Viðskipti erlent

Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Greinendum þar í landi reiknast til að þetta jafngildi því að 110.000 manns hafi fengið atvinnu í mánuðinum, sem reyndar er 40.000 störfum minna en vonir stóðu til.

Þeir segja engu að síður að þótt niðurstaðan sé undir væntingum þá sé þetta merki um stöðugan vöxt hagkerfisins fremur en um ofhitnun í efnahagslífinu. Slíkt sé fagnaðarefni, ekki síst fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna sem ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Þá eru neytendur almennt ánægðir vestanhafs enda stóð væntingarvísitalan í Bandaríkjunum í 96,6 stigum í síðasta mánuði samanborið við 91,7 stig í jólamánuði síðasta árs. Vísitalan hefur ekki verið hærri í tvö ár vestra, að þeirra mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×