Farsímafélög sameinast um leitarvél fyrir síma 7. febrúar 2007 05:45 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Orðrómur er uppi um að sjö farsímarisar í Evrópu og í Bandaríkjunum ætli að sameinast um að smíða leitarvél í farsímum af þriðju kynslóð í farsímatækni. Búist er við að vélin muni keppa við sambærilegar leitarvélar Google og Yahoo! Í vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph um síðustu helgi segir að fulltrúar breska farsímarisans Vodafone, franska farsímafélagsins Telecom, Telefonica á Spáni, sem sinnir jafnt innanlandsmarkaði og Suður-Ameríku, hins þýska Telekom, indverska farsímafélagsins Hutchison Whampoa, Telecom á Ítalíu auk bandaríska farsímafyrirtækisins Cingular ætli að hittast á leynilegum fundi á hinni árlegu farsímaráðstefnu, sem hefst í Barcelona á Spáni á mánudag í næstu viku. Helsta ástæðan fyrir samvinnunni mun vera sú að tryggja afkomu farsímafélaganna í framtíðinni en fyrirtækin hafa þurft að horfa upp á lægri tekjur vegna lækkunar á farsímagjöldum þrátt fyrir að farsímanotendum hafi fjölgað ár frá ári. Þá er jafnframt horft til þess að farsímanotkun muni taka stórt stökk á næstu árum, ekki síst með aukinni útbreiðslu þriðju kynslóðarinnar í farsímatækni. Blaðið segir áætlanir standa til að um tuttugu prósent farsímanotenda í Bretlandi muni hafa aðgang að háhraðatengineti undir lok þess árs. Með auknum hraða verði meiri eftirspurn eftir leitarvélum í farsímum líkum þeim sem er fyrir á netinu, að sögn blaðsins. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver næstu skref farsímafyrirtækjanna verða. Þá er í gildi samningur á milli nokkurra af fyrirtækjunum, meðal annars Vodafone og Hutchison við Google um innbyggðar leitarvélar í farsímum fyrirtækjanna. Leitarvélin í símunum er ekki að fullu virk en reiknað er með að af því verði síðar á þessu ári. Óvíst er hvort fyrirtækin muni rifta samningum við Google í kjölfarið eður ei. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Orðrómur er uppi um að sjö farsímarisar í Evrópu og í Bandaríkjunum ætli að sameinast um að smíða leitarvél í farsímum af þriðju kynslóð í farsímatækni. Búist er við að vélin muni keppa við sambærilegar leitarvélar Google og Yahoo! Í vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph um síðustu helgi segir að fulltrúar breska farsímarisans Vodafone, franska farsímafélagsins Telecom, Telefonica á Spáni, sem sinnir jafnt innanlandsmarkaði og Suður-Ameríku, hins þýska Telekom, indverska farsímafélagsins Hutchison Whampoa, Telecom á Ítalíu auk bandaríska farsímafyrirtækisins Cingular ætli að hittast á leynilegum fundi á hinni árlegu farsímaráðstefnu, sem hefst í Barcelona á Spáni á mánudag í næstu viku. Helsta ástæðan fyrir samvinnunni mun vera sú að tryggja afkomu farsímafélaganna í framtíðinni en fyrirtækin hafa þurft að horfa upp á lægri tekjur vegna lækkunar á farsímagjöldum þrátt fyrir að farsímanotendum hafi fjölgað ár frá ári. Þá er jafnframt horft til þess að farsímanotkun muni taka stórt stökk á næstu árum, ekki síst með aukinni útbreiðslu þriðju kynslóðarinnar í farsímatækni. Blaðið segir áætlanir standa til að um tuttugu prósent farsímanotenda í Bretlandi muni hafa aðgang að háhraðatengineti undir lok þess árs. Með auknum hraða verði meiri eftirspurn eftir leitarvélum í farsímum líkum þeim sem er fyrir á netinu, að sögn blaðsins. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver næstu skref farsímafyrirtækjanna verða. Þá er í gildi samningur á milli nokkurra af fyrirtækjunum, meðal annars Vodafone og Hutchison við Google um innbyggðar leitarvélar í farsímum fyrirtækjanna. Leitarvélin í símunum er ekki að fullu virk en reiknað er með að af því verði síðar á þessu ári. Óvíst er hvort fyrirtækin muni rifta samningum við Google í kjölfarið eður ei.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira