Spennandi ár og arðvænleg verkefni 7. febrúar 2007 06:15 Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís. Sjöfn segir fjármögnun starfsemi Matís þann þátt sem stöðugt þurfi að huga að, enda sé fjármagnið forsenda þess að hægt sé að ráðast í fjölbreytt verkefni. Matís starfar með fyrirtækjum og háskólum um allt land og telur Sjöfn starfsemina vart geta nema aukist. MYND/Heiða Um áramót tók til starfa nýtt opinbert hlutafélag, matvælarannsóknafyrirtækið Matís ohf. Áherslur eru að nokkru marki aðrar en einkenndu þær stofnanir sem runnu inn í félagið, til að mynda er áhersla lögð á að byggja upp arðvænleg rannsóknarverkefni í samvinnu við atvinnulífið. Þar ber hæst verkefni sem forsvarsmenn þess segja að geti aukið verðmæti fiskflaka hér um rúma þrjá milljarða króna á ári með því að fullnýta fiskprótín sem hingað til hefur verið selt sem dýrafóður. Þrjár stofnanir sameinaðarÍ Matís sameinuðust ríkisstofnanirnar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar, en allar unnu þær að matvælarannsóknum og þróun í tengslum við matvælaiðnað. Sjöfn Sigurgísladóttir er forstjóri Matís, en hún var forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins frá árinu 2002 og þar áður forstöðumaður matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins. Hún segir verkefnið fyrst í stað að ná flugi í starfsemi Matís sem hún leggur áherslu á að nái sem víðast um landið þar sem fyrirtækið sé á sjö stöðum á landinu. „Þetta verður spennandi ár,“ segir hún.Eins og gefur að skilja er ekki alveg átakalaust að færa undir einn hatt og nýtt rekstrarform starfsemi aðskilinna ríkisfyrirtækja og var fyrir og um áramótin nokkuð deilt á stjórn Matís vegna samningamála við starfsfólk. Skömmu fyrir áramót höfðu til dæmis enn ekki skrifað undir nýjan ráðningarsamning við Matís um 20 manns af þeim 85 starfsmönnum stofnananna þriggja sem inn í fyrirtækið runnu. Sjöfn segist telja þennan óróa að baki. „Núna erum við komin með 95 manna öflugan hóp, sem í sjálfu sér hefur unnið mikið saman síðustu ár. Við finnum hvers konar kraftur er þarna, en breytingin átti sér náttúrulega stað á mjög skömmum tíma. Við hins vegar finnum fyrir mjög jákvæðum straumum og starfsmennirnir eru mjög áhugasamir. Starfsmannamál verða því ekki vandamál til framtíðar.“Sjöfn segir starfsemi Matís í raun byggja á tveimur grunnstoðum, annars vegar nýsköpunarhluta, hvernig stuðla megi að framþróun sem auki verðmæti sjávarfangs eða verðmæti matvæla almennt. Hins vegar er svo horft til öryggis matvæla sem er þáttur sem Sjöfn segir síst mega vanmeta. „Í störfum mínum hjá Hollustuvernd upplifði ég það til dæmis hversu mikið vantaði af gögnum um íslenskan matvælaiðnað í tengslum við útflutning.“Hluti af starfi Matís snýst þannig um að eiga tiltæk gögn um öryggi og uppruna matvæla, þannig að ef til dæmis ætti að fara að flytja út sjávarfang sem ekki hefði verið flutt út áður, þá lægju þegar fyrir upplýsingar um öryggi vörunnar, til dæmis aðskotaefni í sjó. „Tiltæk þurfa að vera gögn um að varan okkar sé í lagi,“ segir hún og bendir á að fulltrúar verslanakeðja á borð við Whole Foods eða Marks & Spencer heimsæki Matís til þess að afla sér upplýsinga um íslenskar vörur sem verslanirnar hafi á boðstólum . „Og það sem við núna gerum, í stað þess að binda okkur við sjávarútveg eins og við höfum gert, er að horfa á matvælaiðnaðinn og markaðinn í heild sinni.“Prótín er gróðavegurHér hafa í gegnum tíðina margar ólíkar stofnanir sem heyra undir ólík ráðuneyti komið að hinum og þessum hliðum matvælaframleiðslu og löngum verið talað um nauðsyn þess að koma á meiri samræmingu, til dæmis með því að færa allt undir eitt matvælaráðuneyti. Með Matís kann að vera kominn vísir að slíkri samræmingu.Starfsemin er víðtæk og segir Sjöfn mikilvægt að vera í góðu samstarfi við ráðuneyti, stofnanir á borð við Fiskistofu, Landbúnaðarstofnun, rannsóknarstofnanir, skóla og fyrirtæki. „Svo leggjum við mikið upp úr því að vera starfrækt um allt land. Sumir hafa haldið að þetta væri eitthvað pólitískt sjónarspil, en staðreyndin er bara sú að bæði fyrirtækin og skólarnir eru úti um allt land. Fyrir framtíð Matís skiptir miklu að vera í samstarfi við skólana og með því að vera með starfsemina sem víðast getum við tengt alla þætti saman.“Nýsköpunarhluta Matís segir Sjöfn svo aftur skiptast í tvö svið. „Annars vegar er það líftæknihlutinn og erfðatækni, en við tengdumst fyrirtæki sem heitir Prokaria sem starfar innan Matís. Þar er verið að vinna fjölda verkefna sem til dæmis tengjast fiskeldi, hvernig finna eigi besta stofninn í þorski og slíka hluti. Tengt líftækninni er mikið af verkefnum og nýjar afurðir að verða til,“ segir Sjöfn, en hjá Prokaria þar innandyra eru meðal annars unnar DNA-greiningar með það fyrir augum að ættfæra skepnur rétt, sem skiptir til dæmis máli í útflutningi hesta.„Svo eru menn mikið að spá í þróunina á íslenskum hænsnum og skemmtilegt að sjá hvernig tengja má erfðatæknina við framþróun í matvælatækni.“ Iceprotein, sem einnig fellur undir líftæknihlutann, framleiðir svo prótín úr afurðum sem meðal annars má nota í framleiðslu á fiski til þess að auka þyngd hans.Tæknin gerir það að verkum að flökin rýrna minna og verða því verðmætari afurð en ella. „Úr afskurðinum verður bara hvítur massi sem síðan má nota í nánast hvað sem er. Til framtíðar er verið að horfa á framleiðslu á slíku prótíni fyrir fæðubótarefnamarkaðinn,“ segir Sjöfn, en þar er ekki síst horft til margvíslegra íþróttadrykkja. „Skemmtilegt er að nýjar niðurstöður rannsókna í heiminum sýna líka að fiskprótín njóta nokkurrar sérstöðu varðandi heilsu og hollustu.“Vinna náið með fyrirtækjumHinn hluti nýsköpunarstarfs Matís er svo eining sem nefnist vinnsla og vöruþróun. „Þá erum við að vinna með öllum atvinnugreinum og horfum til hluta á borð við hvernig best er að flytja út matvæli héðan.“ Kælikerfi og vinnsluferlar eru meðal þess sem þarna er horft til, auk þátta á borð við rekjanleika matvæla. „Með því að laga og bæta alla keðjuna er hægt að fá svo mikinn ávinning.“ Hluti af þeim rannsóknum er til dæmis gagnagrunnur um gæði fiskmetis eftir stað- og tímasetningu veiða. Að þessum gagnagrunni hafa svo sjávarútvegsfyrirtæki aðgang og geta hagað sínum veiðum eftir því.Tekjugrunnur Matís kemur að mestu úr íslenskum sjóðum og svo erlendum rannsóknasjóðum. „Stór hluti af okkar tekjum kemur erlendis frá. Fjármagn sem við fáum frá ríkinu hefur verið notað til að sækja fjármagn erlendis frá, en útlenskir sjóðir gera oft kröfu um ákveðið mótframlag. Hugmyndafræðin er sú að tvö- eða þrefalda allt fjármagn sem við fáum.“ Sjöfn segir svo heldur ekki stefnu Matís að eiga og reka fyrirtæki, þannig að þótt verkefni á borð við Iceprotein geti verið arðvænleg þá muni væntanlega koma að þeim tímapunkti að fyrirtækið verði selt. Með því móti geti rannsóknarverkefni nýst fyrirtækinu sem tekjulind, enda sé nálgunin sú að starfið beri sig. Þá eru öll verkefni Matís unnin í samvinnu við fyrirtæki.„En þegar engin fyrirtæki eru til staðar á sviði rannsóknarinnar þá neyðumst við í raun til að stofna fyrirtæki, líkt og í tilfelli Iceproteins. Þar erum við samt í samstarfi við Fisk Seafood á Sauðarkróki,“ segir Sjöfn og telur samstarfið við fyrirtækin mjög mikilvægt auk samstarfs við háskólana. Matís er til dæmis með um tíu doktorsnema hjá sér sem vinna að ólíkum verkefnum. „Þannig tengjum við skólana við atvinnulífið og fyrirtækin hafa hag af nemendunum.“Sjöfn segir horft til áframhaldandi samstarfs við skóla og atvinnulíf, auk alþjóðastarfs sem sé vaxandi þáttur í starfseminni. „Við lítum svo á að núna í byrjun tökum við tvo þrjá mánuði í að móta okkar stefnu og hugsum stórt í þeim efnum. Hún er hins vegar enn í vinnslu og get ég því ekki sagt fyrir um hvar við verðum stödd eftir fimm ár,“ segir Sjöfn glaðbeitt og hlakkar greinilega til að takast á við verkefnin sem framundan eru hjá Matís.Á vef Matís, www.matis.is, er að finna ítarlegar upplýsingar um fjölbreytt verkefni fyrirtækisins og tengingar í áhugavert efni tengt matvælaiðnaði. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Um áramót tók til starfa nýtt opinbert hlutafélag, matvælarannsóknafyrirtækið Matís ohf. Áherslur eru að nokkru marki aðrar en einkenndu þær stofnanir sem runnu inn í félagið, til að mynda er áhersla lögð á að byggja upp arðvænleg rannsóknarverkefni í samvinnu við atvinnulífið. Þar ber hæst verkefni sem forsvarsmenn þess segja að geti aukið verðmæti fiskflaka hér um rúma þrjá milljarða króna á ári með því að fullnýta fiskprótín sem hingað til hefur verið selt sem dýrafóður. Þrjár stofnanir sameinaðarÍ Matís sameinuðust ríkisstofnanirnar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar, en allar unnu þær að matvælarannsóknum og þróun í tengslum við matvælaiðnað. Sjöfn Sigurgísladóttir er forstjóri Matís, en hún var forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins frá árinu 2002 og þar áður forstöðumaður matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins. Hún segir verkefnið fyrst í stað að ná flugi í starfsemi Matís sem hún leggur áherslu á að nái sem víðast um landið þar sem fyrirtækið sé á sjö stöðum á landinu. „Þetta verður spennandi ár,“ segir hún.Eins og gefur að skilja er ekki alveg átakalaust að færa undir einn hatt og nýtt rekstrarform starfsemi aðskilinna ríkisfyrirtækja og var fyrir og um áramótin nokkuð deilt á stjórn Matís vegna samningamála við starfsfólk. Skömmu fyrir áramót höfðu til dæmis enn ekki skrifað undir nýjan ráðningarsamning við Matís um 20 manns af þeim 85 starfsmönnum stofnananna þriggja sem inn í fyrirtækið runnu. Sjöfn segist telja þennan óróa að baki. „Núna erum við komin með 95 manna öflugan hóp, sem í sjálfu sér hefur unnið mikið saman síðustu ár. Við finnum hvers konar kraftur er þarna, en breytingin átti sér náttúrulega stað á mjög skömmum tíma. Við hins vegar finnum fyrir mjög jákvæðum straumum og starfsmennirnir eru mjög áhugasamir. Starfsmannamál verða því ekki vandamál til framtíðar.“Sjöfn segir starfsemi Matís í raun byggja á tveimur grunnstoðum, annars vegar nýsköpunarhluta, hvernig stuðla megi að framþróun sem auki verðmæti sjávarfangs eða verðmæti matvæla almennt. Hins vegar er svo horft til öryggis matvæla sem er þáttur sem Sjöfn segir síst mega vanmeta. „Í störfum mínum hjá Hollustuvernd upplifði ég það til dæmis hversu mikið vantaði af gögnum um íslenskan matvælaiðnað í tengslum við útflutning.“Hluti af starfi Matís snýst þannig um að eiga tiltæk gögn um öryggi og uppruna matvæla, þannig að ef til dæmis ætti að fara að flytja út sjávarfang sem ekki hefði verið flutt út áður, þá lægju þegar fyrir upplýsingar um öryggi vörunnar, til dæmis aðskotaefni í sjó. „Tiltæk þurfa að vera gögn um að varan okkar sé í lagi,“ segir hún og bendir á að fulltrúar verslanakeðja á borð við Whole Foods eða Marks & Spencer heimsæki Matís til þess að afla sér upplýsinga um íslenskar vörur sem verslanirnar hafi á boðstólum . „Og það sem við núna gerum, í stað þess að binda okkur við sjávarútveg eins og við höfum gert, er að horfa á matvælaiðnaðinn og markaðinn í heild sinni.“Prótín er gróðavegurHér hafa í gegnum tíðina margar ólíkar stofnanir sem heyra undir ólík ráðuneyti komið að hinum og þessum hliðum matvælaframleiðslu og löngum verið talað um nauðsyn þess að koma á meiri samræmingu, til dæmis með því að færa allt undir eitt matvælaráðuneyti. Með Matís kann að vera kominn vísir að slíkri samræmingu.Starfsemin er víðtæk og segir Sjöfn mikilvægt að vera í góðu samstarfi við ráðuneyti, stofnanir á borð við Fiskistofu, Landbúnaðarstofnun, rannsóknarstofnanir, skóla og fyrirtæki. „Svo leggjum við mikið upp úr því að vera starfrækt um allt land. Sumir hafa haldið að þetta væri eitthvað pólitískt sjónarspil, en staðreyndin er bara sú að bæði fyrirtækin og skólarnir eru úti um allt land. Fyrir framtíð Matís skiptir miklu að vera í samstarfi við skólana og með því að vera með starfsemina sem víðast getum við tengt alla þætti saman.“Nýsköpunarhluta Matís segir Sjöfn svo aftur skiptast í tvö svið. „Annars vegar er það líftæknihlutinn og erfðatækni, en við tengdumst fyrirtæki sem heitir Prokaria sem starfar innan Matís. Þar er verið að vinna fjölda verkefna sem til dæmis tengjast fiskeldi, hvernig finna eigi besta stofninn í þorski og slíka hluti. Tengt líftækninni er mikið af verkefnum og nýjar afurðir að verða til,“ segir Sjöfn, en hjá Prokaria þar innandyra eru meðal annars unnar DNA-greiningar með það fyrir augum að ættfæra skepnur rétt, sem skiptir til dæmis máli í útflutningi hesta.„Svo eru menn mikið að spá í þróunina á íslenskum hænsnum og skemmtilegt að sjá hvernig tengja má erfðatæknina við framþróun í matvælatækni.“ Iceprotein, sem einnig fellur undir líftæknihlutann, framleiðir svo prótín úr afurðum sem meðal annars má nota í framleiðslu á fiski til þess að auka þyngd hans.Tæknin gerir það að verkum að flökin rýrna minna og verða því verðmætari afurð en ella. „Úr afskurðinum verður bara hvítur massi sem síðan má nota í nánast hvað sem er. Til framtíðar er verið að horfa á framleiðslu á slíku prótíni fyrir fæðubótarefnamarkaðinn,“ segir Sjöfn, en þar er ekki síst horft til margvíslegra íþróttadrykkja. „Skemmtilegt er að nýjar niðurstöður rannsókna í heiminum sýna líka að fiskprótín njóta nokkurrar sérstöðu varðandi heilsu og hollustu.“Vinna náið með fyrirtækjumHinn hluti nýsköpunarstarfs Matís er svo eining sem nefnist vinnsla og vöruþróun. „Þá erum við að vinna með öllum atvinnugreinum og horfum til hluta á borð við hvernig best er að flytja út matvæli héðan.“ Kælikerfi og vinnsluferlar eru meðal þess sem þarna er horft til, auk þátta á borð við rekjanleika matvæla. „Með því að laga og bæta alla keðjuna er hægt að fá svo mikinn ávinning.“ Hluti af þeim rannsóknum er til dæmis gagnagrunnur um gæði fiskmetis eftir stað- og tímasetningu veiða. Að þessum gagnagrunni hafa svo sjávarútvegsfyrirtæki aðgang og geta hagað sínum veiðum eftir því.Tekjugrunnur Matís kemur að mestu úr íslenskum sjóðum og svo erlendum rannsóknasjóðum. „Stór hluti af okkar tekjum kemur erlendis frá. Fjármagn sem við fáum frá ríkinu hefur verið notað til að sækja fjármagn erlendis frá, en útlenskir sjóðir gera oft kröfu um ákveðið mótframlag. Hugmyndafræðin er sú að tvö- eða þrefalda allt fjármagn sem við fáum.“ Sjöfn segir svo heldur ekki stefnu Matís að eiga og reka fyrirtæki, þannig að þótt verkefni á borð við Iceprotein geti verið arðvænleg þá muni væntanlega koma að þeim tímapunkti að fyrirtækið verði selt. Með því móti geti rannsóknarverkefni nýst fyrirtækinu sem tekjulind, enda sé nálgunin sú að starfið beri sig. Þá eru öll verkefni Matís unnin í samvinnu við fyrirtæki.„En þegar engin fyrirtæki eru til staðar á sviði rannsóknarinnar þá neyðumst við í raun til að stofna fyrirtæki, líkt og í tilfelli Iceproteins. Þar erum við samt í samstarfi við Fisk Seafood á Sauðarkróki,“ segir Sjöfn og telur samstarfið við fyrirtækin mjög mikilvægt auk samstarfs við háskólana. Matís er til dæmis með um tíu doktorsnema hjá sér sem vinna að ólíkum verkefnum. „Þannig tengjum við skólana við atvinnulífið og fyrirtækin hafa hag af nemendunum.“Sjöfn segir horft til áframhaldandi samstarfs við skóla og atvinnulíf, auk alþjóðastarfs sem sé vaxandi þáttur í starfseminni. „Við lítum svo á að núna í byrjun tökum við tvo þrjá mánuði í að móta okkar stefnu og hugsum stórt í þeim efnum. Hún er hins vegar enn í vinnslu og get ég því ekki sagt fyrir um hvar við verðum stödd eftir fimm ár,“ segir Sjöfn glaðbeitt og hlakkar greinilega til að takast á við verkefnin sem framundan eru hjá Matís.Á vef Matís, www.matis.is, er að finna ítarlegar upplýsingar um fjölbreytt verkefni fyrirtækisins og tengingar í áhugavert efni tengt matvælaiðnaði.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun