í ræðunni lagði Halldór enn fremur áherslu á sterka stöðu Íslands í þessum efnum, en 72 prósent heildarorkunýtingar á Íslandi kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum samanborið við 13 prósenta heimsmeðaltal.

Á ráðstefnunni kynntu 22 fyrirtæki í fararbroddi í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada starfsemi sína og mögulega fjárfestingarkosti fyrir rúmlega 200 sérhæfðum stofnanafjárfestum.

Þrjú íslensk fyrirtæki voru á meðal þeirra sem kynntu starfsemi sína. Það voru Hitaveita Suðurnesja hf., Jarðboranir hf. og Enex hf. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að sérstaða Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkulinda hafi vakið áhuga stórra fjárfestingaraðila á ráðstefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×