„Kommúnistar“ samtímans? 14. mars 2009 06:00 Þessi spurning virðist fljótt á litið fjarstæðukennd en við lifum einfaldlega á fjarstæðukenndum tímum. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari ríkti mikill ótti í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kommúnismans. Rússar voru komnir með kjarnorkuvopn og Maó orðinn formaður í alþýðulýðveldinu í Kína. Margir stjórnmálamenn og fjölmiðlungar reyndu að ávinna sér hylli almennings með því að berjast hatrammlega gegn kommúnistum. Þar eð lítið var um alvöru kommúnista í Bandaríkjunum, þurfti einfaldlega að búa þá til. Fremstur í flokki í þessari „baráttu“ var öldungardeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy. Hann tók fjölda kunnra einstaklinga fyrir í yfirheyrslum, greinaskrifum og ræðum og vændi alla miskunnarlaust um kommúnisma. Hugtakið kommúnisti var víkkað út að geðþótta ákærendanna. Hæpnar alhæfingar@Megin-Ol Idag 8,3p :Ótta- og spennuþrungið andrýmið í bandarísku þjóðfélagi á þessum tíma var mjög móttækilegt fyrir umræðu sem þessari og margir af þeim sem urðu fyrir barðinu á McCarthy biðu þess aldrei bætur. Sá sem kallaður var kommúnisti nógu oft af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum, var einfaldlega stimplaður kommúnisti af alþjóð og honum í raun útskúfað úr þjóðfélaginu. Alhæfingar og sleggjudómar voru skilgetið afkvæmi einsleitrar upplýsingamiðlunar sem skorti í senn hlutlægni og dýpt. Loks hristu fjölmiðlar þó af sér doðann og tóku að spyrja gagnrýnna spurninga um aðferðir McCarthy og hvort hinn eða þessi væri í raun kommúnisti. Að lokum sáu allir í gegnum McCarthy. Fall hans var að sönnu mikið en hann naut líka mikillar lýðhylli þegar hæst stóð.Íslensk þjóð á í miklum erfiðleikum nú um stundir. Þjóðin er skuldug og atvinnuleysi blasir við mörgum. Stjórnvöldum hefur ekki enn auðnast að skilgreina orsakir efnahagsvandans og það hvarflar lítt að stjórnmálamönnum og embættismönnum að líta í eigin barm enda stutt í kosningar. Fjölmiðlar horfa til þess sem best lætur í eyrum í stað þess að brjóta málin til mergjar. Í slíku andrými ábyrgðarleysis og óvissu kraumar reiði og þjóðin er enn stödd þar í sorgarferli kreppunnar sem leitað er blóraböggla.Hin gullna regla réttarríkisins að fólk teljist saklaust þar til sekt þess er sönnuð, á eðlilega erfitt uppdráttar við slíkar aðstæður. Hið sama gildir um gagnrýna hugsun sem felst í því að efast um fullyrðingar annarra – og jafnvel sínar eigin ályktanir – að trúa aldrei í blindni. Það þarf góða dómgreind og þroska til að taka ekki þátt í þeirri keðjuverkun viðtekinna fullyrðinga sem ganga ómeltar milli manna undir æsilegum formerkjum og bjóða upp á þægilega yfireinföldun á orsakasamhengi hlutanna. Ef við höfum verið blind í trú okkar á endalausar framfarir, hagvöxt og góðæri í uppsveiflunni, er ekki síður ástæða til að vara sig á blindri trú á gróusögur sem vega að æru heilu þjóðfélagshópanna. Öll kurl eru einfaldlega ekki komin til grafar í rannsókn á orsökum efnahagshrunsins á Íslandi. Til þess er málið allt of víðfeðmt og flókið.Svonefndir útrásarvíkingar eru nærtækir blórabögglar. Annar óvinahópur, sem auðvelt er að skilgreina, er bankamenn. Enn er alhæft og allir þeir sem komu nálægt bönkum og útrás eru nú úthrópaðir sem „glæpamenn“ og „landráðamenn“. Hugtakið er víkkað út að geðþótta ákærendanna. Ekki er spurt að sekt og sönnun, en hin tæra spurning dagsins er „Hvernig getum við náð peningunum af öllum þessum stóra hópi glæpamanna sem komu okkur í þennan vanda?“Máttur ofurbloggara@Megin-Ol Idag 8,3p :Bloggið gerir berserkjum óhróðurs enn auðveldara fyrir en á tímum McCarthy að eyðileggja mannorð. Þar sjást menn lítt fyrir og geta í skjóli nafnleyndar ausið óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga í boði ofurbloggarans. Ofurbloggarinn skrifar eiturpillu og á örskotsstundu fljúga gífuryrðin um netið og millistjórnendur í bönkum eru skyndilega orðnir að stórglæpamönnum.Mér er oft hugsað til Joseph McCarthy þegar ég horfi á upphrópanir sumra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna þessa dagana. Skyldi þeim sem hæst tala núna einhvern tíma verða hugsað til hans? Höfundur er forstjóri Kjalars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þessi spurning virðist fljótt á litið fjarstæðukennd en við lifum einfaldlega á fjarstæðukenndum tímum. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari ríkti mikill ótti í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kommúnismans. Rússar voru komnir með kjarnorkuvopn og Maó orðinn formaður í alþýðulýðveldinu í Kína. Margir stjórnmálamenn og fjölmiðlungar reyndu að ávinna sér hylli almennings með því að berjast hatrammlega gegn kommúnistum. Þar eð lítið var um alvöru kommúnista í Bandaríkjunum, þurfti einfaldlega að búa þá til. Fremstur í flokki í þessari „baráttu“ var öldungardeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy. Hann tók fjölda kunnra einstaklinga fyrir í yfirheyrslum, greinaskrifum og ræðum og vændi alla miskunnarlaust um kommúnisma. Hugtakið kommúnisti var víkkað út að geðþótta ákærendanna. Hæpnar alhæfingar@Megin-Ol Idag 8,3p :Ótta- og spennuþrungið andrýmið í bandarísku þjóðfélagi á þessum tíma var mjög móttækilegt fyrir umræðu sem þessari og margir af þeim sem urðu fyrir barðinu á McCarthy biðu þess aldrei bætur. Sá sem kallaður var kommúnisti nógu oft af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum, var einfaldlega stimplaður kommúnisti af alþjóð og honum í raun útskúfað úr þjóðfélaginu. Alhæfingar og sleggjudómar voru skilgetið afkvæmi einsleitrar upplýsingamiðlunar sem skorti í senn hlutlægni og dýpt. Loks hristu fjölmiðlar þó af sér doðann og tóku að spyrja gagnrýnna spurninga um aðferðir McCarthy og hvort hinn eða þessi væri í raun kommúnisti. Að lokum sáu allir í gegnum McCarthy. Fall hans var að sönnu mikið en hann naut líka mikillar lýðhylli þegar hæst stóð.Íslensk þjóð á í miklum erfiðleikum nú um stundir. Þjóðin er skuldug og atvinnuleysi blasir við mörgum. Stjórnvöldum hefur ekki enn auðnast að skilgreina orsakir efnahagsvandans og það hvarflar lítt að stjórnmálamönnum og embættismönnum að líta í eigin barm enda stutt í kosningar. Fjölmiðlar horfa til þess sem best lætur í eyrum í stað þess að brjóta málin til mergjar. Í slíku andrými ábyrgðarleysis og óvissu kraumar reiði og þjóðin er enn stödd þar í sorgarferli kreppunnar sem leitað er blóraböggla.Hin gullna regla réttarríkisins að fólk teljist saklaust þar til sekt þess er sönnuð, á eðlilega erfitt uppdráttar við slíkar aðstæður. Hið sama gildir um gagnrýna hugsun sem felst í því að efast um fullyrðingar annarra – og jafnvel sínar eigin ályktanir – að trúa aldrei í blindni. Það þarf góða dómgreind og þroska til að taka ekki þátt í þeirri keðjuverkun viðtekinna fullyrðinga sem ganga ómeltar milli manna undir æsilegum formerkjum og bjóða upp á þægilega yfireinföldun á orsakasamhengi hlutanna. Ef við höfum verið blind í trú okkar á endalausar framfarir, hagvöxt og góðæri í uppsveiflunni, er ekki síður ástæða til að vara sig á blindri trú á gróusögur sem vega að æru heilu þjóðfélagshópanna. Öll kurl eru einfaldlega ekki komin til grafar í rannsókn á orsökum efnahagshrunsins á Íslandi. Til þess er málið allt of víðfeðmt og flókið.Svonefndir útrásarvíkingar eru nærtækir blórabögglar. Annar óvinahópur, sem auðvelt er að skilgreina, er bankamenn. Enn er alhæft og allir þeir sem komu nálægt bönkum og útrás eru nú úthrópaðir sem „glæpamenn“ og „landráðamenn“. Hugtakið er víkkað út að geðþótta ákærendanna. Ekki er spurt að sekt og sönnun, en hin tæra spurning dagsins er „Hvernig getum við náð peningunum af öllum þessum stóra hópi glæpamanna sem komu okkur í þennan vanda?“Máttur ofurbloggara@Megin-Ol Idag 8,3p :Bloggið gerir berserkjum óhróðurs enn auðveldara fyrir en á tímum McCarthy að eyðileggja mannorð. Þar sjást menn lítt fyrir og geta í skjóli nafnleyndar ausið óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga í boði ofurbloggarans. Ofurbloggarinn skrifar eiturpillu og á örskotsstundu fljúga gífuryrðin um netið og millistjórnendur í bönkum eru skyndilega orðnir að stórglæpamönnum.Mér er oft hugsað til Joseph McCarthy þegar ég horfi á upphrópanir sumra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna þessa dagana. Skyldi þeim sem hæst tala núna einhvern tíma verða hugsað til hans? Höfundur er forstjóri Kjalars.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun