Verulega samlegð þarf til að réttlæta kaupin 7. febrúar 2007 06:15 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Bjarni Ármannsson segir að kaup Glitnis á tæpum 70 prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group séu í góðu samræmi við þá stefnu bankans að vaxa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem og að fjárfesta í fyrirtækjaráðgjöf og fyrirtækjaþjónustu, eignastýringu og verðbréfaviðskiptum. „Þetta er mjög spennandi tækifæri og nýr markaður sem gefur okkur bæði stökkpall til frekari vaxtar og áhættudreifingar.“ Og þá er ekki síður mikilvægt að Glitnir fær til liðs við sig hóp af reyndu fólki sem hefur skuldbundið sig til að vinna áfram fyrir samstæðuna í ákveðinn tíma. Kaupin á FIM er níundu kaupin sem Glitnir tekst á hendur á síðustu tveimur og hálfu ári og þau fjórðu stærstu í sögu íslensks fjármálafyrirtækis miðað við að greiddir verði 30 milljarðar fyrir allt hlutaféð. Hagræðingartækifæri og samlegðaráhrif blasa við að mati Bjarna. „Á næstu tveimur árum eigum við að geta aukið verulega tekjur og hagnað FIM, með innri vexti og með því að nýta innviði Glitnis.“ Eiginfjárhlutfall (CAD) verður líklega 14,6 prósent að viðskiptum loknum sem er hátt hlutfall að mati stjórnenda bankans. „Fjárhagslegur styrkur bankans til innri vaxtar er enn mikill,“ segir Bjarni. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans telja kauðverðið vera í hærra lagi en Glitnir greiðir þrjátíu prósenta yfirverð fyrir hlutinn í FIM. Bjarni viðurkennir að bankinn fái engan afslátt frá seljendum. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum.“ Bjarni segir að tvö veigamikil atriði skipti mestu við þessa fjárfestingu Glitnis. Bankanum tekst að nýta eigin dreifikerfi í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi fyrir verðbréfasjóði FIM Group þannig að viðskiptavinir beggja félaga geti nýtt sér þjónustu hvors annars. Hitt sem skiptir miklu máli er að Glitnir sér tækifæri í því að krossa yfir landamæri með verðbréfaviðskipti og greiningar en eftir kaupin verður Glitnir einn af þremur stærstu þátttakendunum á norrænnum verðbréfamarkaði. „Þetta fyrirtæki er með víðtækustu greiningu á fyrirtækjum í Finnlandi, það er litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“ Auk sjóðastýringar og verðbréfamiðlunar rekur FIM fyrirtækjaráðgjöf og starfrækir útibú í Rússlandi sem skapa ýmsa möguleika. „Við munum fara varlega á rússneska markaðnum á meðan við erum að kynnast honum eins og við gerum á öðrum nýjum svæðum.“ Þetta gefur Glitni færi á að bjóða viðskiptavinum sínum í Bretlandi og Svíþjóð aðgang að rússneskum hlutabréfum sem ekki hefur verið hægt hingað til. Bjarni er spurður að því hvort næstu mið Glitnis verði á Eystrasaltssvæðinu. „Við erum með töluverða verðbréfamiðlun á því svæði. Það er alveg ljóst að það eru geysileg vaxtartækifæri inn á Eystrasaltslöndin og austur eftir,“ en bætir við að yfirtakan á FIM sé stór og það muni taka tíma að vinna úr henni og fikra sig áfram. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Bjarni Ármannsson segir að kaup Glitnis á tæpum 70 prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group séu í góðu samræmi við þá stefnu bankans að vaxa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem og að fjárfesta í fyrirtækjaráðgjöf og fyrirtækjaþjónustu, eignastýringu og verðbréfaviðskiptum. „Þetta er mjög spennandi tækifæri og nýr markaður sem gefur okkur bæði stökkpall til frekari vaxtar og áhættudreifingar.“ Og þá er ekki síður mikilvægt að Glitnir fær til liðs við sig hóp af reyndu fólki sem hefur skuldbundið sig til að vinna áfram fyrir samstæðuna í ákveðinn tíma. Kaupin á FIM er níundu kaupin sem Glitnir tekst á hendur á síðustu tveimur og hálfu ári og þau fjórðu stærstu í sögu íslensks fjármálafyrirtækis miðað við að greiddir verði 30 milljarðar fyrir allt hlutaféð. Hagræðingartækifæri og samlegðaráhrif blasa við að mati Bjarna. „Á næstu tveimur árum eigum við að geta aukið verulega tekjur og hagnað FIM, með innri vexti og með því að nýta innviði Glitnis.“ Eiginfjárhlutfall (CAD) verður líklega 14,6 prósent að viðskiptum loknum sem er hátt hlutfall að mati stjórnenda bankans. „Fjárhagslegur styrkur bankans til innri vaxtar er enn mikill,“ segir Bjarni. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans telja kauðverðið vera í hærra lagi en Glitnir greiðir þrjátíu prósenta yfirverð fyrir hlutinn í FIM. Bjarni viðurkennir að bankinn fái engan afslátt frá seljendum. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum.“ Bjarni segir að tvö veigamikil atriði skipti mestu við þessa fjárfestingu Glitnis. Bankanum tekst að nýta eigin dreifikerfi í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi fyrir verðbréfasjóði FIM Group þannig að viðskiptavinir beggja félaga geti nýtt sér þjónustu hvors annars. Hitt sem skiptir miklu máli er að Glitnir sér tækifæri í því að krossa yfir landamæri með verðbréfaviðskipti og greiningar en eftir kaupin verður Glitnir einn af þremur stærstu þátttakendunum á norrænnum verðbréfamarkaði. „Þetta fyrirtæki er með víðtækustu greiningu á fyrirtækjum í Finnlandi, það er litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“ Auk sjóðastýringar og verðbréfamiðlunar rekur FIM fyrirtækjaráðgjöf og starfrækir útibú í Rússlandi sem skapa ýmsa möguleika. „Við munum fara varlega á rússneska markaðnum á meðan við erum að kynnast honum eins og við gerum á öðrum nýjum svæðum.“ Þetta gefur Glitni færi á að bjóða viðskiptavinum sínum í Bretlandi og Svíþjóð aðgang að rússneskum hlutabréfum sem ekki hefur verið hægt hingað til. Bjarni er spurður að því hvort næstu mið Glitnis verði á Eystrasaltssvæðinu. „Við erum með töluverða verðbréfamiðlun á því svæði. Það er alveg ljóst að það eru geysileg vaxtartækifæri inn á Eystrasaltslöndin og austur eftir,“ en bætir við að yfirtakan á FIM sé stór og það muni taka tíma að vinna úr henni og fikra sig áfram.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun